Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 11:39 Mikill hiti er enn í húsinu og ekki hægt að senda fólk inn. Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í því á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikill eldur var í húsinu og mikinn reyk lagði frá því. Lögreglumenn úr tæknideild og rannsóknardeild voru við Fellsmúla í morgun þegar fréttastofu bar þar að garði. „Lögreglan er búin að tryggja húsnæðið, byrgja fyrir húsnæðið og loka því. Eiginleg rannsókn er ekki farin af stað því ástandið á vettvangi er þannig að það er mjög mikill hiti í húsnæðinu og ekki mögulegt að vera þar innandyra og hefja rannsókn,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ljóst að það verður ekki gert í dag, það þarf aðeins að bíða á meðan hitinn er að minnka í húsnæðinu.“ Ómögulegt sé að segja út frá hverju eða hvernig kviknaði í. „Á þessari stundu liggja eldsupptök ekki fyrir en í húsnæðinu voru dekk, hjólbarðar, geymdir og smurverkstæði. Þannig að það hefur brunnið. En við vitum ekkert um eldsupptök á þessari stundu,“ segir Ásmundur. „Það er gríðarlegt tjón þarna á efri hæðinni þar sem verkstæðin voru og við vitum af því að það er vatnstjón á jarðhæð hússins. Vatn hefur farið þar inn þegar slökkvistarf var í gangi.“ Hann segist ekki vita hvenær fyrirtækin á jarðhæð geta hafið starfsemi að nýju. „En ég hef upplýsingar um það að við séum búin að aflétta allri lokun á rýmunum sem eru þarna norðan við rýmin sem brunnu, þar sem hjólbarðaverkstæði N1 er. Eigendurnir hafa tekið við þar.“ Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16. febrúar 2024 10:56 Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í því á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikill eldur var í húsinu og mikinn reyk lagði frá því. Lögreglumenn úr tæknideild og rannsóknardeild voru við Fellsmúla í morgun þegar fréttastofu bar þar að garði. „Lögreglan er búin að tryggja húsnæðið, byrgja fyrir húsnæðið og loka því. Eiginleg rannsókn er ekki farin af stað því ástandið á vettvangi er þannig að það er mjög mikill hiti í húsnæðinu og ekki mögulegt að vera þar innandyra og hefja rannsókn,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ljóst að það verður ekki gert í dag, það þarf aðeins að bíða á meðan hitinn er að minnka í húsnæðinu.“ Ómögulegt sé að segja út frá hverju eða hvernig kviknaði í. „Á þessari stundu liggja eldsupptök ekki fyrir en í húsnæðinu voru dekk, hjólbarðar, geymdir og smurverkstæði. Þannig að það hefur brunnið. En við vitum ekkert um eldsupptök á þessari stundu,“ segir Ásmundur. „Það er gríðarlegt tjón þarna á efri hæðinni þar sem verkstæðin voru og við vitum af því að það er vatnstjón á jarðhæð hússins. Vatn hefur farið þar inn þegar slökkvistarf var í gangi.“ Hann segist ekki vita hvenær fyrirtækin á jarðhæð geta hafið starfsemi að nýju. „En ég hef upplýsingar um það að við séum búin að aflétta allri lokun á rýmunum sem eru þarna norðan við rýmin sem brunnu, þar sem hjólbarðaverkstæði N1 er. Eigendurnir hafa tekið við þar.“
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16. febrúar 2024 10:56 Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16. febrúar 2024 10:56
Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49
„Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24