Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 12:11 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna. Vísir/Sigurjón Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. Þegar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gerði grein fyrir ákvörðun sinni um aukið aðgengi í gær tilgreindi hann nokkra fyrirvara vegna öryggismála. Innviðir voru sagðir í lamasessi og sprungur geti opnast án fyrirvara. Fólk færi inn bæinn á eigin ábyrgð en Grindavík væri, sem stæði, ekki staður fyrir börn. Undanfarnar fimm vikur hefur vinna við jarðkönnun farið fram en henni er ekki lokið, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. „Við erum búin að rannsaka 80% af götunum,“ segir Hjördís sem útskýrir jafnframt að af þessum 80 prósentum sé aðeins búið að túlka um helming þeirra gagna. „Það er ennþá hætta til staðar og við getum ekki sagt með vissu að fólk eigi mikið að vera inni í bænum nema af nauðsyn.“ Hjördís var beðin um að leiðbeina fólki sem hyggst fara inn í bæinn og segja hver væri öruggasta leiðin til þess. „Best er að fara beint að sínu húsi eða því fyrirtæki sem fólk er að fara í. Fara beint að húsinu en ekki ganga um Grindavík, vera ekki að fara um gangstéttirnar og alls ekki um opin svæði. Þetta snýst um að fara inn í húsin sín og svo til baka.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33 Áhyggjuraddir og spurningaflóð á hitafundi um Grindavík „Ég er búin að sakna þess að þið upplýsið mig sem íbúa og fyrirtækjaeiganda um stöðuna í sveitarfélaginu og ég óska eftir því að frá og með deginum í dag verði þar breyting á.“ 19. febrúar 2024 19:48 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Mest lesið Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Sjá meira
Þegar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gerði grein fyrir ákvörðun sinni um aukið aðgengi í gær tilgreindi hann nokkra fyrirvara vegna öryggismála. Innviðir voru sagðir í lamasessi og sprungur geti opnast án fyrirvara. Fólk færi inn bæinn á eigin ábyrgð en Grindavík væri, sem stæði, ekki staður fyrir börn. Undanfarnar fimm vikur hefur vinna við jarðkönnun farið fram en henni er ekki lokið, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. „Við erum búin að rannsaka 80% af götunum,“ segir Hjördís sem útskýrir jafnframt að af þessum 80 prósentum sé aðeins búið að túlka um helming þeirra gagna. „Það er ennþá hætta til staðar og við getum ekki sagt með vissu að fólk eigi mikið að vera inni í bænum nema af nauðsyn.“ Hjördís var beðin um að leiðbeina fólki sem hyggst fara inn í bæinn og segja hver væri öruggasta leiðin til þess. „Best er að fara beint að sínu húsi eða því fyrirtæki sem fólk er að fara í. Fara beint að húsinu en ekki ganga um Grindavík, vera ekki að fara um gangstéttirnar og alls ekki um opin svæði. Þetta snýst um að fara inn í húsin sín og svo til baka.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33 Áhyggjuraddir og spurningaflóð á hitafundi um Grindavík „Ég er búin að sakna þess að þið upplýsið mig sem íbúa og fyrirtækjaeiganda um stöðuna í sveitarfélaginu og ég óska eftir því að frá og með deginum í dag verði þar breyting á.“ 19. febrúar 2024 19:48 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Mest lesið Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Sjá meira
Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33
Áhyggjuraddir og spurningaflóð á hitafundi um Grindavík „Ég er búin að sakna þess að þið upplýsið mig sem íbúa og fyrirtækjaeiganda um stöðuna í sveitarfélaginu og ég óska eftir því að frá og með deginum í dag verði þar breyting á.“ 19. febrúar 2024 19:48
Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27