Yfir 400 þúsund íbúar núna skráðir á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2024 20:44 Hildur Ragnars er forstjóri Þjóðskrár Íslands. Sigurjón Ólason Fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi er kominn í fjögurhundruð þúsund, samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Raunverulegur mannfjöldi á Íslandi er þó talinn eitthvað lægri. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var árið 1968 sem íbúatalan á Íslandi fór í fyrsta sinn yfir 200 þúsund. Hún fór í 300 þúsund árið 2006 og núna, samkvæmt sambærilegum tölum frá Þjóðskrá Íslands, er hún komin yfir 400 þúsund. „Já, það er rétt. Í síðustu viku, 15. febrúar, þá fór fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi yfir 400 þúsund í fyrsta sinn,“ segir Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands, og segir þetta sannarlega tímamót. Þjóðskráin lagði þó ekki í það að finna fjögurhundruðþúsundasta einstaklinginn. „Við ákváðum að gera það ekki af því að innan sama dagsins flytur fólk til landsins og frá landinu. Og þessvegna er óraunhæft að finna einn einstakling sem er númer 400 þúsund.“ -Í gamla daga hefðu menn farið upp á fæðingardeild og fundið barnið. Er kannski líklegast að þetta sé einhver sem nýlega hefur flutt til landsins? „Það er meira um að fólk flytji til landsins heldur en barnsfæðingar hér á Íslandi, já,“ svarar Hildur. Svona skiptist skráður íbúafjöldi eftir landshlutum. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 63,7%, býr á Reykjavíkursvæðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt talan sé komin í 400 þúsund þykir nokkuð víst að hún endurspegli ekki raunverulegan mannfjölda á Íslandi. Hagstofa Íslands áformar að birta nýjar mannfjöldatölur í næsta mánuði. Hún hefur þegar gefið út að lögheimilisskráningar ofmeti mannfjöldann þar sem einstaklingar hafi ríkari hvata til að skrá sig inn í landið heldur en út. „Það er hvatning til þess að skrá sig inn í landið og fá sér lögheimili þegar maður flytur til landsins af því að það fylgja réttindi því að hafa lögheimili á Íslandi. Það er ekki sama hvatning þegar maður flytur úr landi,“ segir Hildur. Misræmið er núna áætlað um fjórtán þúsund manns. En er ekki óþægilegt að hafa þetta misræmi? „Þetta eru tvær algjörlega ólíkar tölur. Annarsvegar fólk sem er skráð í landinu og hinsvegar fólk sem er búsett hérna. Þannig að.., auðvitað væri best að þetta væri sama talan. En það mun aldrei takast af því að fólk flytur til Þýskalands og segir okkur ekki frá því, til dæmis,“ svarar forstjóri Þjóðskrár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mannfjöldi Innflytjendamál Efnahagsmál Tengdar fréttir Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 10. febrúar 2024 23:03 Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16. janúar 2024 10:07 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var árið 1968 sem íbúatalan á Íslandi fór í fyrsta sinn yfir 200 þúsund. Hún fór í 300 þúsund árið 2006 og núna, samkvæmt sambærilegum tölum frá Þjóðskrá Íslands, er hún komin yfir 400 þúsund. „Já, það er rétt. Í síðustu viku, 15. febrúar, þá fór fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi yfir 400 þúsund í fyrsta sinn,“ segir Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands, og segir þetta sannarlega tímamót. Þjóðskráin lagði þó ekki í það að finna fjögurhundruðþúsundasta einstaklinginn. „Við ákváðum að gera það ekki af því að innan sama dagsins flytur fólk til landsins og frá landinu. Og þessvegna er óraunhæft að finna einn einstakling sem er númer 400 þúsund.“ -Í gamla daga hefðu menn farið upp á fæðingardeild og fundið barnið. Er kannski líklegast að þetta sé einhver sem nýlega hefur flutt til landsins? „Það er meira um að fólk flytji til landsins heldur en barnsfæðingar hér á Íslandi, já,“ svarar Hildur. Svona skiptist skráður íbúafjöldi eftir landshlutum. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 63,7%, býr á Reykjavíkursvæðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt talan sé komin í 400 þúsund þykir nokkuð víst að hún endurspegli ekki raunverulegan mannfjölda á Íslandi. Hagstofa Íslands áformar að birta nýjar mannfjöldatölur í næsta mánuði. Hún hefur þegar gefið út að lögheimilisskráningar ofmeti mannfjöldann þar sem einstaklingar hafi ríkari hvata til að skrá sig inn í landið heldur en út. „Það er hvatning til þess að skrá sig inn í landið og fá sér lögheimili þegar maður flytur til landsins af því að það fylgja réttindi því að hafa lögheimili á Íslandi. Það er ekki sama hvatning þegar maður flytur úr landi,“ segir Hildur. Misræmið er núna áætlað um fjórtán þúsund manns. En er ekki óþægilegt að hafa þetta misræmi? „Þetta eru tvær algjörlega ólíkar tölur. Annarsvegar fólk sem er skráð í landinu og hinsvegar fólk sem er búsett hérna. Þannig að.., auðvitað væri best að þetta væri sama talan. En það mun aldrei takast af því að fólk flytur til Þýskalands og segir okkur ekki frá því, til dæmis,“ svarar forstjóri Þjóðskrár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mannfjöldi Innflytjendamál Efnahagsmál Tengdar fréttir Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 10. febrúar 2024 23:03 Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16. janúar 2024 10:07 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 10. febrúar 2024 23:03
Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16. janúar 2024 10:07