Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2024 22:09 Ólafur Egilsson er tíður gestur í sundlaugum borgarinnar. Hann vill geta haldið áfram að lauga sig til klukkan 22 um helgar. Vísir/Arnar Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. Þetta segir Ólafur í færslu á Facebook í tilefni af samtali hans við Skúla Helgason, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, í dag. Þar segir hann að Skúli hafi sagt honum að til stæði að draga úr boðaðri skerðingu opnunartíma sundlauganna á hátíðisdögum, sem sé vel. Hins vegar ætli ætla borgaryfirvöld að halda til streitu skerðingu almenns opnunartíma um helgar um klukkutíma. Greint var frá áformum borgarinnar um skella laugunum í lás klukkan 21 um helgar í stað 22. Það verði gert frá og með 1. apríl næstkomandi vegna niðurskurðarkröfu. Þetta finnst Ólafi grátleg skammsýni, sér í lagi þegar verið er að skrá sundmenningu landsins á heimsminjaskrá. Ekki þurfi mikið til að spara milljónirnar tuttugu Þetta segir Ólafur gert til þess að spara tuttugu milljónir króna, sem er ekki há fjárhæð í samhengi við útgjöld borgarinnar. Hann segist hafa lagt til við Skúla að hætta frekar að hleypa erlendum heldri borgurum ókeypis í sund eða hækka frekar gjaldskránna. „Í laugar Reykjavikurborgar komu árið 2023 1.775.509 borgandi gestir, svo til þess að viðhalda sama þjónustustigi hefði þurft að hækka aðgangseyri á hvern miða um 11,2 krónur.“ Vel hægt að spara annars staðar Þá veltir Ólafur fyrir sér hvort ekki væri hægt að spara pening annars staðar í rekstri borgarinnar. Hann spyr hvort boðuð stytta af Björk Guðmundsdóttur sé nauðsynleg, hvers vegna rekstrarkostnaður skrifstofu borgarstjórnar hækki um 30 prósent á milli ára, hvort dýr „Stjórnendadagur borgarinnar“ hafi verið nauðsynlegur, hvort halda hafi þurft þrjú kaffiboð þegar Dagur B. Eggertsson lét af embætti borgarstjóra og hvort Reykjavíkurborg þurfi 23 borgarfulltrúa og átta til vara. „Mér finnst ekkert ofantalið mikilvægara en að ég og unglingarnir, mínir og annarra, og bara allir sem vilja geti hangið í kvöldsundi. Sérstaklega um helgar! Borgaryfirvöld eru greinilega á öðru máli. Eða hvað?,“ spyr Ólafur og beinir spurningunni sérstaklega til þeirra Dags B. Eggertssonar og Einars Þorsteinssonar, borgarstjóranna tveggja á kjörtímabilinu. Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Þetta segir Ólafur í færslu á Facebook í tilefni af samtali hans við Skúla Helgason, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, í dag. Þar segir hann að Skúli hafi sagt honum að til stæði að draga úr boðaðri skerðingu opnunartíma sundlauganna á hátíðisdögum, sem sé vel. Hins vegar ætli ætla borgaryfirvöld að halda til streitu skerðingu almenns opnunartíma um helgar um klukkutíma. Greint var frá áformum borgarinnar um skella laugunum í lás klukkan 21 um helgar í stað 22. Það verði gert frá og með 1. apríl næstkomandi vegna niðurskurðarkröfu. Þetta finnst Ólafi grátleg skammsýni, sér í lagi þegar verið er að skrá sundmenningu landsins á heimsminjaskrá. Ekki þurfi mikið til að spara milljónirnar tuttugu Þetta segir Ólafur gert til þess að spara tuttugu milljónir króna, sem er ekki há fjárhæð í samhengi við útgjöld borgarinnar. Hann segist hafa lagt til við Skúla að hætta frekar að hleypa erlendum heldri borgurum ókeypis í sund eða hækka frekar gjaldskránna. „Í laugar Reykjavikurborgar komu árið 2023 1.775.509 borgandi gestir, svo til þess að viðhalda sama þjónustustigi hefði þurft að hækka aðgangseyri á hvern miða um 11,2 krónur.“ Vel hægt að spara annars staðar Þá veltir Ólafur fyrir sér hvort ekki væri hægt að spara pening annars staðar í rekstri borgarinnar. Hann spyr hvort boðuð stytta af Björk Guðmundsdóttur sé nauðsynleg, hvers vegna rekstrarkostnaður skrifstofu borgarstjórnar hækki um 30 prósent á milli ára, hvort dýr „Stjórnendadagur borgarinnar“ hafi verið nauðsynlegur, hvort halda hafi þurft þrjú kaffiboð þegar Dagur B. Eggertsson lét af embætti borgarstjóra og hvort Reykjavíkurborg þurfi 23 borgarfulltrúa og átta til vara. „Mér finnst ekkert ofantalið mikilvægara en að ég og unglingarnir, mínir og annarra, og bara allir sem vilja geti hangið í kvöldsundi. Sérstaklega um helgar! Borgaryfirvöld eru greinilega á öðru máli. Eða hvað?,“ spyr Ólafur og beinir spurningunni sérstaklega til þeirra Dags B. Eggertssonar og Einars Þorsteinssonar, borgarstjóranna tveggja á kjörtímabilinu.
Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira