Ráðherrann ræður Páll Magnússon skrifar 26. febrúar 2024 12:01 Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma fyrir helgi að skora á fjármálaráðherra að draga tilbaka kröfur um að Vestmannaeyjabær láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og allar úteyjarnar. Í bókun bæjarstjórnar segir: „Eignarhald Vestmannaeyjabæjar gagnvart heimalandinu og úteyjum í heild sinni er ótvírætt og stutt óyggjandi gögnum. Sérstök lög voru sett árið 1960 um sölu ríkisins á öllu landi í Vestmannaeyjum til Vestmannaeyjakaupstaðar. Á grundvelli laganna seldi ríkið Vestmannaeyjar í heild sinni til Vestmannaeyjabæjar og var gefið út afsal þar að lútandi og því þinglýst. Það er fráleitt að kröfugerð ríkisins nú byggist á því að véfengja heimildir sama ríkisvalds til að selja og afsala Vestmannaeyjabæ öllu landi í Vestmannaeyjum.“ Í þau 63 ár sem liðin eru frá þessum kaupsamningi hafa engar deilur risið um efni hans, aldrei nokkur maður, stofnun eða félag, gert tilkall til þess lands eða eyja sem samningurinn tekur til - og enginn véfengt að nákvæmlega svona skuli þessum málum hagað. Engar landamerkjadeilur. Ekkert. Þangað til núna. Fjármálaráðherra – ríkið - tekur sig til og rýfur friðinn, sáttina og eigin samning. Og þegar spurt er um tilganginn – markmiðið með þessari herför – er svarið: af því bara. Vísað er í Þjóðlendulögin sem voru samin og sett í allt öðrum tilgangi en fyrir ríkið til að ryðjast inn í þéttbýli og sölsa undir sig land sem það sjálft hefur þegar selt og afsalað fyrir löngu. Fáránleikinn í Eyjum birtist m.a. í því að ríkið gerir kröfur í land sem þegar er búið að ráðstafa með réttum hætti undir atvinnustarfsemi þar sem fjárfestingar og framkvæmdir standa nú yfir fyrir tugi milljarða. Fáránleikinn er sumstaðar jafnvel enn meiri en í Eyjum. Á Höfn í Hornafirði gerir fjármálaráðherra kröfu í Krossey – líklega bara vegna þess að það er ‘’ey’’ í nafninu. Krossey hefur hins vegar ekki verið eyja síðan um 1970 þegar hún varð hluti af landfyllingu þar sem m.a. stendur nú fiskverkunarhús Skinneyjar/Þinganess og ýmis önnur mannvirki. Þjóðlenda? Óbyggðanefnd? Í síðustu viku hafnaði Óbyggðanefnd ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð varðandi þá kröfulýsingu sem hér um ræðir. Enda svo sem ekki um mikið annað að ræða en breytta röð á bréfum. Nefndin tekur líka af öll tvímæli um stöðu og ábyrgð fjármálaráðherra í þessu máli og segir í bréfinu: „Óbyggðanefnd bendir á að skv. 1. mgr. 10.gr. þjóðlendulaga hefur fjármála- og efnahagsráðherra forræði í kröfugerð ríkisins í þjóðlendumálum og skv. 1. mgr. 11. gr. þjóðlendulaga fer fjármála- og efnahagsráðherra með fyrirsvar fyrir hönd ríkisins og stofnana á vegum þess við úrlausn um hvort land teljist til eignarlands eða þjóðlendu. Telji fjármála- og efnahagsráðherra að tilefni sé til að endurskoða kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eftir atvikum að framkomnum gagnkröfum eða undangenginni frekari gagnaöflun, er á forræði ráðherra að taka þær til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er.“ Þá höfum við það. Fjármálaráðherra hefur sem sagt fullt vald á þessu máli og kjósi hún að láta þennan fáránleika ganga áfram - með öllum þeim ama og tilkostnaði sem því fylgir - er það hennar ákvörðun og hún á ekkert skjól í embættismönnum eða lögfræðiskrifstofum úti í bæ hvað það varðar. Valdið er ráðherrans og hún á að nota það til að afturkalla þennan órökrétta og tilgangslausa yfirgang af hálfu ríkisins í garð einstaklinga og sveitarfélaga. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Páll Magnússon Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Jarða- og lóðamál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma fyrir helgi að skora á fjármálaráðherra að draga tilbaka kröfur um að Vestmannaeyjabær láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og allar úteyjarnar. Í bókun bæjarstjórnar segir: „Eignarhald Vestmannaeyjabæjar gagnvart heimalandinu og úteyjum í heild sinni er ótvírætt og stutt óyggjandi gögnum. Sérstök lög voru sett árið 1960 um sölu ríkisins á öllu landi í Vestmannaeyjum til Vestmannaeyjakaupstaðar. Á grundvelli laganna seldi ríkið Vestmannaeyjar í heild sinni til Vestmannaeyjabæjar og var gefið út afsal þar að lútandi og því þinglýst. Það er fráleitt að kröfugerð ríkisins nú byggist á því að véfengja heimildir sama ríkisvalds til að selja og afsala Vestmannaeyjabæ öllu landi í Vestmannaeyjum.“ Í þau 63 ár sem liðin eru frá þessum kaupsamningi hafa engar deilur risið um efni hans, aldrei nokkur maður, stofnun eða félag, gert tilkall til þess lands eða eyja sem samningurinn tekur til - og enginn véfengt að nákvæmlega svona skuli þessum málum hagað. Engar landamerkjadeilur. Ekkert. Þangað til núna. Fjármálaráðherra – ríkið - tekur sig til og rýfur friðinn, sáttina og eigin samning. Og þegar spurt er um tilganginn – markmiðið með þessari herför – er svarið: af því bara. Vísað er í Þjóðlendulögin sem voru samin og sett í allt öðrum tilgangi en fyrir ríkið til að ryðjast inn í þéttbýli og sölsa undir sig land sem það sjálft hefur þegar selt og afsalað fyrir löngu. Fáránleikinn í Eyjum birtist m.a. í því að ríkið gerir kröfur í land sem þegar er búið að ráðstafa með réttum hætti undir atvinnustarfsemi þar sem fjárfestingar og framkvæmdir standa nú yfir fyrir tugi milljarða. Fáránleikinn er sumstaðar jafnvel enn meiri en í Eyjum. Á Höfn í Hornafirði gerir fjármálaráðherra kröfu í Krossey – líklega bara vegna þess að það er ‘’ey’’ í nafninu. Krossey hefur hins vegar ekki verið eyja síðan um 1970 þegar hún varð hluti af landfyllingu þar sem m.a. stendur nú fiskverkunarhús Skinneyjar/Þinganess og ýmis önnur mannvirki. Þjóðlenda? Óbyggðanefnd? Í síðustu viku hafnaði Óbyggðanefnd ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð varðandi þá kröfulýsingu sem hér um ræðir. Enda svo sem ekki um mikið annað að ræða en breytta röð á bréfum. Nefndin tekur líka af öll tvímæli um stöðu og ábyrgð fjármálaráðherra í þessu máli og segir í bréfinu: „Óbyggðanefnd bendir á að skv. 1. mgr. 10.gr. þjóðlendulaga hefur fjármála- og efnahagsráðherra forræði í kröfugerð ríkisins í þjóðlendumálum og skv. 1. mgr. 11. gr. þjóðlendulaga fer fjármála- og efnahagsráðherra með fyrirsvar fyrir hönd ríkisins og stofnana á vegum þess við úrlausn um hvort land teljist til eignarlands eða þjóðlendu. Telji fjármála- og efnahagsráðherra að tilefni sé til að endurskoða kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eftir atvikum að framkomnum gagnkröfum eða undangenginni frekari gagnaöflun, er á forræði ráðherra að taka þær til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er.“ Þá höfum við það. Fjármálaráðherra hefur sem sagt fullt vald á þessu máli og kjósi hún að láta þennan fáránleika ganga áfram - með öllum þeim ama og tilkostnaði sem því fylgir - er það hennar ákvörðun og hún á ekkert skjól í embættismönnum eða lögfræðiskrifstofum úti í bæ hvað það varðar. Valdið er ráðherrans og hún á að nota það til að afturkalla þennan órökrétta og tilgangslausa yfirgang af hálfu ríkisins í garð einstaklinga og sveitarfélaga. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar