Ísrael muni frekar draga sig úr keppni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 16:39 Fulltrúi Ísraela á sviði í keppninni í fyrra. Sarah Louise Bennett/EBU Svo gæti farið að Ísrael muni draga sig úr keppni í Eurovision fari svo að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) meti sem svo að lag landsins í keppninni sé of pólitískt. Þetta hefur ísraelska dagblaðið ynet eftir stjórnendum ísraelska sjónvarpsins. Ástæðan er sú að eitt þeirra laga sem til greina kemur að verði framlag Ísrael í ár ber heitið „October Rain“ og vísar með beinum hætti til mannskæðrar árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Rúmlega 1200 Ísraelsmenn létust í árásinni sem hrinti af stað mannskæðum árásum Ísraelsmanna á Gasa. Lagið er á ensku, utan tveggja lína sem eru á hebresku. Áður hefur komið fram að hin rússnesk ættaða Eden Golan verði fulltrúi Ísrael í keppninni. Það á hinsvegar eftir að velja lag fyrir söngkonuna og er October Rain eitt þeirra laga sem koma til greina. Í frétt ísraelska miðilsins kemur fram að forsvarsmenn KAN hafi hist á sérstökum fundi til að ræða þann möguleika að lagið verði dæmt úr leik af EBU. Fullyrt er að sú ákvörðun hafi verið tekin að draga Ísrael frekar úr Eurovision verði það niðurstaðan, frekar en að breyta orðalagi í laginu eða skipta um lag. Rifjað er upp að Georgíu hafi árið 2009 verið meinuð þátttaka í keppninni þegar landið sendi lagið „I Don't Want to Put In,“ sem vísaði með beinum hætti til Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Hið sama var uppi á teningnum þegar Hvíta-Rússlandi var meinuð þátttaka árið 2021. Haft er eftir stjórnendum KAN að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í samtali við EBU vegna málsins. Áður hefur EBU gefið út í tvígang að Ísraelsmönnum verði ekki meinuð þátttaka í keppninni vegna árása landsins á Gasa, þar sem tugþúsundir almennra borgara hafa látist. Ástæðan sé sú að Eurovision sé ekki pólitísk keppni. Eurovision Ísrael Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira
Ástæðan er sú að eitt þeirra laga sem til greina kemur að verði framlag Ísrael í ár ber heitið „October Rain“ og vísar með beinum hætti til mannskæðrar árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Rúmlega 1200 Ísraelsmenn létust í árásinni sem hrinti af stað mannskæðum árásum Ísraelsmanna á Gasa. Lagið er á ensku, utan tveggja lína sem eru á hebresku. Áður hefur komið fram að hin rússnesk ættaða Eden Golan verði fulltrúi Ísrael í keppninni. Það á hinsvegar eftir að velja lag fyrir söngkonuna og er October Rain eitt þeirra laga sem koma til greina. Í frétt ísraelska miðilsins kemur fram að forsvarsmenn KAN hafi hist á sérstökum fundi til að ræða þann möguleika að lagið verði dæmt úr leik af EBU. Fullyrt er að sú ákvörðun hafi verið tekin að draga Ísrael frekar úr Eurovision verði það niðurstaðan, frekar en að breyta orðalagi í laginu eða skipta um lag. Rifjað er upp að Georgíu hafi árið 2009 verið meinuð þátttaka í keppninni þegar landið sendi lagið „I Don't Want to Put In,“ sem vísaði með beinum hætti til Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Hið sama var uppi á teningnum þegar Hvíta-Rússlandi var meinuð þátttaka árið 2021. Haft er eftir stjórnendum KAN að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í samtali við EBU vegna málsins. Áður hefur EBU gefið út í tvígang að Ísraelsmönnum verði ekki meinuð þátttaka í keppninni vegna árása landsins á Gasa, þar sem tugþúsundir almennra borgara hafa látist. Ástæðan sé sú að Eurovision sé ekki pólitísk keppni.
Eurovision Ísrael Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira