Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 11:39 Mikill hiti er enn í húsinu og ekki hægt að senda fólk inn. Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í því á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikill eldur var í húsinu og mikinn reyk lagði frá því. Lögreglumenn úr tæknideild og rannsóknardeild voru við Fellsmúla í morgun þegar fréttastofu bar þar að garði. „Lögreglan er búin að tryggja húsnæðið, byrgja fyrir húsnæðið og loka því. Eiginleg rannsókn er ekki farin af stað því ástandið á vettvangi er þannig að það er mjög mikill hiti í húsnæðinu og ekki mögulegt að vera þar innandyra og hefja rannsókn,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ljóst að það verður ekki gert í dag, það þarf aðeins að bíða á meðan hitinn er að minnka í húsnæðinu.“ Ómögulegt sé að segja út frá hverju eða hvernig kviknaði í. „Á þessari stundu liggja eldsupptök ekki fyrir en í húsnæðinu voru dekk, hjólbarðar, geymdir og smurverkstæði. Þannig að það hefur brunnið. En við vitum ekkert um eldsupptök á þessari stundu,“ segir Ásmundur. „Það er gríðarlegt tjón þarna á efri hæðinni þar sem verkstæðin voru og við vitum af því að það er vatnstjón á jarðhæð hússins. Vatn hefur farið þar inn þegar slökkvistarf var í gangi.“ Hann segist ekki vita hvenær fyrirtækin á jarðhæð geta hafið starfsemi að nýju. „En ég hef upplýsingar um það að við séum búin að aflétta allri lokun á rýmunum sem eru þarna norðan við rýmin sem brunnu, þar sem hjólbarðaverkstæði N1 er. Eigendurnir hafa tekið við þar.“ Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16. febrúar 2024 10:56 Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í því á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikill eldur var í húsinu og mikinn reyk lagði frá því. Lögreglumenn úr tæknideild og rannsóknardeild voru við Fellsmúla í morgun þegar fréttastofu bar þar að garði. „Lögreglan er búin að tryggja húsnæðið, byrgja fyrir húsnæðið og loka því. Eiginleg rannsókn er ekki farin af stað því ástandið á vettvangi er þannig að það er mjög mikill hiti í húsnæðinu og ekki mögulegt að vera þar innandyra og hefja rannsókn,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ljóst að það verður ekki gert í dag, það þarf aðeins að bíða á meðan hitinn er að minnka í húsnæðinu.“ Ómögulegt sé að segja út frá hverju eða hvernig kviknaði í. „Á þessari stundu liggja eldsupptök ekki fyrir en í húsnæðinu voru dekk, hjólbarðar, geymdir og smurverkstæði. Þannig að það hefur brunnið. En við vitum ekkert um eldsupptök á þessari stundu,“ segir Ásmundur. „Það er gríðarlegt tjón þarna á efri hæðinni þar sem verkstæðin voru og við vitum af því að það er vatnstjón á jarðhæð hússins. Vatn hefur farið þar inn þegar slökkvistarf var í gangi.“ Hann segist ekki vita hvenær fyrirtækin á jarðhæð geta hafið starfsemi að nýju. „En ég hef upplýsingar um það að við séum búin að aflétta allri lokun á rýmunum sem eru þarna norðan við rýmin sem brunnu, þar sem hjólbarðaverkstæði N1 er. Eigendurnir hafa tekið við þar.“
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16. febrúar 2024 10:56 Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16. febrúar 2024 10:56
Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49
„Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24