Barátta kynjanna: „Hún setti bara alvöru pressu á Steph Curry“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2024 16:01 Stephen Curry með skotbeltið sem hann vann og við hlið Sabrinu Ionescu sem veitti honum harða keppni. Getty/ Stacy Revere Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður fjallað um Stjörnuhátíð NBA deildarinnar í körfubolta sem fram fór í Indianapolis um helgina. Sabrina Ionescu og Steph Curry kepptu á móti hvoru öðru í þriggja stiga keppni á Stjörnuhelginni og er þetta í fyrsta skiptið sem karl og kona mætast í slíkri keppni á vegum NBA. Lögmál leiksins ræddi meðal annars þessa skotkeppni. „Baráttan um skotbeltið. Þetta var ekki áramótaskotbelti eins og maður keypti í gamla daga. Þetta var boxarabelti. Alvöru. Það voru Sabrina og Steph sem kepptu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson umsjónarmaður Lögmáls leiksins. „Sabrina Ionescu og Steph Curry. Sabrina leikmaður New York Liberty í WNBA-deildinni og ein af betri leikmönnum kvennadeildarinnar. Rúmensk að uppruna, frábær háskólaleikmaður og með rosalega stroku,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Hún valdi það að skjóta frá NBA línunni. WNBA-línan er aðeins nær og eins og íslenska þriggja stiga línan er. Þessir boltar sem hún er með eru sexur, þetta eru WNBA boltar. Það var það eina sem var öðruvísi við það sem þau tvö gerðu,“ sagði Hörður. „Þetta var keppni á milli tveggja og eins mikið á jafnréttis grundvelli og þú getur keppt. Það voru einhverjir sem sáu allt að þessu og sögðu að hún hafi átt að vera á WNBA-línunni. Hún stóð sig bara fáránlega vel og fékk 26 stig í sinni umferð. Hún setti bara alvöru pressu á Steph Curry. Hún átti rosalega lokarekka,“ sagði Hörður. Það má sjá umræðuna og þau bæði skjóta hér fyrir neðan. Þátturinn er síðan allur á dagskránni klukkan 20.00 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Lögmál leiksins: Skotkeppni Steph Curry og Sabrinu Ionescu NBA Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Sabrina Ionescu og Steph Curry kepptu á móti hvoru öðru í þriggja stiga keppni á Stjörnuhelginni og er þetta í fyrsta skiptið sem karl og kona mætast í slíkri keppni á vegum NBA. Lögmál leiksins ræddi meðal annars þessa skotkeppni. „Baráttan um skotbeltið. Þetta var ekki áramótaskotbelti eins og maður keypti í gamla daga. Þetta var boxarabelti. Alvöru. Það voru Sabrina og Steph sem kepptu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson umsjónarmaður Lögmáls leiksins. „Sabrina Ionescu og Steph Curry. Sabrina leikmaður New York Liberty í WNBA-deildinni og ein af betri leikmönnum kvennadeildarinnar. Rúmensk að uppruna, frábær háskólaleikmaður og með rosalega stroku,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Hún valdi það að skjóta frá NBA línunni. WNBA-línan er aðeins nær og eins og íslenska þriggja stiga línan er. Þessir boltar sem hún er með eru sexur, þetta eru WNBA boltar. Það var það eina sem var öðruvísi við það sem þau tvö gerðu,“ sagði Hörður. „Þetta var keppni á milli tveggja og eins mikið á jafnréttis grundvelli og þú getur keppt. Það voru einhverjir sem sáu allt að þessu og sögðu að hún hafi átt að vera á WNBA-línunni. Hún stóð sig bara fáránlega vel og fékk 26 stig í sinni umferð. Hún setti bara alvöru pressu á Steph Curry. Hún átti rosalega lokarekka,“ sagði Hörður. Það má sjá umræðuna og þau bæði skjóta hér fyrir neðan. Þátturinn er síðan allur á dagskránni klukkan 20.00 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Lögmál leiksins: Skotkeppni Steph Curry og Sabrinu Ionescu
NBA Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum