Smitandi pest í skemmtiferðaskipi: Íslenskt veitingafólk gáttað á lélegum sóttvörnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 21:41 Jóhann Helgi og Margrét lögðu af stað með skemmtiferðaskipi frá Katar þann 3. janúar og ljúka ferð sinni 25. febrúar í Máritíus. „Heilt yfir algjörlega frábær ferð,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Aðsend Íslensk hjón, sem reka hótel og veitingastað í Flóahreppi, furðuðu sig á lélegum smitvörnum á skemmtiferðaskipi þegar magapest geisaði um borð á dögunum, svo mjög að yfirmaður veitingastaðanna um borð fékk frá þeim tiltal. Jóhann Helgi Hlöðversson er ásamt konu sinni, Margréti Ormsdóttur í siglingu um Afríku og Asíu. Hjónin, sem eru eigendur Hotel Vatnsholt og veitingastaðarins Blind Raven Restaurant létu í sér heyra á dögunum þegar bráðsmitandi magapest geisaði upp meðal farþega. Í Facebook færslu sem Jóhann birti í gær lýsir hann bágbornum smitvörnum á veitingastað skipsins. Allir gestir fengju að skammta á diskana sína sjálfir á hlaðborðinu þrátt fyrir að pestin væri nú þegar búin að gera vart við sig. Veitingastaðurinn eftir að veitingastjórinn fékk tiltal frá hjónunum. Aðsend Hann segir Margréti hafa gengið fram á yfirmann veitingastaðanna og sagt honum að það yrði að breyta strax um aðferðir í mötuneytinu vegna pestarinnar, en fengið það svar að ástandið væri ekki á neyðarstigi og því nóg að skipta um áhöld á korters fresti, sem henni þætti þó bagalegt. Og daginn eftir hafi hún veikst. En í kjölfarið hefðu starfsmenn veitingastaðarins betrumbætt smitvarnir til muna. „Þegar ég skottaðist upp í matsal í hádeginu var allt orðið eins og Magga sagði að það ætti að vera. Nú fékk engin að snerta neitt! Það var búið að girða af vatns- og djúsvélarnar ásamt kaffinu. Þar stóð þjónn sem tók pantanir. Eins var með hlaðborðið, þar setti þjónn á diskinn það sem hver vildi,“ skrifar Jóhann í Facebook færslu. Hjónin voru á leið til Madagaskar frá Suður-Ameríku þegar fréttastofa náði tali af þeim. Aðsend „Við höfum reynslu í sóttvörnum á veitingastað þar sem við tókum þátt í því, ásamt öðrum hótelum, í Covid-faraldrinum að bjóða upp á neyðaraðstoð,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Jú það varð faraldur en ég held að hann sé í rénum,“ segir Jóhann sem telur þó að ástandið um borð sé að batna. „Samt er skipstjórinn enn mjög um hugsað um velferð allra um borð og ítrekar reglulega í hátalarakerfi skipsins mikilvægi þess að snerta ekki handriðin í skipinu. Veitingastaðir Ferðalög Íslendingar erlendis Flóahreppur Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Jóhann Helgi Hlöðversson er ásamt konu sinni, Margréti Ormsdóttur í siglingu um Afríku og Asíu. Hjónin, sem eru eigendur Hotel Vatnsholt og veitingastaðarins Blind Raven Restaurant létu í sér heyra á dögunum þegar bráðsmitandi magapest geisaði upp meðal farþega. Í Facebook færslu sem Jóhann birti í gær lýsir hann bágbornum smitvörnum á veitingastað skipsins. Allir gestir fengju að skammta á diskana sína sjálfir á hlaðborðinu þrátt fyrir að pestin væri nú þegar búin að gera vart við sig. Veitingastaðurinn eftir að veitingastjórinn fékk tiltal frá hjónunum. Aðsend Hann segir Margréti hafa gengið fram á yfirmann veitingastaðanna og sagt honum að það yrði að breyta strax um aðferðir í mötuneytinu vegna pestarinnar, en fengið það svar að ástandið væri ekki á neyðarstigi og því nóg að skipta um áhöld á korters fresti, sem henni þætti þó bagalegt. Og daginn eftir hafi hún veikst. En í kjölfarið hefðu starfsmenn veitingastaðarins betrumbætt smitvarnir til muna. „Þegar ég skottaðist upp í matsal í hádeginu var allt orðið eins og Magga sagði að það ætti að vera. Nú fékk engin að snerta neitt! Það var búið að girða af vatns- og djúsvélarnar ásamt kaffinu. Þar stóð þjónn sem tók pantanir. Eins var með hlaðborðið, þar setti þjónn á diskinn það sem hver vildi,“ skrifar Jóhann í Facebook færslu. Hjónin voru á leið til Madagaskar frá Suður-Ameríku þegar fréttastofa náði tali af þeim. Aðsend „Við höfum reynslu í sóttvörnum á veitingastað þar sem við tókum þátt í því, ásamt öðrum hótelum, í Covid-faraldrinum að bjóða upp á neyðaraðstoð,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Jú það varð faraldur en ég held að hann sé í rénum,“ segir Jóhann sem telur þó að ástandið um borð sé að batna. „Samt er skipstjórinn enn mjög um hugsað um velferð allra um borð og ítrekar reglulega í hátalarakerfi skipsins mikilvægi þess að snerta ekki handriðin í skipinu.
Veitingastaðir Ferðalög Íslendingar erlendis Flóahreppur Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira