Sorgarmiðstöð Alma D. Möller skrifar 18. febrúar 2024 10:30 Þakkir til Sorgarmiðstöðvar Sorgarmiðstöð var opnuð árið 2019. Unnið er markvisst að því að samræma úrræði fyrir syrgjendur, efla samfélagsumræðu um sorg, stuðla að skilvirkari upplýsingagjöf og ráðgjöf ásamt því að almennt gæta hagsmuna þeirra sem syrgja. Frá stofnun hennar hefur verið lögð áhersla á að halda úti öflugu stuðningshópastarfi fyrir syrgjendur. Einnig sinnir miðstöðin fræðslustarfi í skólum, heldur reglulega fræðsluerindi fyrir syrgjendur, sinnir stuðningi og fræðslu á vinnustöðum og býður uppá margvíslega samveru. Landlæknir fékk þann heiður að vera verndari Sorgarmiðstöðvar og með því er áréttað að stuðningur við syrgjendur falli undir lýðheilsustarf og sé mikilvægur þáttur lýðheilsu. Embætti landlæknis og Sorgarmiðstöð hafa starfað saman frá stofnun Sorgarmiðstöðvar, meðal annars við gerð upplýsingaefnis, að vitundarvakningu og að forvarnarverkefnum í tengslum við sjálfsvíg. Bent er á bæklingana Í kjölfar skyndilegs andláts (í endurskoðun þar sem dánarvottorð eru orðin rafræn) og Í kjölfar sjálfsvígs. Undirrituð flytur starfsfólki, sjálfboðaliðum og stjórn Sorgarmiðstöðvar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt starf og gott samstarf. Sorgarviðbrögð og snemmtæk íhlutun Mikilvægt er að hafa í huga að sorgin er eðlilegt viðbragð með margvíslegri birtingarmynd og stigum tilfinninga, allt frá afneitun, reiði og jafnvel sektarkennd, til úrvinnslu, sáttar og skilnings. Flest ná að aðlagast breyttum veruleika með tímanum, en önnur þurfa að upplifa og takast á við langvinna sorg með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum. Rannsóknir benda til að þau sem upplifa mikla sorg eru í aukinni áhættu á ýmsum geðröskunum, t.d. þunglyndi, kvíða, sjálfsvígshugsunum og áfallastreituröskun sem og líkamlegum sjúkdómum, einkum hjarta-og æðasjúkdómum. Því þarf að grípa snemma inn þegar syrgjandi hefur alvarleg einkenni og mikilvægt er að viðeigandi úrræði séu fyrir hendi Sífellt fleiri leita sér stuðnings og ráðgjafar hjá Sorgarmiðstöð enda umræðan um sorg og mikilvægi sorgarúrvinnslu opnari en áður var. Sorgarmiðstöð vinnur náið með fagaðilum á landinu, s.s. heilbrigðisstofnunum, kirkjum, sveitarfélögum, viðbragðsaðilum og skólum, til að hlúa sem best að syrgjendum og tryggja aðgengi að upplýsingum og úrræðum tengdum sorgarúrvinnslu. Þakkir frá Sorgarmiðstöð Sorgarmiðstöð fékk á dögunum veglegan styrk í tengslum við samning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Sú fjárveiting mun gera Sorgarmiðstöðinni kleift að styrkja þjónustu sína við syrgjendur, bæði börn og fullorðna en sérstök áhersla er á sorg og sorgarviðbrögð barna og stuðning eftir skyndilegan missi. Meðal annars er horft til þess að auka aðgengi að ráðgjafasamtölum, stuðningshópastarfi og jafningjastuðningi Sorgarmiðstöðvarinnar. Þá mun miðstöðin halda áfram að styðja við innleiðingu áfallamiðaðrar nálgunar í skólum og nærsamfélagi barna sem og að efla kennara og umsjónaraðila barna í viðbrögðum við sorg og missi. Styrktarsamningur ráðuneytanna við Sorgarmiðstöð er liður í stefnu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum um fjölbreytt og snemmtæk inngrip og úrræði sem efla geðheilbrigði og draga úr áhrifum áfalla á lífsgæði samhliða því að samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Þetta samstarf þriggja ráðuneyta vitnar um aukinn skilning á áhrifum missis á lýðheilsu og gerir Sorgarmiðstöð kleift að styðja áfram við faglega nálgun í sorgarúrvinnslu einstaklinga. Þetta er jafnframt mikil viðurkenning á starfsemi Sorgarmiðstöðvar. Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar eru hér færðar hjartans þakkir til ráðherra og starfsfólks mennta- og barnamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Einnig eru þakkir til allra samstarfsaðila og velunnara; þeirra sem stutt hafa Sorgarmiðstöð frá stofnun hennar, einstaklinga, félaga, fyrirtækja og sjóða. Sérstakar þakkir til Hafnarfjarðarbæjar, fyrir velvilja í garð miðstöðvarinnar, en hún hefur aðsetur í Lífsgæðasetri St. Jó. Höfundur er landlæknir og verndari Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Sorg Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þakkir til Sorgarmiðstöðvar Sorgarmiðstöð var opnuð árið 2019. Unnið er markvisst að því að samræma úrræði fyrir syrgjendur, efla samfélagsumræðu um sorg, stuðla að skilvirkari upplýsingagjöf og ráðgjöf ásamt því að almennt gæta hagsmuna þeirra sem syrgja. Frá stofnun hennar hefur verið lögð áhersla á að halda úti öflugu stuðningshópastarfi fyrir syrgjendur. Einnig sinnir miðstöðin fræðslustarfi í skólum, heldur reglulega fræðsluerindi fyrir syrgjendur, sinnir stuðningi og fræðslu á vinnustöðum og býður uppá margvíslega samveru. Landlæknir fékk þann heiður að vera verndari Sorgarmiðstöðvar og með því er áréttað að stuðningur við syrgjendur falli undir lýðheilsustarf og sé mikilvægur þáttur lýðheilsu. Embætti landlæknis og Sorgarmiðstöð hafa starfað saman frá stofnun Sorgarmiðstöðvar, meðal annars við gerð upplýsingaefnis, að vitundarvakningu og að forvarnarverkefnum í tengslum við sjálfsvíg. Bent er á bæklingana Í kjölfar skyndilegs andláts (í endurskoðun þar sem dánarvottorð eru orðin rafræn) og Í kjölfar sjálfsvígs. Undirrituð flytur starfsfólki, sjálfboðaliðum og stjórn Sorgarmiðstöðvar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt starf og gott samstarf. Sorgarviðbrögð og snemmtæk íhlutun Mikilvægt er að hafa í huga að sorgin er eðlilegt viðbragð með margvíslegri birtingarmynd og stigum tilfinninga, allt frá afneitun, reiði og jafnvel sektarkennd, til úrvinnslu, sáttar og skilnings. Flest ná að aðlagast breyttum veruleika með tímanum, en önnur þurfa að upplifa og takast á við langvinna sorg með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum. Rannsóknir benda til að þau sem upplifa mikla sorg eru í aukinni áhættu á ýmsum geðröskunum, t.d. þunglyndi, kvíða, sjálfsvígshugsunum og áfallastreituröskun sem og líkamlegum sjúkdómum, einkum hjarta-og æðasjúkdómum. Því þarf að grípa snemma inn þegar syrgjandi hefur alvarleg einkenni og mikilvægt er að viðeigandi úrræði séu fyrir hendi Sífellt fleiri leita sér stuðnings og ráðgjafar hjá Sorgarmiðstöð enda umræðan um sorg og mikilvægi sorgarúrvinnslu opnari en áður var. Sorgarmiðstöð vinnur náið með fagaðilum á landinu, s.s. heilbrigðisstofnunum, kirkjum, sveitarfélögum, viðbragðsaðilum og skólum, til að hlúa sem best að syrgjendum og tryggja aðgengi að upplýsingum og úrræðum tengdum sorgarúrvinnslu. Þakkir frá Sorgarmiðstöð Sorgarmiðstöð fékk á dögunum veglegan styrk í tengslum við samning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Sú fjárveiting mun gera Sorgarmiðstöðinni kleift að styrkja þjónustu sína við syrgjendur, bæði börn og fullorðna en sérstök áhersla er á sorg og sorgarviðbrögð barna og stuðning eftir skyndilegan missi. Meðal annars er horft til þess að auka aðgengi að ráðgjafasamtölum, stuðningshópastarfi og jafningjastuðningi Sorgarmiðstöðvarinnar. Þá mun miðstöðin halda áfram að styðja við innleiðingu áfallamiðaðrar nálgunar í skólum og nærsamfélagi barna sem og að efla kennara og umsjónaraðila barna í viðbrögðum við sorg og missi. Styrktarsamningur ráðuneytanna við Sorgarmiðstöð er liður í stefnu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum um fjölbreytt og snemmtæk inngrip og úrræði sem efla geðheilbrigði og draga úr áhrifum áfalla á lífsgæði samhliða því að samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Þetta samstarf þriggja ráðuneyta vitnar um aukinn skilning á áhrifum missis á lýðheilsu og gerir Sorgarmiðstöð kleift að styðja áfram við faglega nálgun í sorgarúrvinnslu einstaklinga. Þetta er jafnframt mikil viðurkenning á starfsemi Sorgarmiðstöðvar. Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar eru hér færðar hjartans þakkir til ráðherra og starfsfólks mennta- og barnamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Einnig eru þakkir til allra samstarfsaðila og velunnara; þeirra sem stutt hafa Sorgarmiðstöð frá stofnun hennar, einstaklinga, félaga, fyrirtækja og sjóða. Sérstakar þakkir til Hafnarfjarðarbæjar, fyrir velvilja í garð miðstöðvarinnar, en hún hefur aðsetur í Lífsgæðasetri St. Jó. Höfundur er landlæknir og verndari Sorgarmiðstöðvar.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar