Stöð 2 Sport
Lengjubikarinn á heima á Stöð 2 Sport og við hefjum leik á viðureign Kaflavíkur og Fylkis í Lengjubikar kvenna klukkan 11:55. Klukkan 13:55 er svo komið að körlunum þar sem Vestri og FH eigast við.
Stöð 2 Sport 2
Við bjóðum upp á þrjár beinar útsendingar úr ítalska boltanum og eina frá NBA á Stöð 2 Sport 2 í dag og í kvöld. Albert Guðmundsson og félagar í Genoa heimsækja Napoli klukkan 13:50 og Hellas Verona tekur á móti Juventus klukkan 16:50 áður en Atalanta og Sassuolo eigast við klukkan 19:35.
Þá heldur veislan áfram í All-Star helginni í NBA klukkan 01:00 eftir miðnætti.
Stöð 2 Sport 3
Undanúrslitin í spænska bikarnum í körfubolta fara fram í dag og verður sýnt frá báðum leikjunum í beinni útsendingu frá klukkan 16:50.
Stöð 2 Sport 4
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille taka á móti Le Havre í franska fótboltanum klukkan 15:50.
Stöð 2 eSport
Lokaumferðin í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fer fram í dag og hefst bein útsending frá leikjum kvöldsins klukkan 17:45.
Vodafone Sport
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg heimsækja Nürnberg í þýsku deildinni í fótbolta klukkan 10:55 áður en Leicester tekur á móti Middlesbrough í ensku 1. deildinni klukkan 14:55,
Þá verður Ísak Bergmann Jóhannesson í eldlínunni í þýsku B-deildinni þegar Fortuna Düsseldorf sækir Karlsruher SC heim klukkan 19:20 og klukkan 00:05 eftir miðnætti hefst bein útsending frá viðureign Maple Leafs og Ducks í NHL-deildinni í íshokkí.