Felldu tugi hermanna með HIMARS Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2024 16:00 Myndefni frá vettvangi árásarinnar sýnir fjölda fallinna hermanna. Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt tugi rússneskra hermanna með HIMARS árás á þjálfunarstað í austurhluta Úkraínu. Myndefni af vettvangi sýnir fjölda líka á víð og dreif. Í frétt BBC er haft eftir heimildarmönnum að hermennirnir hafi safnast saman og hafi beðið eftir yfirmanni þeirra þegar tvær HIMARS eldflaugar lentu á túninu. Í frétt BBC segir að hermenn frá héraði í Síberíu hafi verið að bíða eftir einum yfirmanni þeirra nærri þorpinu Trudovske. Fregnir frá Úkraínu herma að minnst sextíu hermenn hafi fallið í árásinni. Myndefni sem rússneskir hermenn birtu í kjölfarið á samfélagsmiðlum rennur stoðum undir þær fregnir.- Á einu slíku myndbandi kvartar hermaður yfir því að mönnunum hafi verið skipað að hópast saman á opnu svæði. Þegar HIMARS eldflaugar hæfa skotmörk sín, dreifir sprengingin gífurlegum fjölda smárra kúlna úr þungstein eða wolfram (e. Tungsten) um svæðið. Eldflaugarnar geta valdið gífurlegum skaða á opnum svæðum. Áðurnefnt myndefni má sjá hér, en vert er að vara lesendur við því að það geti vakið óhug. Ríkisstjóri héraðsins sem hermennirnir koma frá, staðfesti í færslu á samfélagsmiðli að árásin hafi verið gerð en staðhæfði að tölur um mannfall væru ýktar. Hér að neðan má sjá myndband af annarri HIMARS-árás á dögunum. A russian "Lancet" launcher was destroyed in the southern direction by a precise HIMARS hit. Great teamwork of the @SOF_UKR operators and artillerymen. pic.twitter.com/Juc8IebvCs— Defense of Ukraine (@DefenceU) February 20, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að taka særða úkraínska hermenn af lífi í borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Mennirnir voru skildir eftir þegar úkraínski herinn yfirgaf borgina en forsvarsmenn hersins segja að samið hafi verið við Rússa um að hlúa að mönnunum, þar sem ekki var hægt að flytja þá á brott vegna meiðsla þeirra. 20. febrúar 2024 17:02 Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34 Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. 18. febrúar 2024 17:05 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Í frétt BBC er haft eftir heimildarmönnum að hermennirnir hafi safnast saman og hafi beðið eftir yfirmanni þeirra þegar tvær HIMARS eldflaugar lentu á túninu. Í frétt BBC segir að hermenn frá héraði í Síberíu hafi verið að bíða eftir einum yfirmanni þeirra nærri þorpinu Trudovske. Fregnir frá Úkraínu herma að minnst sextíu hermenn hafi fallið í árásinni. Myndefni sem rússneskir hermenn birtu í kjölfarið á samfélagsmiðlum rennur stoðum undir þær fregnir.- Á einu slíku myndbandi kvartar hermaður yfir því að mönnunum hafi verið skipað að hópast saman á opnu svæði. Þegar HIMARS eldflaugar hæfa skotmörk sín, dreifir sprengingin gífurlegum fjölda smárra kúlna úr þungstein eða wolfram (e. Tungsten) um svæðið. Eldflaugarnar geta valdið gífurlegum skaða á opnum svæðum. Áðurnefnt myndefni má sjá hér, en vert er að vara lesendur við því að það geti vakið óhug. Ríkisstjóri héraðsins sem hermennirnir koma frá, staðfesti í færslu á samfélagsmiðli að árásin hafi verið gerð en staðhæfði að tölur um mannfall væru ýktar. Hér að neðan má sjá myndband af annarri HIMARS-árás á dögunum. A russian "Lancet" launcher was destroyed in the southern direction by a precise HIMARS hit. Great teamwork of the @SOF_UKR operators and artillerymen. pic.twitter.com/Juc8IebvCs— Defense of Ukraine (@DefenceU) February 20, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að taka særða úkraínska hermenn af lífi í borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Mennirnir voru skildir eftir þegar úkraínski herinn yfirgaf borgina en forsvarsmenn hersins segja að samið hafi verið við Rússa um að hlúa að mönnunum, þar sem ekki var hægt að flytja þá á brott vegna meiðsla þeirra. 20. febrúar 2024 17:02 Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34 Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. 18. febrúar 2024 17:05 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að taka særða úkraínska hermenn af lífi í borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Mennirnir voru skildir eftir þegar úkraínski herinn yfirgaf borgina en forsvarsmenn hersins segja að samið hafi verið við Rússa um að hlúa að mönnunum, þar sem ekki var hægt að flytja þá á brott vegna meiðsla þeirra. 20. febrúar 2024 17:02
Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34
Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16
Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. 18. febrúar 2024 17:05