Einkunnir, launamál og heilsufarsupplýsingar undir í árásinni á HR Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 19:35 Háskólinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál og fleiri viðkvæmar persónuupplýsingar voru á drifum Háskóla Reykjavíkur sem gögnum var stolið af í upphafi þessa mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef háskólans, sem er samhljóða tilkynningu sem nemendum var send í dag. Þar kemur fram að í kjölfar tölvuárásarinnar hafi kerfi skólans verið tekin niður og þeim læst með dulkóðun. Síðan hafi staðið yfir vinna sérfræðinga við að greina og rannsaka árásina, endurbyggja tölvukerfi og endurheimta gögn. Þeirri vinnu miði vel. Sérfræðingar sem unnið hafa að því að rannsaka árásina telja árásaraðila hafa náð að hlaða niður 185 gígabætum af gögnum af miðlægum drifum HR. Drifin hafi alls hýst um 15 terabæt, sem samsvarar 15.000 gígabætum. Ekki er talið að hægt verði að sjá með vissu nákvæmlega hvaða gögnum var stolið, þrátt fyrir að magn þeirra liggi fyrir. Aðeins litlum hluta gagnanna stolið Í tilkynningu HR kemur fram að á drifunum séu gögn sem gætu snert stóran hóp fyrrverandi og núverandi nemenda, starfsfólks, umsækjenda um nám og störf og annarra sem tengjast og tengst hafa starfsemi skólans. „Gögnin sem hýst eru á umræddum drifum hafa að geyma upplýsingar úr starfsemi HR, sem háskólinn vinnur með eðli málsins samkvæmt, s.s. starfsmannamál, upplýsingar um nemendur, tiltekin afmörkuð rannsóknargögn, rekstrarupplýsingar og fjárhagsupplýsingar auk annarra gagna sem kunna að vera persónugreinanleg. Þar á meðal eru upplýsingar viðkvæms eðlis s.s. upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál, og viðkvæmar persónupplýsingar í skilningi persónuverndarlaga, s.s. upplýsingar um stéttarfélagsaðild og heilsufarsupplýsingar sem sendar hafa verið skólanum.“ Þó verði ekki séð að farið hafi verið inn á svæði einstakra starfsmanna. Eins er áréttað að gögn sálfræðiþjónustu HR séu ekki vistuð á drifunum sem um ræðir. Þá er ekkert talið benda til þess að árásaraðilinn hafi misnotað upplýsingarnar. „En ekki er hægt að útiloka að upplýsingarnar hafi verið afritaðar og verði birtar opinberlega af hálfu umrædds aðila. HR fylgist með þeim anga málsins og veitir upplýsingar þar að lútandi ef og þegar þörf krefur.“ Tölvuárásir Netöryggi Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef háskólans, sem er samhljóða tilkynningu sem nemendum var send í dag. Þar kemur fram að í kjölfar tölvuárásarinnar hafi kerfi skólans verið tekin niður og þeim læst með dulkóðun. Síðan hafi staðið yfir vinna sérfræðinga við að greina og rannsaka árásina, endurbyggja tölvukerfi og endurheimta gögn. Þeirri vinnu miði vel. Sérfræðingar sem unnið hafa að því að rannsaka árásina telja árásaraðila hafa náð að hlaða niður 185 gígabætum af gögnum af miðlægum drifum HR. Drifin hafi alls hýst um 15 terabæt, sem samsvarar 15.000 gígabætum. Ekki er talið að hægt verði að sjá með vissu nákvæmlega hvaða gögnum var stolið, þrátt fyrir að magn þeirra liggi fyrir. Aðeins litlum hluta gagnanna stolið Í tilkynningu HR kemur fram að á drifunum séu gögn sem gætu snert stóran hóp fyrrverandi og núverandi nemenda, starfsfólks, umsækjenda um nám og störf og annarra sem tengjast og tengst hafa starfsemi skólans. „Gögnin sem hýst eru á umræddum drifum hafa að geyma upplýsingar úr starfsemi HR, sem háskólinn vinnur með eðli málsins samkvæmt, s.s. starfsmannamál, upplýsingar um nemendur, tiltekin afmörkuð rannsóknargögn, rekstrarupplýsingar og fjárhagsupplýsingar auk annarra gagna sem kunna að vera persónugreinanleg. Þar á meðal eru upplýsingar viðkvæms eðlis s.s. upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál, og viðkvæmar persónupplýsingar í skilningi persónuverndarlaga, s.s. upplýsingar um stéttarfélagsaðild og heilsufarsupplýsingar sem sendar hafa verið skólanum.“ Þó verði ekki séð að farið hafi verið inn á svæði einstakra starfsmanna. Eins er áréttað að gögn sálfræðiþjónustu HR séu ekki vistuð á drifunum sem um ræðir. Þá er ekkert talið benda til þess að árásaraðilinn hafi misnotað upplýsingarnar. „En ekki er hægt að útiloka að upplýsingarnar hafi verið afritaðar og verði birtar opinberlega af hálfu umrædds aðila. HR fylgist með þeim anga málsins og veitir upplýsingar þar að lútandi ef og þegar þörf krefur.“
Tölvuárásir Netöryggi Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira