Meistararnir minnkuðu for­skot Liver­pool niður í að­eins eitt stig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Phil Foden skoraði sigurmark dagsins.
Phil Foden skoraði sigurmark dagsins. EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen

Englandsmeistarar Manchester City unnu 1-0 útisigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að forskot Liverpool á toppi deildarinnar er nú aðeins eitt stig.

Bournemouth hafði ekki unnið í síðustu sex deildarleikjum og því ljóst að það yrði á brattann að sækja í dag. Heimamenn stóðu sig hins vegar með prýði og settu mikla pressu á gestina undir lok leiks er þeir reyndu að jafna metin.

Allt kom fyrir ekki og mark Phil Foden á 24. mínútu reyndist eina mark leiksins, lokatölur 0-1. Foden var þarna að skora sitt 9. deildarmark á leiktíðinni en hann hefur einnig gefið 7 stoðsendingar.

Man City nú í 2. sæti með 59 stig, stigi á eftir Liverpool þegar bæði lið hafa leikið 26 leiki. Bournemouth er á sama tíma með 28 stig í 14. sæti, átta stigum fyrir ofan fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira