Freista þess að hindra byggingu risaplastverksmiðju Ratcliffe Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2024 06:56 Ratcliffe vandar Evrópusambandinu ekki kveðjurnar og segir löggjöf og skrifræði á svæðinu „kæfandi“. Getty/Bryn Lennon Hópur umhverfisverndarsamtaka hyggst höfða mál til að freista þess að koma í veg fyrir byggingu efnavinnsluvers í Antwerpen í Belgíu en um yrði að ræða stærsta ver þessarar tegundar sem reist er í Evrópu í 30 ár. Það er Inos, fyrirtæki í eigu Íslandsvinarins og auðjöfursins Jim Ratcliffe, sem hyggur á framkvæmdirnar. Verkefnið ber yfirskriftina Project One. Client Earth skilaði inn gögnum til dómstóla í gær fyrir hönd umhverfisverndarsamtakanna en þau segja yfirvöld ekki hafa tekið tillit til áhrifa efnavinnsluversins á fólk, náttúruna og loftslagið þegar leyfi voru gefin út. Um er að ræða svokallaða „cracking“ verksmiðju, þar sem etýlen er aðskilið frá náttúrulegu gasi en efnið er síðan unnið áfram til notkunar í plastframleiðslu. Samkvæmt umfjöllun Guardian er verksmiðjan af þeirri stærðargráðu að framleiðslugeta hennar er umfram allt sem áður hefur sést í Evrópu. Verksmiðjan er sögð munu kosta um þrjá milljarða evra en náttúruverndarsamtökin unnu áfangasigur fyrir dómstólum í fyrra þegar þau héldu því fram að Ineos hefði ekki upplýst yfirvöld um heildaráhrif verkefnsins á nærliggjandi umhverfi. Dómstóllinn, sem fjallar um framkvæmdaleyfi, tók undir málflutning samtakanna og sagði að yfirvöld hefðu ekki átt að gefa út leyfi með takmarkaðar upplýsingar. Ný leyfi voru hins vegar gefin út í janúar síðastliðnum. Ratcliffe sagði af því tilefni við dagblaðið De Tijd að hann væri „mikill aðdáandi“ Bart De Wever, borgarstjóra Antwerpen, og forsætisráðherrans Alexander De Croo. Verkefninu hefði ekki verið hrundið af stað nema með stuðningi yfirvalda. Auðjöfurinn sagði löggjöf og skrifræði Evrópu „kæfandi“ en talsmenn Client Earth benda hins vegar á gríðarlega skaðsemi plasts, sem hefur verið að koma betur og betur í ljós. Plastagnir finnast nú út um allan heim og jafnvel í öndunarfærum manna og dýra. „Project One myndi kynda undir aukna plastframleiðslu þegar við erum nú þegar komin á þann stað að hún má ekki aukast,“ segir Tatiana Luján hjá Client Earth. „Plast er umhverfismál, mál sem varðar fólk og loftslagið. Að heimila byggingu stærstu plastverksmiðju Evrópu væri ekki bara staðbundið umhverfisslys heldur aðför á alþjóðavísu.“ Belgía Bretland Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Það er Inos, fyrirtæki í eigu Íslandsvinarins og auðjöfursins Jim Ratcliffe, sem hyggur á framkvæmdirnar. Verkefnið ber yfirskriftina Project One. Client Earth skilaði inn gögnum til dómstóla í gær fyrir hönd umhverfisverndarsamtakanna en þau segja yfirvöld ekki hafa tekið tillit til áhrifa efnavinnsluversins á fólk, náttúruna og loftslagið þegar leyfi voru gefin út. Um er að ræða svokallaða „cracking“ verksmiðju, þar sem etýlen er aðskilið frá náttúrulegu gasi en efnið er síðan unnið áfram til notkunar í plastframleiðslu. Samkvæmt umfjöllun Guardian er verksmiðjan af þeirri stærðargráðu að framleiðslugeta hennar er umfram allt sem áður hefur sést í Evrópu. Verksmiðjan er sögð munu kosta um þrjá milljarða evra en náttúruverndarsamtökin unnu áfangasigur fyrir dómstólum í fyrra þegar þau héldu því fram að Ineos hefði ekki upplýst yfirvöld um heildaráhrif verkefnsins á nærliggjandi umhverfi. Dómstóllinn, sem fjallar um framkvæmdaleyfi, tók undir málflutning samtakanna og sagði að yfirvöld hefðu ekki átt að gefa út leyfi með takmarkaðar upplýsingar. Ný leyfi voru hins vegar gefin út í janúar síðastliðnum. Ratcliffe sagði af því tilefni við dagblaðið De Tijd að hann væri „mikill aðdáandi“ Bart De Wever, borgarstjóra Antwerpen, og forsætisráðherrans Alexander De Croo. Verkefninu hefði ekki verið hrundið af stað nema með stuðningi yfirvalda. Auðjöfurinn sagði löggjöf og skrifræði Evrópu „kæfandi“ en talsmenn Client Earth benda hins vegar á gríðarlega skaðsemi plasts, sem hefur verið að koma betur og betur í ljós. Plastagnir finnast nú út um allan heim og jafnvel í öndunarfærum manna og dýra. „Project One myndi kynda undir aukna plastframleiðslu þegar við erum nú þegar komin á þann stað að hún má ekki aukast,“ segir Tatiana Luján hjá Client Earth. „Plast er umhverfismál, mál sem varðar fólk og loftslagið. Að heimila byggingu stærstu plastverksmiðju Evrópu væri ekki bara staðbundið umhverfisslys heldur aðför á alþjóðavísu.“
Belgía Bretland Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira