Iceland Airwaves kynnir listamenn á 25 ára afmæli hátíðarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2024 11:01 Það var stemmning í Hafnarhúsinu á Iceland Airwaves í fyrra. Hér syngja tónleikagestir með Daða Frey. Joana Fontinha Shygirl, Bar italia, Charlotte Adigéry & Bolis Pupul, Joy (anonymous), Saya Gray, Klemens Hannigan og Inspector Spacetime eru á meðal þeirra sem koma fram á 25 ára afmælishátíð Iceland Airwaves í miðbæ Reykjavíkur 7. til 9. nóvember. Hátíðin fagnar aldarfjórðungsafmæli með holskeflu af spennandi, nýju og framsæknu tónlistarfólki frá Íslandi og öllum heimshornum. Dagskráin í ár verður ein sú flottasta hingað til. „Við erum ótrúlega stolt af því að fagna 25 ára afmæli Iceland Airwaves og 25 árum af því að eiga þátt í fyrstu skrefum margra hæfileikaríkustu hljómsveita heims,“ segir Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves. Tónleikagestur á Iceland Airwaves í fyrra.Iceland Airwaves „Í gegnum árin höfum við séð fjölmörg bönd ná heimsathygli í kjölfar þess að koma fram á Iceland Airwaves. Það er heiður á hverju ári að fá að koma með heitasta tónlistarfólk veraldar til Reykjavíkur og einnig að fá að deila okkar einstaka íslenska tónlistarsamfélagi með heiminum." Meðal þeirra sem kynnt eru í dag er Shygirl frá Suður-London sem er þekkt fyrir einstakt aldamótar klúbbapopp, hefur verið tilnefnd til Mercury-verðlaunanna 2023 og státar af lögum sem hafa verið gefin út í samstarfi við tónlistarfólk á borð við SOPHIE, Arca og FKA twigs. Lo-fi grunge sveitin bar italia er þegar búin að sanka að sér dyggum hópi aðdáenda. Japansk-skoska listakonan Saya Gray búsett í Toronto er þekkt fyrir framúrstefnulegan og tilraunahenndan hljóðheim. Iceland Airwaves ætlar að bjóða upp á heimsklassa raftónlist í ár og tilkynnir einnig í dag breska dúettinn Joy (Anonymous), sem og bandarísku synth-poppsveitina Magdalena Bay. Belgíska dans dúóið Charlotte Adigéry and Bolis Pupul munu leika raftónlistar list sína en þau eru þekkt fyrir að taka á málum samtímans. Einnig mun hústónlistarmúsíkantinn Anish Kumar leika fyrir dansi, en hann sem sækir innblástur víða að - allt frá Brendu Lee til hindí-kvikmyndatónlistar. Iceland Airwaves segist í tilkynningu fagna að sjálfsögðu því besta sem íslensk tónlist hafi upp á að bjóða og tilkynnir nokkra ástsæla íslenska listamenn. Þar á meðal séu eitt besta live band Íslands, Inspector Spacetime, hip-hop dúettinn Úlfur Úlfur sem hafi á sínum 15 árum þróað hljóðheim langt út fyrir hefðbundið rapp. Aðrar íslenskar hljómsveitir sem kynntar eru í dag eru Klemens Hannigan – að mestu þekktur fyrir störf sín sem hluti af hljómsveitinni HATARI, og nýstirnið Róshildur sem vann Grapevine verðlaun í ár sem nýliði ársins. Iceland Airwaves bókar á hverju ári samansafn af hljómsveitum af jöfnu kynjahlutfalli og hefur í gegnum samstarf sitt við Keychange gert það síðan árið 2019. Jafnrétti kynjanna er mikilvægur hluti af því sem hátíðin stendur fyrir og það tónlistarsamfélag sem hátíðin endurspeglar. Í tilkynningu segir að Iceland Airwaves hafi verið fyrsta tónlistarhátíð heims til að ná þessum árangri. Miðasala á hátíðina er hafin á heimasíðu hennar. Airwaves Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Dagbók Bents: Hátíðin í ár góð - kannski er djamm bara snilld? Ég verð að ná Fókus. Þær unnu Músíktilraunir í ár og eru að spila í Hinu húsinu. En þegar ég mæti í Pósthússtrætið man ég að það er auðvitað mathöll þarna núna og Hitt húsið komið upp í Árbæ. 6. nóvember 2023 11:31 Fólkið á Airwaves: Á hátíðinni fyrir einskæra tilviljun Tónlist ómar um miðborgina í tilefni af Iceland Airwaves sem lauk í dag. Reykjavík var því yfirfull af músíkelsku fólki frá öllum hornum heimsins um helgina og rakst blaðamaður á Bretann Sam sem mætti á hátíðina fyrir tilviljun. 5. nóvember 2023 20:16 Tískan á Airwaves: Hatarar, óvænt fataskipti og dansvænn klæðnaður Dags B Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst með pompi og prakt síðastliðinn fimmtudag þar sem fjöldinn allur af fjölbreyttum hópi tónlistarunnenda kom saman. 5. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira
Hátíðin fagnar aldarfjórðungsafmæli með holskeflu af spennandi, nýju og framsæknu tónlistarfólki frá Íslandi og öllum heimshornum. Dagskráin í ár verður ein sú flottasta hingað til. „Við erum ótrúlega stolt af því að fagna 25 ára afmæli Iceland Airwaves og 25 árum af því að eiga þátt í fyrstu skrefum margra hæfileikaríkustu hljómsveita heims,“ segir Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves. Tónleikagestur á Iceland Airwaves í fyrra.Iceland Airwaves „Í gegnum árin höfum við séð fjölmörg bönd ná heimsathygli í kjölfar þess að koma fram á Iceland Airwaves. Það er heiður á hverju ári að fá að koma með heitasta tónlistarfólk veraldar til Reykjavíkur og einnig að fá að deila okkar einstaka íslenska tónlistarsamfélagi með heiminum." Meðal þeirra sem kynnt eru í dag er Shygirl frá Suður-London sem er þekkt fyrir einstakt aldamótar klúbbapopp, hefur verið tilnefnd til Mercury-verðlaunanna 2023 og státar af lögum sem hafa verið gefin út í samstarfi við tónlistarfólk á borð við SOPHIE, Arca og FKA twigs. Lo-fi grunge sveitin bar italia er þegar búin að sanka að sér dyggum hópi aðdáenda. Japansk-skoska listakonan Saya Gray búsett í Toronto er þekkt fyrir framúrstefnulegan og tilraunahenndan hljóðheim. Iceland Airwaves ætlar að bjóða upp á heimsklassa raftónlist í ár og tilkynnir einnig í dag breska dúettinn Joy (Anonymous), sem og bandarísku synth-poppsveitina Magdalena Bay. Belgíska dans dúóið Charlotte Adigéry and Bolis Pupul munu leika raftónlistar list sína en þau eru þekkt fyrir að taka á málum samtímans. Einnig mun hústónlistarmúsíkantinn Anish Kumar leika fyrir dansi, en hann sem sækir innblástur víða að - allt frá Brendu Lee til hindí-kvikmyndatónlistar. Iceland Airwaves segist í tilkynningu fagna að sjálfsögðu því besta sem íslensk tónlist hafi upp á að bjóða og tilkynnir nokkra ástsæla íslenska listamenn. Þar á meðal séu eitt besta live band Íslands, Inspector Spacetime, hip-hop dúettinn Úlfur Úlfur sem hafi á sínum 15 árum þróað hljóðheim langt út fyrir hefðbundið rapp. Aðrar íslenskar hljómsveitir sem kynntar eru í dag eru Klemens Hannigan – að mestu þekktur fyrir störf sín sem hluti af hljómsveitinni HATARI, og nýstirnið Róshildur sem vann Grapevine verðlaun í ár sem nýliði ársins. Iceland Airwaves bókar á hverju ári samansafn af hljómsveitum af jöfnu kynjahlutfalli og hefur í gegnum samstarf sitt við Keychange gert það síðan árið 2019. Jafnrétti kynjanna er mikilvægur hluti af því sem hátíðin stendur fyrir og það tónlistarsamfélag sem hátíðin endurspeglar. Í tilkynningu segir að Iceland Airwaves hafi verið fyrsta tónlistarhátíð heims til að ná þessum árangri. Miðasala á hátíðina er hafin á heimasíðu hennar.
Airwaves Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Dagbók Bents: Hátíðin í ár góð - kannski er djamm bara snilld? Ég verð að ná Fókus. Þær unnu Músíktilraunir í ár og eru að spila í Hinu húsinu. En þegar ég mæti í Pósthússtrætið man ég að það er auðvitað mathöll þarna núna og Hitt húsið komið upp í Árbæ. 6. nóvember 2023 11:31 Fólkið á Airwaves: Á hátíðinni fyrir einskæra tilviljun Tónlist ómar um miðborgina í tilefni af Iceland Airwaves sem lauk í dag. Reykjavík var því yfirfull af músíkelsku fólki frá öllum hornum heimsins um helgina og rakst blaðamaður á Bretann Sam sem mætti á hátíðina fyrir tilviljun. 5. nóvember 2023 20:16 Tískan á Airwaves: Hatarar, óvænt fataskipti og dansvænn klæðnaður Dags B Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst með pompi og prakt síðastliðinn fimmtudag þar sem fjöldinn allur af fjölbreyttum hópi tónlistarunnenda kom saman. 5. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira
Dagbók Bents: Hátíðin í ár góð - kannski er djamm bara snilld? Ég verð að ná Fókus. Þær unnu Músíktilraunir í ár og eru að spila í Hinu húsinu. En þegar ég mæti í Pósthússtrætið man ég að það er auðvitað mathöll þarna núna og Hitt húsið komið upp í Árbæ. 6. nóvember 2023 11:31
Fólkið á Airwaves: Á hátíðinni fyrir einskæra tilviljun Tónlist ómar um miðborgina í tilefni af Iceland Airwaves sem lauk í dag. Reykjavík var því yfirfull af músíkelsku fólki frá öllum hornum heimsins um helgina og rakst blaðamaður á Bretann Sam sem mætti á hátíðina fyrir tilviljun. 5. nóvember 2023 20:16
Tískan á Airwaves: Hatarar, óvænt fataskipti og dansvænn klæðnaður Dags B Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst með pompi og prakt síðastliðinn fimmtudag þar sem fjöldinn allur af fjölbreyttum hópi tónlistarunnenda kom saman. 5. nóvember 2023 07:00