Loksins loksins! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. febrúar 2024 15:31 Eftir hraðlestur á tillögum ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum er ég bara nokkuð sáttur við útkomuna. Auðvitað er eitthvað þarna sem að ég hefði viljað hafa öðruvísi. En fljótt á litið er þetta nokkuð gott plagg, til að byrja með, í ljósi þess að það er unnið af þremur mismunandi og flestu leyti ólíkum flokkum. Flokki sem helst hefur engar breytingar vilja gera, flokki sem tekur ekki ákvarðanir, án þess að hlera salinn áður, en er þess á milli fjarverandi nema þegar gefið er á garðann og svo af flokki sem að hefur árum saman talað fyrir daufum eyrum, fyrir gagngerum breytingum á málaflokknum. Þessar tillögur eru þó fjarri því eitthvað lokasvar í málaflokknum. Enda heimurinn stöðugt að breytast og á jafnvel eftir að breytast á meðan að vinnu við útfærslu þessara tillagna stendur yfir. Til þess að þessar tillögur í heild skili viðunnandi árangri, þurfa hælisleitendamálin að vera í algerum forgangi. Um leið og í þeim hluta viðfangsefnisins skapast einhver ró og jafnvægi, verður hægara um verk að hrinda hinum tillögunum í framkvæmd. Leggja þarf ríka áherslu á starfsréttindahlutann. Hann er lykilinn að því að hægt verði að ráða fólk hingað með réttu menntunina til þess að takast á við nýjar áskoranir á sviði heilbrigðismála og annarra vísinda og tæknimála sem næstu ár og áratugir 21. aldarinnar leiða fram í dagsljósið. Takist það, mun það liðka verulega fyrir þeirri miklu verðmætasköpun sem nauðsynlegt er að ráðast í hér á næstu árum og áratugum, svo viðhalda megi og bæta hér um ókomin ár okkar grunnstoðir, eins og velferðar, mennta og heilbrigðiskerfi. Það hefur auðvitað öllum verið það ljóst, um allnokkuð skeið, að nauðsynlegt hefur verið að stíga inn í ríkjandi ástand af myndugleik og taka á því. Líka þeim sem af einhverjum ástæðum, sem ekki verða raktar hér hafa barist gegn breytingum á útlendingalöggjöfinni. Það er hins vegar alveg ljóst, að þeir flokkar sem berjast munu áfram gegn litlum eða stórum breytingum, til góðs á útlendingalöggjöfinni, eru og verða um ókomin ár, best geymdir í stjórnarandstöðu og helst utan þings. Það er fyrir löngu komið að ögurstund og tíminn til þess að hefjast handa er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Eftir hraðlestur á tillögum ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum er ég bara nokkuð sáttur við útkomuna. Auðvitað er eitthvað þarna sem að ég hefði viljað hafa öðruvísi. En fljótt á litið er þetta nokkuð gott plagg, til að byrja með, í ljósi þess að það er unnið af þremur mismunandi og flestu leyti ólíkum flokkum. Flokki sem helst hefur engar breytingar vilja gera, flokki sem tekur ekki ákvarðanir, án þess að hlera salinn áður, en er þess á milli fjarverandi nema þegar gefið er á garðann og svo af flokki sem að hefur árum saman talað fyrir daufum eyrum, fyrir gagngerum breytingum á málaflokknum. Þessar tillögur eru þó fjarri því eitthvað lokasvar í málaflokknum. Enda heimurinn stöðugt að breytast og á jafnvel eftir að breytast á meðan að vinnu við útfærslu þessara tillagna stendur yfir. Til þess að þessar tillögur í heild skili viðunnandi árangri, þurfa hælisleitendamálin að vera í algerum forgangi. Um leið og í þeim hluta viðfangsefnisins skapast einhver ró og jafnvægi, verður hægara um verk að hrinda hinum tillögunum í framkvæmd. Leggja þarf ríka áherslu á starfsréttindahlutann. Hann er lykilinn að því að hægt verði að ráða fólk hingað með réttu menntunina til þess að takast á við nýjar áskoranir á sviði heilbrigðismála og annarra vísinda og tæknimála sem næstu ár og áratugir 21. aldarinnar leiða fram í dagsljósið. Takist það, mun það liðka verulega fyrir þeirri miklu verðmætasköpun sem nauðsynlegt er að ráðast í hér á næstu árum og áratugum, svo viðhalda megi og bæta hér um ókomin ár okkar grunnstoðir, eins og velferðar, mennta og heilbrigðiskerfi. Það hefur auðvitað öllum verið það ljóst, um allnokkuð skeið, að nauðsynlegt hefur verið að stíga inn í ríkjandi ástand af myndugleik og taka á því. Líka þeim sem af einhverjum ástæðum, sem ekki verða raktar hér hafa barist gegn breytingum á útlendingalöggjöfinni. Það er hins vegar alveg ljóst, að þeir flokkar sem berjast munu áfram gegn litlum eða stórum breytingum, til góðs á útlendingalöggjöfinni, eru og verða um ókomin ár, best geymdir í stjórnarandstöðu og helst utan þings. Það er fyrir löngu komið að ögurstund og tíminn til þess að hefjast handa er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar