Nemendur byggja og byggja á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2024 21:30 Hluti af kennurum og nemendum skólans, sem eru að læra húsasmíði en mikill áhugi er á náminu enda vantar alls staðar góða smiði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur, sem eru að læra húsasmíði í Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki slá ekki slöku við því þeir smíða fjölda gestahúsa eins og engin sé morgundagurinn. Mikil ánægja er með námið í skólanum og hafa vinsældir þess sjaldan verið eins miklar og nú. Það eru helgarnámshópar skólans, sem sjá um að smíða húsin samhliða annarri vinnu, en dagskólinn tekur þó líka eitt og eitt hús í sínu fulla námi. „Þetta eru mjög krefjandi verkefni en við höfum kennt þetta í samstarfi við atvinnulífið hérna. Við höfum verið í samstarfi við verktakana, sem verður til þess að við fáum nýjustu efnin, klæðningarefnin og þennan dúk, sem er á þessum húsum hérna til dæmis. Þetta er það sem er að gerast í dag og þá erum við að undirbúa nemendur okkar að þeir séu tilbúnir út í vinnuumhverfið þannig að þau séu með allt það nýjasta í höndum þegar þeir mæta á vinnumarkaðinn,” segir Óskar Már Atlason, deildarstjóri tréiðnaðardeildar skólans. Óskar Már segir nemendur hafa mjög gaman af byggingu húsanna, það sé krefjandi en jafnframt mjög skemmtilegt verkefni, sem allir eru ánægðir með. 45 nemendur eru í dagskólanum og 42 í helgarnáminu, sem segir allt um þann mikla áhuga sem er á húsasmíðanámi skólans. Húsin, sem nemendurnir smíða eru mjög vönduð og glæsileg í alla staði að innan og utan.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýrir Óskar Már þennan mikla áhuga á náminu? „Þörf á iðnaðarmönnum í dag, okkur vantar iðnaðarmenn og þetta er orðin mikil umræða í samfélaginu. Það er alltaf verið að byggja”. Og Óskar Már segir forréttindi að fá að kenna hópnum allt það helsta í kringum húsasmíðina með sínu fólki enda nemendur mjög áhugasamir og duglegir í náminu, hvort sem það er bóklegi eða verklegi hluti námsins. Óskar Már Atlason, deildarstjóri tréiðnaðardeildar skólans að leiðbeina nemanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans Skagafjörður Skóla - og menntamál Byggingariðnaður Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Það eru helgarnámshópar skólans, sem sjá um að smíða húsin samhliða annarri vinnu, en dagskólinn tekur þó líka eitt og eitt hús í sínu fulla námi. „Þetta eru mjög krefjandi verkefni en við höfum kennt þetta í samstarfi við atvinnulífið hérna. Við höfum verið í samstarfi við verktakana, sem verður til þess að við fáum nýjustu efnin, klæðningarefnin og þennan dúk, sem er á þessum húsum hérna til dæmis. Þetta er það sem er að gerast í dag og þá erum við að undirbúa nemendur okkar að þeir séu tilbúnir út í vinnuumhverfið þannig að þau séu með allt það nýjasta í höndum þegar þeir mæta á vinnumarkaðinn,” segir Óskar Már Atlason, deildarstjóri tréiðnaðardeildar skólans. Óskar Már segir nemendur hafa mjög gaman af byggingu húsanna, það sé krefjandi en jafnframt mjög skemmtilegt verkefni, sem allir eru ánægðir með. 45 nemendur eru í dagskólanum og 42 í helgarnáminu, sem segir allt um þann mikla áhuga sem er á húsasmíðanámi skólans. Húsin, sem nemendurnir smíða eru mjög vönduð og glæsileg í alla staði að innan og utan.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýrir Óskar Már þennan mikla áhuga á náminu? „Þörf á iðnaðarmönnum í dag, okkur vantar iðnaðarmenn og þetta er orðin mikil umræða í samfélaginu. Það er alltaf verið að byggja”. Og Óskar Már segir forréttindi að fá að kenna hópnum allt það helsta í kringum húsasmíðina með sínu fólki enda nemendur mjög áhugasamir og duglegir í náminu, hvort sem það er bóklegi eða verklegi hluti námsins. Óskar Már Atlason, deildarstjóri tréiðnaðardeildar skólans að leiðbeina nemanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans
Skagafjörður Skóla - og menntamál Byggingariðnaður Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira