Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2024 10:40 Frá handtöku í Rússlandi í gærkvöldi. AP Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. Þá voru að minnsta kosti hundrað manns handtekin í átta borgum í Rússlandi í gær, eftir að þau lögðu blóm við minnisvarða í minningu Navalnís, samkvæmt OVD-Info samtökunum, sem eru sjálfstæð mannréttindasamtök sem vakta mótmæli í Rússlandi. Lögregluþjónar hafa einnig meinað fólki aðgang að minnisvörðum í Rússlandi. Handtökur virðast hafa haldið áfram í Rússlandi í morgun. : SOTAvision pic.twitter.com/weoXena9vx— SOTA (@Sota_Vision) February 17, 2024 Á sama tíma hafa ríkismiðlar Rússlands lítið sem ekkert fjallað um dauða Navalnís en ef það hefur verið gert hefur ekki verið sýnd mynd af honum og hefur hann ekki verið nefndur á nafn heldur kallaður fangi, samkvæmt blaðamanni BBC sem fylgist með rússneskum fjölmiðlum. An impromptu Moscow memorial to Navalny swept by masked men pic.twitter.com/X0MqWbRMm3— OVD-Info English (@ovdinfo_en) February 17, 2024 Sagður hafa dáið eftir göngutúr Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Navalní hefði dáið eftir göngutúr í fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Hann var sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúrinn og eiga endurlífgunartilraunir ekki að hafa borið árangur. Sjá einnig: Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Dauði hans hefur verið staðfestur af móður hans og starfsmönnum, sem krefjast þess að fá lík hans afhent. Ekki er vitað hvar lík hans er en samkvæmt aðstandendum var það ekki í líkhúsinu sem embættismenn segja það hafa verið sent. Alexey's lawyer and his mother have arrived at the Salekhard morgue. It's closed, however, the colony has assured them it's working and Navalny's body is there. The lawyer called the phone number which was on the door. He was told he was the seventh caller today. Alexey's body is pic.twitter.com/CsPbONUBrn— (@Kira_Yarmysh) February 17, 2024 Navalní var 47 ára gamall og einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Hann hafði reynt að bjóða sig fram til forseta en var meinað það og hann stofnaði á árum áður samtök sem opinberuðu spillingu embættis- og stjórnmálamanna í Rússlandi. Árið 2020 var eitrað fyrir Navalní í Rússlandi með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var af rússneska hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi að útsendarar FSB, stofnuninni sem tók við af KGB, hefðu elt Navalní á þeim tíma þegar eitrað var fyrir honum. Fjölmiðlar hafa borið kennsl á starfsmenn FSB sem taldir eru hafa eitrað fyrir Navalní. Hann var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann náði sér á endanum. Navalní sneri þó aftur til Rússlands, þar sem hann var strax handtekinn fyrir að hafa rofið skilorð vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Hann rauf skilorðið með því að vera fluttur í dái til Þýskalands Sjá einnig: Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Eftir að hann var handtekinn var hann fangelsaður í tvö og hálft ár en í kjölfarið var hann ákærður fyrir ýmiss önnur brot og fangelsisvist hans ítrekað lengd. Hann var meðal annars dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að stofna og fjármagna öfgasamtök. Þar er um að ræða áðurnefnd and-spillingarsamtök sem yfirvöld í Rússlandi skilgreindu sem öfgasamtök mörgum árum eftir að þau voru stofnuð. Kona í Pétursborg heldur á smáu plakati sem á stendur: „Dó ekki, heldur myrtur“.AP Eftir að refsing hans var þyngd síðast sagðist Navalní átta sig á því að hann væri í lífstíðarfangelsi. Fangelsisvist hans myndi annað hvort enda með dauða hans eða dauða ríkisstjórnar Pútíns. Lögunum sem sú skilgreining byggir á hefur verið beitt gegn fjölda mannréttinda- og hjálparsamtaka í Rússlandi á undanförnum árum. Svipuðum lögum hefur verið beitt til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi í massavís. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, hélt ræðu í Munchen í gær, þar sem hún sagði meðal annars að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar. Hún sagði að ef fregnirnar frá Rússlandi væru réttar vildi hún að Pútín, vinir hans og meðlimir ríkisstjórnar hans væru meðvitaðir um að þeir yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar fyrir allt sem þeir hefðu gert Rússlandi, fjölskyldu hennar og eiginmanni hennar. „Ykkar dagur mun koma mjög fjlótt,“ sagði hún. Rússland Mál Alexei Navalní Vladimír Pútín Tengdar fréttir Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. 16. febrúar 2024 23:01 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Þá voru að minnsta kosti hundrað manns handtekin í átta borgum í Rússlandi í gær, eftir að þau lögðu blóm við minnisvarða í minningu Navalnís, samkvæmt OVD-Info samtökunum, sem eru sjálfstæð mannréttindasamtök sem vakta mótmæli í Rússlandi. Lögregluþjónar hafa einnig meinað fólki aðgang að minnisvörðum í Rússlandi. Handtökur virðast hafa haldið áfram í Rússlandi í morgun. : SOTAvision pic.twitter.com/weoXena9vx— SOTA (@Sota_Vision) February 17, 2024 Á sama tíma hafa ríkismiðlar Rússlands lítið sem ekkert fjallað um dauða Navalnís en ef það hefur verið gert hefur ekki verið sýnd mynd af honum og hefur hann ekki verið nefndur á nafn heldur kallaður fangi, samkvæmt blaðamanni BBC sem fylgist með rússneskum fjölmiðlum. An impromptu Moscow memorial to Navalny swept by masked men pic.twitter.com/X0MqWbRMm3— OVD-Info English (@ovdinfo_en) February 17, 2024 Sagður hafa dáið eftir göngutúr Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Navalní hefði dáið eftir göngutúr í fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Hann var sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúrinn og eiga endurlífgunartilraunir ekki að hafa borið árangur. Sjá einnig: Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Dauði hans hefur verið staðfestur af móður hans og starfsmönnum, sem krefjast þess að fá lík hans afhent. Ekki er vitað hvar lík hans er en samkvæmt aðstandendum var það ekki í líkhúsinu sem embættismenn segja það hafa verið sent. Alexey's lawyer and his mother have arrived at the Salekhard morgue. It's closed, however, the colony has assured them it's working and Navalny's body is there. The lawyer called the phone number which was on the door. He was told he was the seventh caller today. Alexey's body is pic.twitter.com/CsPbONUBrn— (@Kira_Yarmysh) February 17, 2024 Navalní var 47 ára gamall og einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Hann hafði reynt að bjóða sig fram til forseta en var meinað það og hann stofnaði á árum áður samtök sem opinberuðu spillingu embættis- og stjórnmálamanna í Rússlandi. Árið 2020 var eitrað fyrir Navalní í Rússlandi með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var af rússneska hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi að útsendarar FSB, stofnuninni sem tók við af KGB, hefðu elt Navalní á þeim tíma þegar eitrað var fyrir honum. Fjölmiðlar hafa borið kennsl á starfsmenn FSB sem taldir eru hafa eitrað fyrir Navalní. Hann var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann náði sér á endanum. Navalní sneri þó aftur til Rússlands, þar sem hann var strax handtekinn fyrir að hafa rofið skilorð vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Hann rauf skilorðið með því að vera fluttur í dái til Þýskalands Sjá einnig: Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Eftir að hann var handtekinn var hann fangelsaður í tvö og hálft ár en í kjölfarið var hann ákærður fyrir ýmiss önnur brot og fangelsisvist hans ítrekað lengd. Hann var meðal annars dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að stofna og fjármagna öfgasamtök. Þar er um að ræða áðurnefnd and-spillingarsamtök sem yfirvöld í Rússlandi skilgreindu sem öfgasamtök mörgum árum eftir að þau voru stofnuð. Kona í Pétursborg heldur á smáu plakati sem á stendur: „Dó ekki, heldur myrtur“.AP Eftir að refsing hans var þyngd síðast sagðist Navalní átta sig á því að hann væri í lífstíðarfangelsi. Fangelsisvist hans myndi annað hvort enda með dauða hans eða dauða ríkisstjórnar Pútíns. Lögunum sem sú skilgreining byggir á hefur verið beitt gegn fjölda mannréttinda- og hjálparsamtaka í Rússlandi á undanförnum árum. Svipuðum lögum hefur verið beitt til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi í massavís. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, hélt ræðu í Munchen í gær, þar sem hún sagði meðal annars að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar. Hún sagði að ef fregnirnar frá Rússlandi væru réttar vildi hún að Pútín, vinir hans og meðlimir ríkisstjórnar hans væru meðvitaðir um að þeir yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar fyrir allt sem þeir hefðu gert Rússlandi, fjölskyldu hennar og eiginmanni hennar. „Ykkar dagur mun koma mjög fjlótt,“ sagði hún.
Rússland Mál Alexei Navalní Vladimír Pútín Tengdar fréttir Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. 16. febrúar 2024 23:01 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. 16. febrúar 2024 23:01
Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07