75 börn Hjalti Jón Sverrisson skrifar 16. febrúar 2024 13:30 Í 24.kafla Lúkasarguðspjalls er sagt frá tveimur mönnum á göngu til þorpsins Emmaus, Kristur upprisinn slæst í för með þeim en það segir að augu mannanna tveggja hafi verið svo blinduð að þeir þekktu hann ekki. (Lúk.24:17)Að koma auga á Krist getur reynst erfitt. Það getur reynst okkur svo erfitt að koma auga á Krist hvert í öðru. Það getur reynst okkur erfitt að leitast við að sjá og virða hið heilaga, í hverri manneskju, hver sem hún er, hvaðan sem hún kemur.Þetta sjáum við þegar öðrun og afmennskun á sér stað, þegar fólki er skipt í flokka, það erum ,,við” og ,,þau”.Nú þegar tími föstunnar hefur gengið í garð er rétt að íhuga orð 51. Davíðssálms:Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi. Sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta. (Sl.51:19) Það er auðvelt að forherða hjörtu sín, verða samkenndarþreytu að bráð.Hvort sálmaskáldið sé ekki að hvetja okkur til að halda áfram að finna til, að varðveita virðinguna fyrir sameiginlegri mennsku okkar allra og treysta enn á Guð sem er með okkur í þjáningunni, hversu þversagnakennt sem það kann að virðast?Á krossinum, föstudaginn langa, segir Kristur við ræningjann, krossfestan við hlið sér: Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í paradís. (Lúk.23:43) Kvöldi fyrr hafði Jesús verið með vinum sínum, þvegið fætur þeirra.„Skiljið þér hvað ég hef gert við yður? Þér kallið mig meistara og Drottin og þér mælið rétt því það er ég. Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi að þér breytið eins og ég breytti við yður.” (Jóh.13:12-15)Það er verið að kalla okkur til lífs í þjónustu.Ekkert er jafn heilagt og að vernda börn. Það er hin sannasta þjónusta. Í frétt á RÚV frá 10.febrúar segir: ,,Tæplega 130 Palestínumenn hafa fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá 7. október, þar af 75 börn.” 75 börn. Þar sem við erum elskandi samfélag erum við stöðugt að spyrja okkur þessarar spurningar: ,,Hvernig gengur okkur að vernda börnin okkar hér á landi, hvaðan sem þau koma?” Við heyrum af áhyggjur af innviðum, eins og skólakerfinu. En 75 börn munu ekki knésetja innviði okkar, við eigum að keppast eftir því að lofa þeim lífi.Því ef innviðirnir eiga erfitt með að taka á móti 75 börnum sem flýja þjóðarmorð, þá er ábyrgðin ekki barnanna, ábyrgðin er fullorðna fólksins. Ábyrgðin er stjórnvalda að bregðast við ákalli sem heyrst hefur t.a.m. frá skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu hér á landi, reyndar að því mér virðist í mörg ár. Ákall um réttlæti á sér margar myndir.Þrjár íslenskar konur hrópuðu um réttlæti frá Egyptalandi fyrr í febrúarmánuði.Okkur ber sem þjóð að gera allt hvað við getum til að hjálpa fólkinu á Gaza sem flýja þarf þjóðarmorð. Trúin án verka er dauð, það eru skilaboðin sem við lesum í 2.kafla Jakobsbréfs. Já, og hver er trú okkar?Ég geri trúarjátningu vonarinnar eftir Gerardo Oberman, í þýðingu sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar, að trúarjátningu minni: Trúarjátning vonarinnar Ég trúi á Guð, á Guð allra trúarjátninga, með öllum sínum sannindum. En umfram allt trúi ég á þann Guð sem rís upp úr andvana orðum til þess að verða hluti af lífinu. Ég trúi á Guð sem er mér nærri, og fylgir mér hvert skref á jörðu. Sem oft og einatt gekk á eftir mér og fylgdist með mistökum mínum og þjáðist með mér þess vegna. Sem stundum gekk við hlið mér, talaði við mig og kenndi mér, og stundum gekk á undan mér, leiðbeindi mér og gaf mér taktinn í göngulaginu. Ég trúi á Guð sem er af holdi og blóði, Jesús Krist, Guð sem varð manneskja eins og ég og gekk í skónum mínum Guð sem fór sömu leið og ég og þekkir ljós og skugga. Guð sem neytti matar og leið hungur, átti heimili og var einmana, var fagnað og bölvað, var kysstur og hræktur, var elskaður og hataður. Guð sem tók þátt í gleðskap og sorgarstundum. Guð sem hló og grét. Ég trúi á Guð sem horfir með athygli á heiminn, sér hatrið sem breiðist út, og aðskilur, hrekur til hliðar, særir og deyðir: sér kúlurnar sem smjúga gegn um húð og hold, sér saklaust blóð sem úthellt er yfir jörðina, sér höndina sem grípur ofan í ókunna vasa, og rænir því sem aðrir þurfa til matar, sér dómarann sem dæmir þeim í hag sem borga best og setur hræsnina á æðra sess en sannleika og réttlæti. Guð sem sér menguðu fljótin og dauðu fiskana, sér eiturefnin sem eyðileggja jörðina og setja göt á himininn. Guð sem sér hvernig framtíðin er fjötruð í veðböndum og skuld mannanna vex. Ég trúi á Guð sem sér þetta allt, og heldur áfram að gráta. En ég trúi líka á Guð sem sér móðurina sem fæðir, sér hvernig lífið fæðist með þraut, sér tvö börn að leik, sér útsæði samstöðunnar vaxa, sér runna blómstra í rústunum, sér nýtt upphaf. Sér þrjár ruglaðar konur sem hrópa um réttlæti og eiga sér óskadraum sem aldrei deyr. Sér sólina koma upp hvern morgunn því að núna er tími tækifæranna. Ég trúi á Guð sem sér þetta allt og brosir breitt því að þrátt fyrir allt er von. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í 24.kafla Lúkasarguðspjalls er sagt frá tveimur mönnum á göngu til þorpsins Emmaus, Kristur upprisinn slæst í för með þeim en það segir að augu mannanna tveggja hafi verið svo blinduð að þeir þekktu hann ekki. (Lúk.24:17)Að koma auga á Krist getur reynst erfitt. Það getur reynst okkur svo erfitt að koma auga á Krist hvert í öðru. Það getur reynst okkur erfitt að leitast við að sjá og virða hið heilaga, í hverri manneskju, hver sem hún er, hvaðan sem hún kemur.Þetta sjáum við þegar öðrun og afmennskun á sér stað, þegar fólki er skipt í flokka, það erum ,,við” og ,,þau”.Nú þegar tími föstunnar hefur gengið í garð er rétt að íhuga orð 51. Davíðssálms:Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi. Sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta. (Sl.51:19) Það er auðvelt að forherða hjörtu sín, verða samkenndarþreytu að bráð.Hvort sálmaskáldið sé ekki að hvetja okkur til að halda áfram að finna til, að varðveita virðinguna fyrir sameiginlegri mennsku okkar allra og treysta enn á Guð sem er með okkur í þjáningunni, hversu þversagnakennt sem það kann að virðast?Á krossinum, föstudaginn langa, segir Kristur við ræningjann, krossfestan við hlið sér: Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í paradís. (Lúk.23:43) Kvöldi fyrr hafði Jesús verið með vinum sínum, þvegið fætur þeirra.„Skiljið þér hvað ég hef gert við yður? Þér kallið mig meistara og Drottin og þér mælið rétt því það er ég. Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi að þér breytið eins og ég breytti við yður.” (Jóh.13:12-15)Það er verið að kalla okkur til lífs í þjónustu.Ekkert er jafn heilagt og að vernda börn. Það er hin sannasta þjónusta. Í frétt á RÚV frá 10.febrúar segir: ,,Tæplega 130 Palestínumenn hafa fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá 7. október, þar af 75 börn.” 75 börn. Þar sem við erum elskandi samfélag erum við stöðugt að spyrja okkur þessarar spurningar: ,,Hvernig gengur okkur að vernda börnin okkar hér á landi, hvaðan sem þau koma?” Við heyrum af áhyggjur af innviðum, eins og skólakerfinu. En 75 börn munu ekki knésetja innviði okkar, við eigum að keppast eftir því að lofa þeim lífi.Því ef innviðirnir eiga erfitt með að taka á móti 75 börnum sem flýja þjóðarmorð, þá er ábyrgðin ekki barnanna, ábyrgðin er fullorðna fólksins. Ábyrgðin er stjórnvalda að bregðast við ákalli sem heyrst hefur t.a.m. frá skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu hér á landi, reyndar að því mér virðist í mörg ár. Ákall um réttlæti á sér margar myndir.Þrjár íslenskar konur hrópuðu um réttlæti frá Egyptalandi fyrr í febrúarmánuði.Okkur ber sem þjóð að gera allt hvað við getum til að hjálpa fólkinu á Gaza sem flýja þarf þjóðarmorð. Trúin án verka er dauð, það eru skilaboðin sem við lesum í 2.kafla Jakobsbréfs. Já, og hver er trú okkar?Ég geri trúarjátningu vonarinnar eftir Gerardo Oberman, í þýðingu sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar, að trúarjátningu minni: Trúarjátning vonarinnar Ég trúi á Guð, á Guð allra trúarjátninga, með öllum sínum sannindum. En umfram allt trúi ég á þann Guð sem rís upp úr andvana orðum til þess að verða hluti af lífinu. Ég trúi á Guð sem er mér nærri, og fylgir mér hvert skref á jörðu. Sem oft og einatt gekk á eftir mér og fylgdist með mistökum mínum og þjáðist með mér þess vegna. Sem stundum gekk við hlið mér, talaði við mig og kenndi mér, og stundum gekk á undan mér, leiðbeindi mér og gaf mér taktinn í göngulaginu. Ég trúi á Guð sem er af holdi og blóði, Jesús Krist, Guð sem varð manneskja eins og ég og gekk í skónum mínum Guð sem fór sömu leið og ég og þekkir ljós og skugga. Guð sem neytti matar og leið hungur, átti heimili og var einmana, var fagnað og bölvað, var kysstur og hræktur, var elskaður og hataður. Guð sem tók þátt í gleðskap og sorgarstundum. Guð sem hló og grét. Ég trúi á Guð sem horfir með athygli á heiminn, sér hatrið sem breiðist út, og aðskilur, hrekur til hliðar, særir og deyðir: sér kúlurnar sem smjúga gegn um húð og hold, sér saklaust blóð sem úthellt er yfir jörðina, sér höndina sem grípur ofan í ókunna vasa, og rænir því sem aðrir þurfa til matar, sér dómarann sem dæmir þeim í hag sem borga best og setur hræsnina á æðra sess en sannleika og réttlæti. Guð sem sér menguðu fljótin og dauðu fiskana, sér eiturefnin sem eyðileggja jörðina og setja göt á himininn. Guð sem sér hvernig framtíðin er fjötruð í veðböndum og skuld mannanna vex. Ég trúi á Guð sem sér þetta allt, og heldur áfram að gráta. En ég trúi líka á Guð sem sér móðurina sem fæðir, sér hvernig lífið fæðist með þraut, sér tvö börn að leik, sér útsæði samstöðunnar vaxa, sér runna blómstra í rústunum, sér nýtt upphaf. Sér þrjár ruglaðar konur sem hrópa um réttlæti og eiga sér óskadraum sem aldrei deyr. Sér sólina koma upp hvern morgunn því að núna er tími tækifæranna. Ég trúi á Guð sem sér þetta allt og brosir breitt því að þrátt fyrir allt er von. Höfundur er prestur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar