Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Valentínusardagurinn
Fjöldi Íslendinga héldu Valentínusardaginn hátiðlegan síðastliðnn miðvikuda. Sunneva Einars og Birta Líf klæddu sig upp í seiðandi rauð dress í tilefni dagsins.
Sandra Helgadóttir birti fallega mynd af sér og eiginmanni sínum Hilmari Arnarsyni í tilefni dagsins.
Brook Laich, kærasti Katrínar Tönju Davíðsdóttur, skrifaði einlæga færslu í tilefni dagsins.
Eins vikna moli
Birgitta Líf Björnsdóttir eignaðist frumburð sinn á dögunum ásamt sambýlismanni sínum Enoki Jónssyni. Þau birtu dásamlega myndaseríu af fyrstu vikunni sinni með drengnum sínum.
Skáluðu fyrir síðustu Æði-seríunni
Forsýning fimmtu seríu af raunveruleikaþáttunum ÆÐI fór fram í Bíó paradís síðastliðinn þriðjudag með pomp og prakt. Stjörnur landsins létu sig ekki vanta og meðal gesta var hin eina sanna Dorrit Moussaieff sem birti myndasyrpu af kvöldinu á Instagram síðu sinni og skrifaði meðal annars að heimurinn þarfnist Æði strákanna.
Patrekur Jaime var glæsilegur í svörtum síðkjól.
Binni Glee var auk þess gestur Dóru Júlíu í Einkalífinu í vikunni.
Gunnar Skírnir var gordjöss í gulu.
Ber að ofan
Herra Hnetusmjör skellti sér í myndatöku hjá Önnu Maggý.
Öskudagurinn
Stjörnur landsins létu sig ekki vanta í gleðina síðastliðinn miðvikudag og klæddu sig upp í tilefni dagsins.
Patrik Atlason eða prettyboitjokkó klæddi sig upp sem gæðastjóra.
Fanney Ingvarsdóttir fór í dulargervi MOB-wife
Skíðaferðir í vetrarfríinu
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson skellti sér með fjölskyldunni til Austurríkis á skíði í vetrarfríinu.
Elísabet Gunnars fór með fjölskyldunni á skíði á Akureyri.
Dvalarheimili hinsegin poppara 2059
Söngvakeppni sjónvarpsins fór fram með pompi og prakt á laugardaginn. Tónlistarfólkið Sigga Beinteins og Friðrik Ómar Hjörleifsson opnuðu keppnina með skemmtilegu atriði klædd upp sem eldriborgarar.
Blómatímabilið hafið
Embla Wigum fagnar því að blómatímabilið sé hafið í London.
Glæsileg á Food and Fun
Það var líf og fjör í stjörnum prýddu partýi Dineout og Food&Fun á Edition síðastliðið fimmtudagskvöld. Inga Tinna var glæsileg í bleiku dressi þegar hún startaði hátíðinni við mikinn fögnuð gesta.