Leita að listaverkum Erró í einkaeigu fyrir listasýningu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2024 16:04 Daníel og ljónin er verk eftir Erró frá árinu 1978. Til hægri má sjá mynd af Erró í stúdíóinu sínu í París árið 2021. Mynd/Erró og Gunnar B. Kvaran Listasafn Reykjavíkur leitar nú að listaverkum eftir Erró til að sýna á sýningu sem á að opna í september á þessu ári. Í tilkynningu frá safninu kemur fram að með sýningunni vilji safnið bregða upp mynd af vinsælustu verkum listamannsins frá 9. áratugnum undir yfirskriftinni 1001 nótt. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran. Listasafn Reykjavíkur leitar því að verkum sem voru á eftirtöldum sýningum í Reykjavík: Norræna húsið í september 1982 Norræna húsið í september 1985 Kjarvalsstaðir í september 1989 „Þetta voru geysivinsælar sýningar og nánast öll verkin eru í einkaeigu. Því biður safnið öll þau sem kannast við eitthvað af þessum verkum að láta safnið vita með tölvupósti á netfangið listasafn@reykjavik.is. Tilgangurinn er annars vegar sá að geta skráð verk eftir Erró sem eru í einkaeigu og hinsvegar kæmi það sér afar vel ef safnið gæti fengið verk að láni fyrir sýninguna í haust,“ segir í tilkynningu frá safninu og að afar mikilvægt sé að ljósmynd af málverkinu fylgi í tölvupóstinum. Nóg sé að senda einfalda símamynd. Frestur til að skila inn myndum af verkum er til 1. júní 2024. Stúdió Erró í ParísDanielle Kvaran Í tilkynningu frá safninu er nánar fjallað um myndaseríuna. Þar segir að Erró hafi byrjað á seríunni árið 1977 og alls málað 137 málverk sem tengjast henni. „Nætur Errós myndgera enga sérstaka sögu frá Þúsund og einni nótt, en þar birtast sambærileg þema líkt og ferðalög, ást, ofbeldi. Nokkrar tilvísanir til Austurlanda er að finna hér og þar í gegnum mótíf sem eru fengin að láni úr vestrænum málverkum: ambáttir og kvennabúr, ljónaveiðar og þættir úr Biblíunni. Að mestu leyti vísa tilvitnanir verkanna í nútímasamfélagið, landvinninga út í geimnum, kínversku menningarbyltinguna, heimsvalda- og nýlendustríð.“ Erró í stúdíóinu sínu í París í mars 2016.Mynd/Danielle Kvaran Þá segir um Erró: Guðmundur Guðmundsson, öðru nafni Erró (f. 1932), er tvímælalaust einn þekktasti samtímalistamaður Íslendinga. Eftir nám á Íslandi innritaðist hann í listaakademíuna í Osló tvítugur að aldri. Árið 1954 stundað hann nám við listaakademíuna í Flórens og síðan í Ravenna þar sem hann lagði áherslu á gerð mósaíkmynda. Hann fluttist til Parísar árið 1958 og hefur búið þar síðan. Árið 1963 fór Erró í fyrsta sinn til New York og komst í kynni við popplistina sem þá var að ryðja sér til rúms. Næstu ár fékkst hann við ýmiss konar listform, svo sem gjörningalist og tilraunakennda kvikmyndagerð auk málaralistar. Hann varð brátt einn af forvígismönnum popplistarinnar og evrópska frásagnarmálverksins. Árið 1989 gaf Erró Reykjavíkurborg stórt safn verka sinna, um 2000 talsins. Í því safni er meðal annars að finna málverk, vatnslitamyndir, grafíkverk, skúlptúra, klippimyndir og önnur listaverk sem spanna allan feril listamannsins allt frá æskuárum. Auk listaverkanna gaf Erró borginni umfangsmikið safn einkabréfa og annarra gagna sem snerta listferil hans. Þessar ríkulegu heimildir hafa mikið gildi fyrir allar rannsóknir sem snerta listamanninn Erró og samtíma hans. Myndlist Söfn Sýningar á Íslandi Reykjavík Menning Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Í tilkynningu frá safninu kemur fram að með sýningunni vilji safnið bregða upp mynd af vinsælustu verkum listamannsins frá 9. áratugnum undir yfirskriftinni 1001 nótt. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran. Listasafn Reykjavíkur leitar því að verkum sem voru á eftirtöldum sýningum í Reykjavík: Norræna húsið í september 1982 Norræna húsið í september 1985 Kjarvalsstaðir í september 1989 „Þetta voru geysivinsælar sýningar og nánast öll verkin eru í einkaeigu. Því biður safnið öll þau sem kannast við eitthvað af þessum verkum að láta safnið vita með tölvupósti á netfangið listasafn@reykjavik.is. Tilgangurinn er annars vegar sá að geta skráð verk eftir Erró sem eru í einkaeigu og hinsvegar kæmi það sér afar vel ef safnið gæti fengið verk að láni fyrir sýninguna í haust,“ segir í tilkynningu frá safninu og að afar mikilvægt sé að ljósmynd af málverkinu fylgi í tölvupóstinum. Nóg sé að senda einfalda símamynd. Frestur til að skila inn myndum af verkum er til 1. júní 2024. Stúdió Erró í ParísDanielle Kvaran Í tilkynningu frá safninu er nánar fjallað um myndaseríuna. Þar segir að Erró hafi byrjað á seríunni árið 1977 og alls málað 137 málverk sem tengjast henni. „Nætur Errós myndgera enga sérstaka sögu frá Þúsund og einni nótt, en þar birtast sambærileg þema líkt og ferðalög, ást, ofbeldi. Nokkrar tilvísanir til Austurlanda er að finna hér og þar í gegnum mótíf sem eru fengin að láni úr vestrænum málverkum: ambáttir og kvennabúr, ljónaveiðar og þættir úr Biblíunni. Að mestu leyti vísa tilvitnanir verkanna í nútímasamfélagið, landvinninga út í geimnum, kínversku menningarbyltinguna, heimsvalda- og nýlendustríð.“ Erró í stúdíóinu sínu í París í mars 2016.Mynd/Danielle Kvaran Þá segir um Erró: Guðmundur Guðmundsson, öðru nafni Erró (f. 1932), er tvímælalaust einn þekktasti samtímalistamaður Íslendinga. Eftir nám á Íslandi innritaðist hann í listaakademíuna í Osló tvítugur að aldri. Árið 1954 stundað hann nám við listaakademíuna í Flórens og síðan í Ravenna þar sem hann lagði áherslu á gerð mósaíkmynda. Hann fluttist til Parísar árið 1958 og hefur búið þar síðan. Árið 1963 fór Erró í fyrsta sinn til New York og komst í kynni við popplistina sem þá var að ryðja sér til rúms. Næstu ár fékkst hann við ýmiss konar listform, svo sem gjörningalist og tilraunakennda kvikmyndagerð auk málaralistar. Hann varð brátt einn af forvígismönnum popplistarinnar og evrópska frásagnarmálverksins. Árið 1989 gaf Erró Reykjavíkurborg stórt safn verka sinna, um 2000 talsins. Í því safni er meðal annars að finna málverk, vatnslitamyndir, grafíkverk, skúlptúra, klippimyndir og önnur listaverk sem spanna allan feril listamannsins allt frá æskuárum. Auk listaverkanna gaf Erró borginni umfangsmikið safn einkabréfa og annarra gagna sem snerta listferil hans. Þessar ríkulegu heimildir hafa mikið gildi fyrir allar rannsóknir sem snerta listamanninn Erró og samtíma hans.
Myndlist Söfn Sýningar á Íslandi Reykjavík Menning Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira