Dádýr í bílljósum Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 18. febrúar 2024 12:00 Það er kostulegt að sjá núna hvern „eðalkratann“ af fætur öðrum, tengja ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendamálin við jafnaðarmennsku. Kjarninn orðum Kristrúnar er, að það sé ekki bæði hægt að vera með opin landamæri og á sama tíma að reka hér gott velferðarkerfi. Á meðan sé ekki hægt að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, reka hér þokkalegt heilbrigðiskerfi og tryggja öryrkjum trausta afkomu, þá sé stefnan um opin landamæri sem hér er rekin, með stöðugum straumi hælisleitenda hingað ekki að virka. „Eðalkratarnir“ skauta, eins og þeim er gjarnan tamt, auðvitað framhjá kjarnanum í orðum Kristrúnar og hengja sig í orðum eins og „sjálfbærni“, en taka ekki beinlínis afstöðu til þess sem hingað til í umræðunni hefur þótt vera merki argasta rasisma þ.e. að etja saman opnum landamærum og velferðarkerfinu okkar. Hitt er aftur á móti alveg ljóst, að nái Kristrún að berja í gegn þessa nýju stefnu sína í hælisleitendamálum, að þá megi segja að svokallaður „Jóhönnuarmur“ Samfylkingarnar sé allur. En sá armur hefur verið verulegur hælbítur á gengi Samfylkingarnar, síðan fulltrúi þess arms tapaði fyrir Árna Páli Árnasyni í formannskosningu í Samfylkingunni árið 2013. Þessi svokallaða „nýja Samfylking“ er þó í rauninni ekkert ný af nálinni. Heldur er þessi týpa af Samfylkingunni, nánast eftirlíking af þeirri týpu sem ráðandi var frá stofnun flokksins um síðustu aldamót og fram að hruni. Á meðan þetta allt gengur yfir, hefur sá flokkur sem hingað til hefur talið sig með réttu vera burðarflokkur íslenskra stjórnmála í krónískri krísu vegna hælisleitendamálanna. Enda flokkurinn í vonlausu stjórnarsamstarfi samstarfi, sem líkja má við ástlaust hjónaband, með smáflokk á vinstri kantinum sem hafnar öllum marktækum stefnubreytingum í málefnum hælisleitenda. Í þessu samstarfi er svo einnig, svokallaður miðjuflokkur sem tæplega bærir á sér, nema þegar gefið er á garðann. Þegar meintur burðarflokkur mætir andstöðu í ríkisstjórn með raunhæfar breytingar á hælisleitendalöggjöfinni, kiknar hann í hnjánum og stendur á brauðfótum, gagnvart litla vinstri „risanum“. Burðarflokkurinn státar sig reyndar af því, að með því að gefa stöðugt eftir í málefnum hælisleitenda, takist honum að stöðva ýmis bullmál frá litla vinstri flokknum. Staða svokallaðs burðarflokks, sem í daglegu tali kallast Sjálfstæðisflokkur, er því í stuttu máli sú, að líkja má honum við dádýr í bílljósum, sem bíður með angistarsvip eftir því að trukkurinn sem í daglegu tali kallast Samfylking keyri yfir hann. Trukkurinn nálgast og eina von dádýrsins er að stökkva út úr ljósgeislanum. Ef það er ekki nú þegar orðið of seint. Sjálfstæðisflokkurinn þarf með öðrum orðum, að fara að gera alvöru kröfur um að marktækar breytingar verði gerðar á hælisleitendalöggjöfinni og til tilbreytingar að standa í lappirnar þegar það verður gert. Frumvarp um lokað búsetuúrræði, ef það kemst ómengað undan ofurvaldi Vinstri grænna, er skref í áttina. En samt ekki nóg, ef að á meðan helst straumur hælisleitenda óbreyttur eða hann eykst. Tækifærið til þess að stökkva út úr ljósgeislanum er núna og munu því næstu vikur skera úr um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé sá burðarflokkur íslenskra stjórnmála sem hann telur sér trú um að hann sé. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kostulegt að sjá núna hvern „eðalkratann“ af fætur öðrum, tengja ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendamálin við jafnaðarmennsku. Kjarninn orðum Kristrúnar er, að það sé ekki bæði hægt að vera með opin landamæri og á sama tíma að reka hér gott velferðarkerfi. Á meðan sé ekki hægt að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, reka hér þokkalegt heilbrigðiskerfi og tryggja öryrkjum trausta afkomu, þá sé stefnan um opin landamæri sem hér er rekin, með stöðugum straumi hælisleitenda hingað ekki að virka. „Eðalkratarnir“ skauta, eins og þeim er gjarnan tamt, auðvitað framhjá kjarnanum í orðum Kristrúnar og hengja sig í orðum eins og „sjálfbærni“, en taka ekki beinlínis afstöðu til þess sem hingað til í umræðunni hefur þótt vera merki argasta rasisma þ.e. að etja saman opnum landamærum og velferðarkerfinu okkar. Hitt er aftur á móti alveg ljóst, að nái Kristrún að berja í gegn þessa nýju stefnu sína í hælisleitendamálum, að þá megi segja að svokallaður „Jóhönnuarmur“ Samfylkingarnar sé allur. En sá armur hefur verið verulegur hælbítur á gengi Samfylkingarnar, síðan fulltrúi þess arms tapaði fyrir Árna Páli Árnasyni í formannskosningu í Samfylkingunni árið 2013. Þessi svokallaða „nýja Samfylking“ er þó í rauninni ekkert ný af nálinni. Heldur er þessi týpa af Samfylkingunni, nánast eftirlíking af þeirri týpu sem ráðandi var frá stofnun flokksins um síðustu aldamót og fram að hruni. Á meðan þetta allt gengur yfir, hefur sá flokkur sem hingað til hefur talið sig með réttu vera burðarflokkur íslenskra stjórnmála í krónískri krísu vegna hælisleitendamálanna. Enda flokkurinn í vonlausu stjórnarsamstarfi samstarfi, sem líkja má við ástlaust hjónaband, með smáflokk á vinstri kantinum sem hafnar öllum marktækum stefnubreytingum í málefnum hælisleitenda. Í þessu samstarfi er svo einnig, svokallaður miðjuflokkur sem tæplega bærir á sér, nema þegar gefið er á garðann. Þegar meintur burðarflokkur mætir andstöðu í ríkisstjórn með raunhæfar breytingar á hælisleitendalöggjöfinni, kiknar hann í hnjánum og stendur á brauðfótum, gagnvart litla vinstri „risanum“. Burðarflokkurinn státar sig reyndar af því, að með því að gefa stöðugt eftir í málefnum hælisleitenda, takist honum að stöðva ýmis bullmál frá litla vinstri flokknum. Staða svokallaðs burðarflokks, sem í daglegu tali kallast Sjálfstæðisflokkur, er því í stuttu máli sú, að líkja má honum við dádýr í bílljósum, sem bíður með angistarsvip eftir því að trukkurinn sem í daglegu tali kallast Samfylking keyri yfir hann. Trukkurinn nálgast og eina von dádýrsins er að stökkva út úr ljósgeislanum. Ef það er ekki nú þegar orðið of seint. Sjálfstæðisflokkurinn þarf með öðrum orðum, að fara að gera alvöru kröfur um að marktækar breytingar verði gerðar á hælisleitendalöggjöfinni og til tilbreytingar að standa í lappirnar þegar það verður gert. Frumvarp um lokað búsetuúrræði, ef það kemst ómengað undan ofurvaldi Vinstri grænna, er skref í áttina. En samt ekki nóg, ef að á meðan helst straumur hælisleitenda óbreyttur eða hann eykst. Tækifærið til þess að stökkva út úr ljósgeislanum er núna og munu því næstu vikur skera úr um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé sá burðarflokkur íslenskra stjórnmála sem hann telur sér trú um að hann sé. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun