Kvikmyndastjörnur og NFL-leikmenn sýndu körfuboltatakta Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 09:59 Micah Parsons var valinn maður leiksins í nótt en hér sækir hann á Mecole Hardman og ólympíumeistarann í hástökki Gianmarco Tamberi. Vísir/Getty Stjörnuhelgin í NBA-deildinni fer fram nú um helgina og í nótt var komið að árlegum leik þar sem þekktar stjörnur í Bandaríkjunum fengu að láta ljós sitt skína. Stjörnuhelgin í NBA vekur alltaf mikla athygli. Troðslukeppni og þriggja stiga keppni er á meðal þeirra viðburði sem margir bíða eftir en stjörnuleikurinn sjálfur fer fram annað kvöld. CJ Stroud and Jennifer Hudson are READY to go #RufflesCelebGame is now LIVE on ESPN pic.twitter.com/FJ04FC7Cw4— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í nótt var mikið um dýrðir en þá mættu Hollywood-stjörnur, tónlistarmenn og stjörnur úr öðrum íþróttum til leiks í hinum svokallaða „All Star Celebrity Game“. Á meðal þeirra sem mættu til leiks voru söngkonan Jennifer Hudson, fyrrum NBA-meistarinn Metta World Peace, leikararnir Dylan Wang og Quincy Isaiah auk tónlistarmannanna AJ McLean, Lil Wayne og 50 Cent. Þá voru NFL-leikmenn áberandi en þeir Puka Nacua, CJ Stroud og Mecole Hardman voru æmttir til leiks en aðeins nokkrir dagar eru síðan Hardman tryggði Kansas City Chiefs sigur í Super Bowl með því að grípa sendingu Patrick Mahomes í framlengingu úrslitaleiksins gegn San Francisco 49´ers. Stephen A. Smith HITS the Crunch Time button!For the next 2 minutes everything counts as DOUBLE #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/OjFGDwIBDE— NBA (@NBA) February 17, 2024 Góð tilþrif sáust en þjálfararnir voru Stephen A. Smith sem fjallar um NBA-hjá ESPN og Shannon Sharpe sem á sæti í frægðarhöll NFL. Leikið var á nokkurs konar gagnvirkum LED-velli sem bauð upp á mikla möguleika og var meðal annars hægt að færa þriggja stiga línuna og lýsa upp völlinn eftir þörfum. Puka Nacua átti líklega tilþrif leiksins þegar hann tróð með tilþrifum en það var Micah Parsons varnarmaður Dallas Cowboys sem var valinn maður leiksins en hann skoraði hvorki meira né minna en 37 stig og tók 16 fráköst fyrir „Team Shannon“ í 100-91 sigri. Puka Nacua THROWDOWN #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/py9qVq4U8S— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í kvöld fara fram ýmsar keppnir þar sem leikmenn NBA-deildarinnar sýna listir sínar meðal annars í troðslum og þriggja stiga skotum. Sjálfur stjörnuleikurinn er svo spilaður annað kvöld og verða herlegheitin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 1:00 í nótt. NFL-leikmenn voru áberandi í leik næturinnar en hér má meðal annars sjá þá Mecole Hardman og CJ Stroud.Vísir/Getty NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Stjörnuhelgin í NBA vekur alltaf mikla athygli. Troðslukeppni og þriggja stiga keppni er á meðal þeirra viðburði sem margir bíða eftir en stjörnuleikurinn sjálfur fer fram annað kvöld. CJ Stroud and Jennifer Hudson are READY to go #RufflesCelebGame is now LIVE on ESPN pic.twitter.com/FJ04FC7Cw4— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í nótt var mikið um dýrðir en þá mættu Hollywood-stjörnur, tónlistarmenn og stjörnur úr öðrum íþróttum til leiks í hinum svokallaða „All Star Celebrity Game“. Á meðal þeirra sem mættu til leiks voru söngkonan Jennifer Hudson, fyrrum NBA-meistarinn Metta World Peace, leikararnir Dylan Wang og Quincy Isaiah auk tónlistarmannanna AJ McLean, Lil Wayne og 50 Cent. Þá voru NFL-leikmenn áberandi en þeir Puka Nacua, CJ Stroud og Mecole Hardman voru æmttir til leiks en aðeins nokkrir dagar eru síðan Hardman tryggði Kansas City Chiefs sigur í Super Bowl með því að grípa sendingu Patrick Mahomes í framlengingu úrslitaleiksins gegn San Francisco 49´ers. Stephen A. Smith HITS the Crunch Time button!For the next 2 minutes everything counts as DOUBLE #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/OjFGDwIBDE— NBA (@NBA) February 17, 2024 Góð tilþrif sáust en þjálfararnir voru Stephen A. Smith sem fjallar um NBA-hjá ESPN og Shannon Sharpe sem á sæti í frægðarhöll NFL. Leikið var á nokkurs konar gagnvirkum LED-velli sem bauð upp á mikla möguleika og var meðal annars hægt að færa þriggja stiga línuna og lýsa upp völlinn eftir þörfum. Puka Nacua átti líklega tilþrif leiksins þegar hann tróð með tilþrifum en það var Micah Parsons varnarmaður Dallas Cowboys sem var valinn maður leiksins en hann skoraði hvorki meira né minna en 37 stig og tók 16 fráköst fyrir „Team Shannon“ í 100-91 sigri. Puka Nacua THROWDOWN #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/py9qVq4U8S— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í kvöld fara fram ýmsar keppnir þar sem leikmenn NBA-deildarinnar sýna listir sínar meðal annars í troðslum og þriggja stiga skotum. Sjálfur stjörnuleikurinn er svo spilaður annað kvöld og verða herlegheitin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 1:00 í nótt. NFL-leikmenn voru áberandi í leik næturinnar en hér má meðal annars sjá þá Mecole Hardman og CJ Stroud.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira