Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2024 21:31 Skipverjar á Hákoni EA voru að koma af kolmunnaveiðum við Færeyjar. Þeir bíða þess núna hvort næstu túrar verði á loðnumið. Myndin var tekin á Vogabakka í Reykjavík í janúar í fyrra. Sigurjón Ólason Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þessar nýjustu vendingar í loðnuleitinni. Það sem kveikt hefur vonarneistann er það sem skipstjórar þriggja uppsjávarveiðiskipa sáu á svæðinu undan Suðausturlandi þegar þau voru á leið til Austfjarðahafna af kolmunnaveiðum sunnan Færeyja. Venus NS og Svanur RE.Sigurjón Ólason Skipstjórinn á Svani RE sá fyrstur lóðningarnar í gær á syðri hluta Rauðatorgsins. Þegar fréttastofa talaði við hann í dag var hann nokkuð viss um að þetta væri loðna. Í gærkvöldi fóru svo Hákon EA og Hoffell SU yfir svæðið og sáu bæði skipin torfur á Rósagarðinum en tólf mílur voru á milli skipanna. Það vildi svo til að Bjarni Sæmundsson var við umhverfisrannsóknir undan Austfjörðum og ákváð Hafrannsóknastofnun strax í gærkvöldi að senda hann á þessar slóðir til að kanna þetta betur. Einnig var grænlenska skipinu Polar Ammassak, sem var við loðnuleit út af Vestfjörðum, snúið til Austfjarða, en hér má fylgjast með siglingarferlum skipanna. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var sent á svæðið þar sem talið er að loðnutorfurnar séu.Sigurborg Jóh. Bæði skipin verða væntanlega komin á Rósagarðinn síðar kvöld og geta þá staðfest hvort þarna sé loðna á ferðinni. Þau munu síðan taka 1-2 daga í að mæla hvað þetta er mikið og Hafrannsóknastofnun síðan gefa út, sennilega öðru hvoru megin við helgina, hvort þetta sé nóg til að standa undir veiðum. Margir bíða spenntir eftir niðurstöðinni, ekki síst í loðnubæjunum, en loðnuvinnslur eru núna á níu stöðum á landinu. Í öllum þessum byggðum eru menn sagðir í startholunum, tilbúnir að hefja loðnuvertíð. Ef grænt ljós verður gefið á veiðar þá gætu orðið uppgrip í þessum bæjum næstu fjórar til fimm vikur og peningarnir flætt inn í byggðarlögin. Loðnuvinnslur eru núna í þessum niu byggðum á landinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En þetta gæti líka farið á hinn veginn; enginn kvóti, ekkert loðnuævintýri, og þá verður vistin dauflegri. Ef staðfesting fæst á því að stór loðnuganga sé þarna á ferðinni undan Suðausturlandi má segja að hún sé á hefðbundinni gönguslóð, þó ef til vill heldur fjær landinu en oft áður. Fylgi loðnan sínu venjulega göngumynstri má gera ráð fyrir að hún muni fljótlega ganga upp að suðausturströndinni, þéttast þar, og synda síðan vestur með suðurströndinni, út fyrir Reykjanes, inn á Faxaflóa og jafnvel norður fyrir Snæfellsnes áður en hún hrygnir og drepst. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Múlaþing Vopnafjörður Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Brim Síldarvinnslan Ísfélagið Tengdar fréttir Rákust á stóra torfu og fara í loðnumælingar Fiskiskip á kolmunnaveiðum rakst á talsvert stóra uppsjávarfiskstorfu við aukaleit undan suðausturströnd landsins í gær. Hafrannsóknarstofnun mun hefja formlegar loðnumælingar í dag. Sviðsstjóri hjá Hafró segir um jákvæðar fréttir að ræða fyrir mögulega loðnuvertíð. 14. febrúar 2024 10:31 Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44 Halda í vonina um loðnuvertíð í vetur Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn dvínuðu í dag þegar Hafrannsóknastofnun tilkynnti að sáralítið hefði fundist af loðnu í þeirri loðnuleit sem núna stendur yfir. Útgerðarmenn halda þó enn í vonina um að loðnan finnist og að hægt verði að hefja veiðar. 12. febrúar 2024 23:23 Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45 Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þessar nýjustu vendingar í loðnuleitinni. Það sem kveikt hefur vonarneistann er það sem skipstjórar þriggja uppsjávarveiðiskipa sáu á svæðinu undan Suðausturlandi þegar þau voru á leið til Austfjarðahafna af kolmunnaveiðum sunnan Færeyja. Venus NS og Svanur RE.Sigurjón Ólason Skipstjórinn á Svani RE sá fyrstur lóðningarnar í gær á syðri hluta Rauðatorgsins. Þegar fréttastofa talaði við hann í dag var hann nokkuð viss um að þetta væri loðna. Í gærkvöldi fóru svo Hákon EA og Hoffell SU yfir svæðið og sáu bæði skipin torfur á Rósagarðinum en tólf mílur voru á milli skipanna. Það vildi svo til að Bjarni Sæmundsson var við umhverfisrannsóknir undan Austfjörðum og ákváð Hafrannsóknastofnun strax í gærkvöldi að senda hann á þessar slóðir til að kanna þetta betur. Einnig var grænlenska skipinu Polar Ammassak, sem var við loðnuleit út af Vestfjörðum, snúið til Austfjarða, en hér má fylgjast með siglingarferlum skipanna. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var sent á svæðið þar sem talið er að loðnutorfurnar séu.Sigurborg Jóh. Bæði skipin verða væntanlega komin á Rósagarðinn síðar kvöld og geta þá staðfest hvort þarna sé loðna á ferðinni. Þau munu síðan taka 1-2 daga í að mæla hvað þetta er mikið og Hafrannsóknastofnun síðan gefa út, sennilega öðru hvoru megin við helgina, hvort þetta sé nóg til að standa undir veiðum. Margir bíða spenntir eftir niðurstöðinni, ekki síst í loðnubæjunum, en loðnuvinnslur eru núna á níu stöðum á landinu. Í öllum þessum byggðum eru menn sagðir í startholunum, tilbúnir að hefja loðnuvertíð. Ef grænt ljós verður gefið á veiðar þá gætu orðið uppgrip í þessum bæjum næstu fjórar til fimm vikur og peningarnir flætt inn í byggðarlögin. Loðnuvinnslur eru núna í þessum niu byggðum á landinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En þetta gæti líka farið á hinn veginn; enginn kvóti, ekkert loðnuævintýri, og þá verður vistin dauflegri. Ef staðfesting fæst á því að stór loðnuganga sé þarna á ferðinni undan Suðausturlandi má segja að hún sé á hefðbundinni gönguslóð, þó ef til vill heldur fjær landinu en oft áður. Fylgi loðnan sínu venjulega göngumynstri má gera ráð fyrir að hún muni fljótlega ganga upp að suðausturströndinni, þéttast þar, og synda síðan vestur með suðurströndinni, út fyrir Reykjanes, inn á Faxaflóa og jafnvel norður fyrir Snæfellsnes áður en hún hrygnir og drepst. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Múlaþing Vopnafjörður Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Brim Síldarvinnslan Ísfélagið Tengdar fréttir Rákust á stóra torfu og fara í loðnumælingar Fiskiskip á kolmunnaveiðum rakst á talsvert stóra uppsjávarfiskstorfu við aukaleit undan suðausturströnd landsins í gær. Hafrannsóknarstofnun mun hefja formlegar loðnumælingar í dag. Sviðsstjóri hjá Hafró segir um jákvæðar fréttir að ræða fyrir mögulega loðnuvertíð. 14. febrúar 2024 10:31 Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44 Halda í vonina um loðnuvertíð í vetur Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn dvínuðu í dag þegar Hafrannsóknastofnun tilkynnti að sáralítið hefði fundist af loðnu í þeirri loðnuleit sem núna stendur yfir. Útgerðarmenn halda þó enn í vonina um að loðnan finnist og að hægt verði að hefja veiðar. 12. febrúar 2024 23:23 Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45 Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Rákust á stóra torfu og fara í loðnumælingar Fiskiskip á kolmunnaveiðum rakst á talsvert stóra uppsjávarfiskstorfu við aukaleit undan suðausturströnd landsins í gær. Hafrannsóknarstofnun mun hefja formlegar loðnumælingar í dag. Sviðsstjóri hjá Hafró segir um jákvæðar fréttir að ræða fyrir mögulega loðnuvertíð. 14. febrúar 2024 10:31
Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44
Halda í vonina um loðnuvertíð í vetur Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn dvínuðu í dag þegar Hafrannsóknastofnun tilkynnti að sáralítið hefði fundist af loðnu í þeirri loðnuleit sem núna stendur yfir. Útgerðarmenn halda þó enn í vonina um að loðnan finnist og að hægt verði að hefja veiðar. 12. febrúar 2024 23:23
Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45
Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30