Yfir 400 þúsund íbúar núna skráðir á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2024 20:44 Hildur Ragnars er forstjóri Þjóðskrár Íslands. Sigurjón Ólason Fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi er kominn í fjögurhundruð þúsund, samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Raunverulegur mannfjöldi á Íslandi er þó talinn eitthvað lægri. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var árið 1968 sem íbúatalan á Íslandi fór í fyrsta sinn yfir 200 þúsund. Hún fór í 300 þúsund árið 2006 og núna, samkvæmt sambærilegum tölum frá Þjóðskrá Íslands, er hún komin yfir 400 þúsund. „Já, það er rétt. Í síðustu viku, 15. febrúar, þá fór fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi yfir 400 þúsund í fyrsta sinn,“ segir Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands, og segir þetta sannarlega tímamót. Þjóðskráin lagði þó ekki í það að finna fjögurhundruðþúsundasta einstaklinginn. „Við ákváðum að gera það ekki af því að innan sama dagsins flytur fólk til landsins og frá landinu. Og þessvegna er óraunhæft að finna einn einstakling sem er númer 400 þúsund.“ -Í gamla daga hefðu menn farið upp á fæðingardeild og fundið barnið. Er kannski líklegast að þetta sé einhver sem nýlega hefur flutt til landsins? „Það er meira um að fólk flytji til landsins heldur en barnsfæðingar hér á Íslandi, já,“ svarar Hildur. Svona skiptist skráður íbúafjöldi eftir landshlutum. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 63,7%, býr á Reykjavíkursvæðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt talan sé komin í 400 þúsund þykir nokkuð víst að hún endurspegli ekki raunverulegan mannfjölda á Íslandi. Hagstofa Íslands áformar að birta nýjar mannfjöldatölur í næsta mánuði. Hún hefur þegar gefið út að lögheimilisskráningar ofmeti mannfjöldann þar sem einstaklingar hafi ríkari hvata til að skrá sig inn í landið heldur en út. „Það er hvatning til þess að skrá sig inn í landið og fá sér lögheimili þegar maður flytur til landsins af því að það fylgja réttindi því að hafa lögheimili á Íslandi. Það er ekki sama hvatning þegar maður flytur úr landi,“ segir Hildur. Misræmið er núna áætlað um fjórtán þúsund manns. En er ekki óþægilegt að hafa þetta misræmi? „Þetta eru tvær algjörlega ólíkar tölur. Annarsvegar fólk sem er skráð í landinu og hinsvegar fólk sem er búsett hérna. Þannig að.., auðvitað væri best að þetta væri sama talan. En það mun aldrei takast af því að fólk flytur til Þýskalands og segir okkur ekki frá því, til dæmis,“ svarar forstjóri Þjóðskrár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mannfjöldi Innflytjendamál Efnahagsmál Tengdar fréttir Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 10. febrúar 2024 23:03 Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16. janúar 2024 10:07 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var árið 1968 sem íbúatalan á Íslandi fór í fyrsta sinn yfir 200 þúsund. Hún fór í 300 þúsund árið 2006 og núna, samkvæmt sambærilegum tölum frá Þjóðskrá Íslands, er hún komin yfir 400 þúsund. „Já, það er rétt. Í síðustu viku, 15. febrúar, þá fór fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi yfir 400 þúsund í fyrsta sinn,“ segir Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands, og segir þetta sannarlega tímamót. Þjóðskráin lagði þó ekki í það að finna fjögurhundruðþúsundasta einstaklinginn. „Við ákváðum að gera það ekki af því að innan sama dagsins flytur fólk til landsins og frá landinu. Og þessvegna er óraunhæft að finna einn einstakling sem er númer 400 þúsund.“ -Í gamla daga hefðu menn farið upp á fæðingardeild og fundið barnið. Er kannski líklegast að þetta sé einhver sem nýlega hefur flutt til landsins? „Það er meira um að fólk flytji til landsins heldur en barnsfæðingar hér á Íslandi, já,“ svarar Hildur. Svona skiptist skráður íbúafjöldi eftir landshlutum. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 63,7%, býr á Reykjavíkursvæðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt talan sé komin í 400 þúsund þykir nokkuð víst að hún endurspegli ekki raunverulegan mannfjölda á Íslandi. Hagstofa Íslands áformar að birta nýjar mannfjöldatölur í næsta mánuði. Hún hefur þegar gefið út að lögheimilisskráningar ofmeti mannfjöldann þar sem einstaklingar hafi ríkari hvata til að skrá sig inn í landið heldur en út. „Það er hvatning til þess að skrá sig inn í landið og fá sér lögheimili þegar maður flytur til landsins af því að það fylgja réttindi því að hafa lögheimili á Íslandi. Það er ekki sama hvatning þegar maður flytur úr landi,“ segir Hildur. Misræmið er núna áætlað um fjórtán þúsund manns. En er ekki óþægilegt að hafa þetta misræmi? „Þetta eru tvær algjörlega ólíkar tölur. Annarsvegar fólk sem er skráð í landinu og hinsvegar fólk sem er búsett hérna. Þannig að.., auðvitað væri best að þetta væri sama talan. En það mun aldrei takast af því að fólk flytur til Þýskalands og segir okkur ekki frá því, til dæmis,“ svarar forstjóri Þjóðskrár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mannfjöldi Innflytjendamál Efnahagsmál Tengdar fréttir Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 10. febrúar 2024 23:03 Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16. janúar 2024 10:07 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 10. febrúar 2024 23:03
Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16. janúar 2024 10:07