Ísrael muni frekar draga sig úr keppni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 16:39 Fulltrúi Ísraela á sviði í keppninni í fyrra. Sarah Louise Bennett/EBU Svo gæti farið að Ísrael muni draga sig úr keppni í Eurovision fari svo að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) meti sem svo að lag landsins í keppninni sé of pólitískt. Þetta hefur ísraelska dagblaðið ynet eftir stjórnendum ísraelska sjónvarpsins. Ástæðan er sú að eitt þeirra laga sem til greina kemur að verði framlag Ísrael í ár ber heitið „October Rain“ og vísar með beinum hætti til mannskæðrar árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Rúmlega 1200 Ísraelsmenn létust í árásinni sem hrinti af stað mannskæðum árásum Ísraelsmanna á Gasa. Lagið er á ensku, utan tveggja lína sem eru á hebresku. Áður hefur komið fram að hin rússnesk ættaða Eden Golan verði fulltrúi Ísrael í keppninni. Það á hinsvegar eftir að velja lag fyrir söngkonuna og er October Rain eitt þeirra laga sem koma til greina. Í frétt ísraelska miðilsins kemur fram að forsvarsmenn KAN hafi hist á sérstökum fundi til að ræða þann möguleika að lagið verði dæmt úr leik af EBU. Fullyrt er að sú ákvörðun hafi verið tekin að draga Ísrael frekar úr Eurovision verði það niðurstaðan, frekar en að breyta orðalagi í laginu eða skipta um lag. Rifjað er upp að Georgíu hafi árið 2009 verið meinuð þátttaka í keppninni þegar landið sendi lagið „I Don't Want to Put In,“ sem vísaði með beinum hætti til Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Hið sama var uppi á teningnum þegar Hvíta-Rússlandi var meinuð þátttaka árið 2021. Haft er eftir stjórnendum KAN að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í samtali við EBU vegna málsins. Áður hefur EBU gefið út í tvígang að Ísraelsmönnum verði ekki meinuð þátttaka í keppninni vegna árása landsins á Gasa, þar sem tugþúsundir almennra borgara hafa látist. Ástæðan sé sú að Eurovision sé ekki pólitísk keppni. Eurovision Ísrael Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Ástæðan er sú að eitt þeirra laga sem til greina kemur að verði framlag Ísrael í ár ber heitið „October Rain“ og vísar með beinum hætti til mannskæðrar árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Rúmlega 1200 Ísraelsmenn létust í árásinni sem hrinti af stað mannskæðum árásum Ísraelsmanna á Gasa. Lagið er á ensku, utan tveggja lína sem eru á hebresku. Áður hefur komið fram að hin rússnesk ættaða Eden Golan verði fulltrúi Ísrael í keppninni. Það á hinsvegar eftir að velja lag fyrir söngkonuna og er October Rain eitt þeirra laga sem koma til greina. Í frétt ísraelska miðilsins kemur fram að forsvarsmenn KAN hafi hist á sérstökum fundi til að ræða þann möguleika að lagið verði dæmt úr leik af EBU. Fullyrt er að sú ákvörðun hafi verið tekin að draga Ísrael frekar úr Eurovision verði það niðurstaðan, frekar en að breyta orðalagi í laginu eða skipta um lag. Rifjað er upp að Georgíu hafi árið 2009 verið meinuð þátttaka í keppninni þegar landið sendi lagið „I Don't Want to Put In,“ sem vísaði með beinum hætti til Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Hið sama var uppi á teningnum þegar Hvíta-Rússlandi var meinuð þátttaka árið 2021. Haft er eftir stjórnendum KAN að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í samtali við EBU vegna málsins. Áður hefur EBU gefið út í tvígang að Ísraelsmönnum verði ekki meinuð þátttaka í keppninni vegna árása landsins á Gasa, þar sem tugþúsundir almennra borgara hafa látist. Ástæðan sé sú að Eurovision sé ekki pólitísk keppni.
Eurovision Ísrael Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira