Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 11:39 Mikill hiti er enn í húsinu og ekki hægt að senda fólk inn. Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í því á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikill eldur var í húsinu og mikinn reyk lagði frá því. Lögreglumenn úr tæknideild og rannsóknardeild voru við Fellsmúla í morgun þegar fréttastofu bar þar að garði. „Lögreglan er búin að tryggja húsnæðið, byrgja fyrir húsnæðið og loka því. Eiginleg rannsókn er ekki farin af stað því ástandið á vettvangi er þannig að það er mjög mikill hiti í húsnæðinu og ekki mögulegt að vera þar innandyra og hefja rannsókn,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ljóst að það verður ekki gert í dag, það þarf aðeins að bíða á meðan hitinn er að minnka í húsnæðinu.“ Ómögulegt sé að segja út frá hverju eða hvernig kviknaði í. „Á þessari stundu liggja eldsupptök ekki fyrir en í húsnæðinu voru dekk, hjólbarðar, geymdir og smurverkstæði. Þannig að það hefur brunnið. En við vitum ekkert um eldsupptök á þessari stundu,“ segir Ásmundur. „Það er gríðarlegt tjón þarna á efri hæðinni þar sem verkstæðin voru og við vitum af því að það er vatnstjón á jarðhæð hússins. Vatn hefur farið þar inn þegar slökkvistarf var í gangi.“ Hann segist ekki vita hvenær fyrirtækin á jarðhæð geta hafið starfsemi að nýju. „En ég hef upplýsingar um það að við séum búin að aflétta allri lokun á rýmunum sem eru þarna norðan við rýmin sem brunnu, þar sem hjólbarðaverkstæði N1 er. Eigendurnir hafa tekið við þar.“ Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16. febrúar 2024 10:56 Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í því á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikill eldur var í húsinu og mikinn reyk lagði frá því. Lögreglumenn úr tæknideild og rannsóknardeild voru við Fellsmúla í morgun þegar fréttastofu bar þar að garði. „Lögreglan er búin að tryggja húsnæðið, byrgja fyrir húsnæðið og loka því. Eiginleg rannsókn er ekki farin af stað því ástandið á vettvangi er þannig að það er mjög mikill hiti í húsnæðinu og ekki mögulegt að vera þar innandyra og hefja rannsókn,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ljóst að það verður ekki gert í dag, það þarf aðeins að bíða á meðan hitinn er að minnka í húsnæðinu.“ Ómögulegt sé að segja út frá hverju eða hvernig kviknaði í. „Á þessari stundu liggja eldsupptök ekki fyrir en í húsnæðinu voru dekk, hjólbarðar, geymdir og smurverkstæði. Þannig að það hefur brunnið. En við vitum ekkert um eldsupptök á þessari stundu,“ segir Ásmundur. „Það er gríðarlegt tjón þarna á efri hæðinni þar sem verkstæðin voru og við vitum af því að það er vatnstjón á jarðhæð hússins. Vatn hefur farið þar inn þegar slökkvistarf var í gangi.“ Hann segist ekki vita hvenær fyrirtækin á jarðhæð geta hafið starfsemi að nýju. „En ég hef upplýsingar um það að við séum búin að aflétta allri lokun á rýmunum sem eru þarna norðan við rýmin sem brunnu, þar sem hjólbarðaverkstæði N1 er. Eigendurnir hafa tekið við þar.“
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16. febrúar 2024 10:56 Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16. febrúar 2024 10:56
Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49
„Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24