Körfubolti

Lé­legasta skyttan í sögunni

Siggeir Ævarsson skrifar
Þeir Michael Jordan og Clyde Drexler riðu ekki feitum hestum frá þriggjastiga keppninni
Þeir Michael Jordan og Clyde Drexler riðu ekki feitum hestum frá þriggjastiga keppninni Getty/John W. McDonough

Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni fer fram annað kvöld en helgin er að vanda undirlögð af allskonar keppnum og uppákomum. Þriggjastiga keppnin hefur margt fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af stærstu viðburðum helgarinnar, en margar af helstu stjörnum deildarinnar hafa spreytt sig á keppninni með takmörkuðum árangri.

Michael Jordan, sem að marga mati er besti leikmaður allra tíma sem spilað hefur í NBA, reyndi fyrir sér í þriggjastiga keppninni árið 1990 og er skemmst frá því að segja að enginn leikmaður fyrr eða síðar hefur skotið boltanum jafn illa og Jordan gerði þetta kvöld. Jordan setti niður fimm skot í 30 tilraunum, sem gefur 16,67 prósent nýtingu.

Hér eru þeir tíu leikmenn sem hafa staðið sig verst í þriggjastiga keppninni í gegnum árin:

1. Michael Jordan: 16,67 prósent nýting (5/30) árið 1990.

2.-3. Vladimir Radmanovic: 20 prósent nýting (6/30) árið 2005.

2.-3. Kevin Huerter: 20 prósent nýting (8/40) árið 2003.

4. Antoine Walker: 23,33 prósent nýting (7/30) árið 2003.

5.-7. Clyde Drexler: 26,67 prósent nýting (8/30) árið 1991.

5.-7. Sam Perkins: 26,67 prósent nýting (8/30) árið 1997.

5.-7. Steve Smith: 26,67 prósent nýting (8/30) árið 2002

8.-9. Paul George: 29,69 prósent nýting (19/64) árið 2013 og 2018

8.-9. Joe Johnson: 29,69 prósent nýting (19/64) 2005 og 2014.

10. sætinu deila svo þrír leikmenn með 30 prósent nýtingu, þeir Rimas Kurtinaitis, Bob Sura og Norm Nixon

Keppnin í ár fer fram í nótt kl. 01:00 í nótt. Keppnin í ár verður bæði hefðbundin og þá verður einnig boðið upp á einvígi á milli bestu skytta NBA og WNBA deildarinnar þar sem Steph Curry og Sabrina Ionescu mætast.

Sabrina Ionescu er ekkert að grínast þegar kemur að þriggjastiga skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×