Nemendur byggja og byggja á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2024 21:30 Hluti af kennurum og nemendum skólans, sem eru að læra húsasmíði en mikill áhugi er á náminu enda vantar alls staðar góða smiði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur, sem eru að læra húsasmíði í Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki slá ekki slöku við því þeir smíða fjölda gestahúsa eins og engin sé morgundagurinn. Mikil ánægja er með námið í skólanum og hafa vinsældir þess sjaldan verið eins miklar og nú. Það eru helgarnámshópar skólans, sem sjá um að smíða húsin samhliða annarri vinnu, en dagskólinn tekur þó líka eitt og eitt hús í sínu fulla námi. „Þetta eru mjög krefjandi verkefni en við höfum kennt þetta í samstarfi við atvinnulífið hérna. Við höfum verið í samstarfi við verktakana, sem verður til þess að við fáum nýjustu efnin, klæðningarefnin og þennan dúk, sem er á þessum húsum hérna til dæmis. Þetta er það sem er að gerast í dag og þá erum við að undirbúa nemendur okkar að þeir séu tilbúnir út í vinnuumhverfið þannig að þau séu með allt það nýjasta í höndum þegar þeir mæta á vinnumarkaðinn,” segir Óskar Már Atlason, deildarstjóri tréiðnaðardeildar skólans. Óskar Már segir nemendur hafa mjög gaman af byggingu húsanna, það sé krefjandi en jafnframt mjög skemmtilegt verkefni, sem allir eru ánægðir með. 45 nemendur eru í dagskólanum og 42 í helgarnáminu, sem segir allt um þann mikla áhuga sem er á húsasmíðanámi skólans. Húsin, sem nemendurnir smíða eru mjög vönduð og glæsileg í alla staði að innan og utan.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýrir Óskar Már þennan mikla áhuga á náminu? „Þörf á iðnaðarmönnum í dag, okkur vantar iðnaðarmenn og þetta er orðin mikil umræða í samfélaginu. Það er alltaf verið að byggja”. Og Óskar Már segir forréttindi að fá að kenna hópnum allt það helsta í kringum húsasmíðina með sínu fólki enda nemendur mjög áhugasamir og duglegir í náminu, hvort sem það er bóklegi eða verklegi hluti námsins. Óskar Már Atlason, deildarstjóri tréiðnaðardeildar skólans að leiðbeina nemanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans Skagafjörður Skóla - og menntamál Byggingariðnaður Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Það eru helgarnámshópar skólans, sem sjá um að smíða húsin samhliða annarri vinnu, en dagskólinn tekur þó líka eitt og eitt hús í sínu fulla námi. „Þetta eru mjög krefjandi verkefni en við höfum kennt þetta í samstarfi við atvinnulífið hérna. Við höfum verið í samstarfi við verktakana, sem verður til þess að við fáum nýjustu efnin, klæðningarefnin og þennan dúk, sem er á þessum húsum hérna til dæmis. Þetta er það sem er að gerast í dag og þá erum við að undirbúa nemendur okkar að þeir séu tilbúnir út í vinnuumhverfið þannig að þau séu með allt það nýjasta í höndum þegar þeir mæta á vinnumarkaðinn,” segir Óskar Már Atlason, deildarstjóri tréiðnaðardeildar skólans. Óskar Már segir nemendur hafa mjög gaman af byggingu húsanna, það sé krefjandi en jafnframt mjög skemmtilegt verkefni, sem allir eru ánægðir með. 45 nemendur eru í dagskólanum og 42 í helgarnáminu, sem segir allt um þann mikla áhuga sem er á húsasmíðanámi skólans. Húsin, sem nemendurnir smíða eru mjög vönduð og glæsileg í alla staði að innan og utan.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýrir Óskar Már þennan mikla áhuga á náminu? „Þörf á iðnaðarmönnum í dag, okkur vantar iðnaðarmenn og þetta er orðin mikil umræða í samfélaginu. Það er alltaf verið að byggja”. Og Óskar Már segir forréttindi að fá að kenna hópnum allt það helsta í kringum húsasmíðina með sínu fólki enda nemendur mjög áhugasamir og duglegir í náminu, hvort sem það er bóklegi eða verklegi hluti námsins. Óskar Már Atlason, deildarstjóri tréiðnaðardeildar skólans að leiðbeina nemanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans
Skagafjörður Skóla - og menntamál Byggingariðnaður Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira