Áhyggjuraddir og spurningaflóð á hitafundi um Grindavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 19:48 Fjölmargar spurningar voru bornar fram á íbúafundi fyrir Grindvíkinga í dag, sumar þeirra voru ansi beittar. Vísir/Steingrímur Dúi „Ég er búin að sakna þess að þið upplýsið mig sem íbúa og fyrirtækjaeiganda um stöðuna í sveitarfélaginu og ég óska eftir því að frá og með deginum í dag verði þar breyting á.“ Þetta sagði einn af fyrirtækjaeigendum í Grindavík á íbúafundi í Laugardalshöll með fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn. Íbúi þessi rekur fyrirtæki í Grindavík og fannst ástæða til þess að brýna bæjarfulltrúa til góðra verka því viðkomandi sagðist hafa saknað bæjarstjórnarinnar á þessum hamfaratímum og fannst fulltrúar hennar þurfa að standa sig betur í að berjast fyrir hagsmunum fyrirtækjaeigenda í Grindavík. Upp úr hádegi í dag dró til tíðinda þegar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að íbúar og starfsfólk Grindavíkur mættu frá og með morgundegi dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sagðist hann hins vegar ekki mæla með því fyrir íbúa að gista í Grindavík og að bærinn væri ekki staður fyrir börn. Innviðir væru í lamasessi og hætturnar leyndust enn víða því sprungur geta opnast með litlum eða engum fyrirvara. Þau sem ætli sér að fara inn í bæinn geri það á eigin ábyrgð. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að dagurinn í dag væri lyftistöng fyrir bæjarfélagið. „Að menn fái að athafna sig og huga að sínum eignum,“ sagði Hjálmar sem bætti við að enn þyki mögulegt að starfa í stórum hluta bæjarins. Hann sjálfur hyggst þó ekki gista í Grindavík næstu nætur. „Nei, ég ætla ekki að gista í Grindavík næstu nætur. Við erum svo sem ekki með kalt vatn en eflaust gera það einhverjir en það er enn svolítið að innviðum okkar, bæði heitt og kalt vatn. Eflaust ætla einhverjir að gista en ég ætla ekki að gera það,“ sagði Hjálmar. Fulltrúar allra flokka sem eiga sæti í bæjarstjórn sátu fyrir svörum á íbúafundi í Laugardalshöll.Vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir að nú sé aukið aðgengi að bænum þá mátti á fundinum víða sjá áhyggjufull andlit. Íbúar sögðu að þeir hefðu ekki þær forsendur sem þeir þyrftu að hafa til að byggja afdrifaríkar ákvarðanir um líf sitt á eins og hvort þeir ættu að selja heimili sín eða flytja fyrirtækin sín úr bænum og fannst vanta skýrari svör. Þá fannst mörgum sá frestur sem íbúar hafa til að taka umræddar ákvarðanir vera of naumur. Nokkrir Grindvíkingar létu í ljós áhyggjur sínar af framtíð bæjarins og spurðu hvort hann myndi yfir höfuð lifa af ef mikill fjöldi bæjarbúa færði lögheimili yfir á önnur bæjarfélög. Mörgum var heitt í hamsi á fundinum og fjölmargar spurningar brunnu á íbúunum, sér í lagi í seinni hluta fundarins og ljóst er að mikil þörf var fyrir upplýsingafund fyrir íbúanna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. 19. febrúar 2024 19:27 Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag og mun standa yfir frá klukkan fimm til klukkan sjö í kvöld. 19. febrúar 2024 16:44 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Þetta sagði einn af fyrirtækjaeigendum í Grindavík á íbúafundi í Laugardalshöll með fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn. Íbúi þessi rekur fyrirtæki í Grindavík og fannst ástæða til þess að brýna bæjarfulltrúa til góðra verka því viðkomandi sagðist hafa saknað bæjarstjórnarinnar á þessum hamfaratímum og fannst fulltrúar hennar þurfa að standa sig betur í að berjast fyrir hagsmunum fyrirtækjaeigenda í Grindavík. Upp úr hádegi í dag dró til tíðinda þegar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að íbúar og starfsfólk Grindavíkur mættu frá og með morgundegi dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sagðist hann hins vegar ekki mæla með því fyrir íbúa að gista í Grindavík og að bærinn væri ekki staður fyrir börn. Innviðir væru í lamasessi og hætturnar leyndust enn víða því sprungur geta opnast með litlum eða engum fyrirvara. Þau sem ætli sér að fara inn í bæinn geri það á eigin ábyrgð. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að dagurinn í dag væri lyftistöng fyrir bæjarfélagið. „Að menn fái að athafna sig og huga að sínum eignum,“ sagði Hjálmar sem bætti við að enn þyki mögulegt að starfa í stórum hluta bæjarins. Hann sjálfur hyggst þó ekki gista í Grindavík næstu nætur. „Nei, ég ætla ekki að gista í Grindavík næstu nætur. Við erum svo sem ekki með kalt vatn en eflaust gera það einhverjir en það er enn svolítið að innviðum okkar, bæði heitt og kalt vatn. Eflaust ætla einhverjir að gista en ég ætla ekki að gera það,“ sagði Hjálmar. Fulltrúar allra flokka sem eiga sæti í bæjarstjórn sátu fyrir svörum á íbúafundi í Laugardalshöll.Vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir að nú sé aukið aðgengi að bænum þá mátti á fundinum víða sjá áhyggjufull andlit. Íbúar sögðu að þeir hefðu ekki þær forsendur sem þeir þyrftu að hafa til að byggja afdrifaríkar ákvarðanir um líf sitt á eins og hvort þeir ættu að selja heimili sín eða flytja fyrirtækin sín úr bænum og fannst vanta skýrari svör. Þá fannst mörgum sá frestur sem íbúar hafa til að taka umræddar ákvarðanir vera of naumur. Nokkrir Grindvíkingar létu í ljós áhyggjur sínar af framtíð bæjarins og spurðu hvort hann myndi yfir höfuð lifa af ef mikill fjöldi bæjarbúa færði lögheimili yfir á önnur bæjarfélög. Mörgum var heitt í hamsi á fundinum og fjölmargar spurningar brunnu á íbúunum, sér í lagi í seinni hluta fundarins og ljóst er að mikil þörf var fyrir upplýsingafund fyrir íbúanna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. 19. febrúar 2024 19:27 Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag og mun standa yfir frá klukkan fimm til klukkan sjö í kvöld. 19. febrúar 2024 16:44 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
„Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. 19. febrúar 2024 19:27
Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag og mun standa yfir frá klukkan fimm til klukkan sjö í kvöld. 19. febrúar 2024 16:44
Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27