Gerðist svo ógnarhratt að þau gátu ekki tekið neitt með sér Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 21:01 Erla María hefur verið búsett í Valencia nær óslitið síðan 2006. Hún segir borgarbúa slegna vegna stórbrunans. Samsett Minnst tíu fórust í gríðarlegum eldsvoða í fjölbýlishúsi í Valencia á Spáni í gær. Íslendingur búsettur í borginni segir íbúa í algjöru áfalli. Fjölskylda sem hún þekkir missti heimili sitt í brunanum. Eldurinn braust út rétt fyrir kvöldmat í Campanar-hverfinu í norðvesturhluta Valencia. Vitni lýsa því að logarnir hafi breitt ógnarhratt úr sér; húsið hafi orðið alelda á fáeinum mínútum. Einhverjir komust út af sjálfsdáðum en mörgum var bjargað af svölum. Erla María Huttunen, íslenskur kennari sem búsettur er í Valencia, segir borgarbúa í áfalli. „Fólk er bara í sjokki, það býst enginn við svona svakalegu. Ég held að sjokkið sé líka yfir því hvað eldurinn breiddist hratt út og hvernig allt gerðist rosalega hratt. Það koma upp eldar af og til en ekki svona gríðarlega stórir. Og þetta er bara versti eldsvoði í sögu Valencia.“ Viðtal við Erlu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Á meðal þeirra sem misstu heimili sitt í eldsvoðanum er fjölskylda sem Erla kannast við; börnin eru nemendur í skólanum sem hún kennir í og bekkjarfélagar dætra hennar. Yngri strákurinn var veikur heima þegar eldurinn braust út. „Ég held það hafi einmitt verið mamma hans sem var heima með honum og þau sjá að þetta er allt að gerast. Þau grípa blautt handklæði og hlaupa út, gátu ekki tekið neitt með sér af því að þetta gerðist svo rosalega hratt.“ Sá eldri mætti í skólann í dag og var furðu brattur, að sögn Erlu. „Ein bekkjarsystirin var að grátandi og hann segir: Vertu ekkert að gráta, það var nú ég sem lenti í þessu!“ Óttast er að eldfim klæðning utan á húsinu hafi stuðlað að hraðri útbreiðslu eldsins, sem minnir um margt á hinn hryllilega Grenfell-bruna í London árið 2017. Þá var einnig mjög hvasst í Valencia í gær, sem gæti hafa spilað inn í. Þriggja daga sorgartímabili hefur verið lýst yfir í borginni. „Fótboltaleikjum hefur verið aflýst tímabundið, æfingum líka. Dóttir mín átti að fara á fótboltaleik núna en honum var aflýst. Það er mikil sorg. Maður eiginlega áttar sig ekki á því að svona hlutir geti gerst við hliðina á manni.“ Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fresta Valencia leiknum vegna stórbrunans Leikur Valencia í spænsku deildinni fer ekki fram um helgina en liðið átti útileik á móti Granada í La Liga. 23. febrúar 2024 13:32 Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. 23. febrúar 2024 08:28 Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Eldurinn braust út rétt fyrir kvöldmat í Campanar-hverfinu í norðvesturhluta Valencia. Vitni lýsa því að logarnir hafi breitt ógnarhratt úr sér; húsið hafi orðið alelda á fáeinum mínútum. Einhverjir komust út af sjálfsdáðum en mörgum var bjargað af svölum. Erla María Huttunen, íslenskur kennari sem búsettur er í Valencia, segir borgarbúa í áfalli. „Fólk er bara í sjokki, það býst enginn við svona svakalegu. Ég held að sjokkið sé líka yfir því hvað eldurinn breiddist hratt út og hvernig allt gerðist rosalega hratt. Það koma upp eldar af og til en ekki svona gríðarlega stórir. Og þetta er bara versti eldsvoði í sögu Valencia.“ Viðtal við Erlu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Á meðal þeirra sem misstu heimili sitt í eldsvoðanum er fjölskylda sem Erla kannast við; börnin eru nemendur í skólanum sem hún kennir í og bekkjarfélagar dætra hennar. Yngri strákurinn var veikur heima þegar eldurinn braust út. „Ég held það hafi einmitt verið mamma hans sem var heima með honum og þau sjá að þetta er allt að gerast. Þau grípa blautt handklæði og hlaupa út, gátu ekki tekið neitt með sér af því að þetta gerðist svo rosalega hratt.“ Sá eldri mætti í skólann í dag og var furðu brattur, að sögn Erlu. „Ein bekkjarsystirin var að grátandi og hann segir: Vertu ekkert að gráta, það var nú ég sem lenti í þessu!“ Óttast er að eldfim klæðning utan á húsinu hafi stuðlað að hraðri útbreiðslu eldsins, sem minnir um margt á hinn hryllilega Grenfell-bruna í London árið 2017. Þá var einnig mjög hvasst í Valencia í gær, sem gæti hafa spilað inn í. Þriggja daga sorgartímabili hefur verið lýst yfir í borginni. „Fótboltaleikjum hefur verið aflýst tímabundið, æfingum líka. Dóttir mín átti að fara á fótboltaleik núna en honum var aflýst. Það er mikil sorg. Maður eiginlega áttar sig ekki á því að svona hlutir geti gerst við hliðina á manni.“
Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fresta Valencia leiknum vegna stórbrunans Leikur Valencia í spænsku deildinni fer ekki fram um helgina en liðið átti útileik á móti Granada í La Liga. 23. febrúar 2024 13:32 Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. 23. febrúar 2024 08:28 Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Fresta Valencia leiknum vegna stórbrunans Leikur Valencia í spænsku deildinni fer ekki fram um helgina en liðið átti útileik á móti Granada í La Liga. 23. febrúar 2024 13:32
Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. 23. febrúar 2024 08:28
Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41