Formúla 1

Toto vill allt upp á borðið tengt rann­sókn á Horn­er

Aron Guðmundsson skrifar
Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes og Christian Horner, liðsstjóri Red Bull Racing
Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes og Christian Horner, liðsstjóri Red Bull Racing Mynd/Getty

Toto Wolff, fram­kvæmda­stjóri For­múlu 1 liðs Mercedes, segir rann­sókn á á­sökunum á hendur Christian Horn­er, liðs­stjóra Red Bull Ra­cing, um meinta ó­við­eig­andi hegðun í garð kven­kyns starfs­manns liðsins, vera mál sem varðar For­múlu 1 í heild sinni. Vill hann fá allt upp á borðið tengt rann­sókninni.

Þetta lét Wolff hafa eftir sér á blaða­manna­fundi liðs­stjóra á fyrsta degi prófana fyrir komandi tíma­bil í For­múlu 1 sem hefst í næstu viku og var hann sá eini aðspurðra sem tjáði sig um málið.

Red Bull Ra­cing hefur ráðið ó­háðan aðila til þess að fara ofan í kjölinn á á­sökunum á hendur Horn­er sem hefur neitað sök í málinu og var Horn­er mættur á brautar­stæðið í Bar­ein í gær þar sem að fyrsti dagur prófanna fór fram.

„Ef rétt er staðið að þessari rann­sókn verður gagn­sæið að vera al­gjört. Við verðum að taka fyrir niður­stöður rann­sóknarinnar og skoða hvaða á­hrif þær hafa á For­múlu 1 móta­röðina í heild sinni og hvernig við getum dregið lær­dóm í fram­haldinu,“ sagði Toto á blaða­manna­fundi í gær.

Fólk vilji frekar tala um það sem í­þróttin standi fyrir heldur en mál á borð við það sem rann­sóknin miðar nú að.

„For­múla 1 og liðin sem skipa móta­röðina standa fyrir inn­gildingu, jafn­ræði, sann­girni og fjöl­breyti­leika. Það á ekki bara að gilda í orði, heldur einnig á borði.“

Hann líkt og aðrir tengdir For­múlu 1 móta­röðinni hafi heyrt orð­róma í tengslum við á­sakanirnar á hendur Horn­er á undan­förnum vikum.

„Þetta er ekki bara mál Red Bull Ra­cing. Þetta er mál sem varðar For­múlu 1 í heild sinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×