Íslendingar vilja „fagna þessu öllu saman“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 19:24 Þjóðfræðingurinn Eva Þórdís segist ekki óttast að Íslendingar séu að glata menningararfi sínum þrátt fyrir að alþjóðlegir hátíðisdagar hafi undanfarin ár rutt sér til rúms. Vísir/Arnar Þjóðfræðingur hefur ekki áhyggjur af stöðu íslenskra siða í samfélaginu þrátt fyrir að alþjóðlegir dagar hafi undanfarin ár náð hér mikilli fótfestu. Íslendingar séu upp til hópa nýjungagjarnir en líka íhaldssamir. Blómasali í Hafnarfirði segir að Valentínusardagurinn sé eins og keppnisdagur hjá blómasölum landsins. Hin ástsæla útvarpskona Valdís Gunnarsdóttir, heitin, kynnti landsmenn fyrir Valentínusardeginum á sínum tíma en hún starfaði meðal annars á Bylgjunni þar sem hún útvarpaði rómantíkinni. Þessi alþjóðlegi dagur elskenda hefur fest sig í sessi á Íslandi síðastliðin ár. Það veit blómasali í Burkna manna best enda var búðin stofnuð árið 1962. Aðstandendur búðarinnar þekkja því vel inn á strauma og stefnur hinna ýmsu hátíðisdaga í þjóðfélaginu. Kalla þurfti út aukamannskap til að anna blómaviðskiptum dagsins og þá var dagurinn tekinn snemma þetta árið. „Þetta er algjört fjör!“ segir Brynhildur Helgadóttir blómasali. „Þetta er eins og keppnisdagur hjá íþróttafólkinu. Það eru þessir dagar. Það er langur undirbúningur og svo er bara að njóta,“ segir Brynhildur. Mæðradagurinn og konudagurinn séu þó áfram annasamastir. En hvaða þjóðfélagshópur er duglegastur við að gleðja með blómum? „Karlmennirnir eiga vinninginn verð ég að segja, í blómunum allavega. Þeir eru mjög duglegir við að kaupa blóm.“ Valentínusardagurinn er kominn til að vera. Þjóðfræðingurinn Eva Þórdís Ebenezersdóttir var spurð hvort þetta gæti mögulega þýtt að gömlu íslensku siðirnir fengju minna vægi í þjóðfélaginu en áður fyrr. en þýðir það að gamlir íslenskir siðir hafi minna vægi en áður fyrr? „Við Íslendingar eru mjög nýjungargjarnir þannig að hvort sem það eru nýjar hefðir eða nýjasti farsíminn á markaðnum þá viljum við fá þetta allt saman en það þýðir ekki að við séum tilbúin að sleppa takinu af þessu gamla.“ Eva segist undanfarin ár hafa numið ákveðinn kynslóðamun í tengslum við nýja og gamla siði. Eldri kynslóðir séu fastheldnari á rótgrónar hefðir á meðan yngri kynslóðir séu duglegri við að tileinka sér nýjungar. „Mér hefur stundum fundist svolítið gaman að sjá að unga fólkið hoppar frekar á það sem er orðið meira alþjóðlegt eða alþjóðlegra í vestrænu samhengi þangað til það verður aðeins eldra og er kannski komið með fjölskyldu og þá allt í einu dunka þessir eldri íslensku siðir upp og jafnvel taka svolítið yfir.“ Eva hefur til dæmis engar áhyggjur af því að hin brosmilda Ebba Ragnheiður, þriggja mánaða dóttir sín, muni ekki halda öskudaginn hátíðlegan þrátt fyrir að hrekkjavakan sé sennilega komin til að vera. „Við erum íhaldssöm á hefðirnar okkar en líka nýjungagjörn þannig að við viljum bara einhvern veginn gera þetta allt saman og fá þetta allt saman og fagna þessu öllu saman.“ Ástin og lífið Valentínusardagurinn Blóm Tímamót Tengdar fréttir Valentínusardagurinn ekki búinn að skáka konudeginum Konudagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Eins og á hverju ári er mikið að gera hjá blómasölum enda er um stærsta blómasöludag ársins að ræða. 19. febrúar 2023 13:58 Hugmyndir fyrir Valentínusarsófakúrið Í dag er Valentínusardagurinn, dagur ástarinnar og eru eflaust einhverjir sem ætla að taka stefnumót með ástinni sinni sem endar jafnvel upp í sófa að kúra yfir mynd. Færðin í dag er ekki upp á marga fiska svo það er upplagt að hafa stefnumótið heima, elda góðan mat eða jafnvel sækja veitingar af uppáhalds staðnum og velja svo ástarmynd af þessum lista. 14. febrúar 2022 16:01 10 staðreyndir í tilefni Valentínusardagsins Vissir þú að einstaklingar eyða að meðaltali 20.160 mínútum ævi sinnar í kossa? 14. febrúar 2020 15:15 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Hin ástsæla útvarpskona Valdís Gunnarsdóttir, heitin, kynnti landsmenn fyrir Valentínusardeginum á sínum tíma en hún starfaði meðal annars á Bylgjunni þar sem hún útvarpaði rómantíkinni. Þessi alþjóðlegi dagur elskenda hefur fest sig í sessi á Íslandi síðastliðin ár. Það veit blómasali í Burkna manna best enda var búðin stofnuð árið 1962. Aðstandendur búðarinnar þekkja því vel inn á strauma og stefnur hinna ýmsu hátíðisdaga í þjóðfélaginu. Kalla þurfti út aukamannskap til að anna blómaviðskiptum dagsins og þá var dagurinn tekinn snemma þetta árið. „Þetta er algjört fjör!“ segir Brynhildur Helgadóttir blómasali. „Þetta er eins og keppnisdagur hjá íþróttafólkinu. Það eru þessir dagar. Það er langur undirbúningur og svo er bara að njóta,“ segir Brynhildur. Mæðradagurinn og konudagurinn séu þó áfram annasamastir. En hvaða þjóðfélagshópur er duglegastur við að gleðja með blómum? „Karlmennirnir eiga vinninginn verð ég að segja, í blómunum allavega. Þeir eru mjög duglegir við að kaupa blóm.“ Valentínusardagurinn er kominn til að vera. Þjóðfræðingurinn Eva Þórdís Ebenezersdóttir var spurð hvort þetta gæti mögulega þýtt að gömlu íslensku siðirnir fengju minna vægi í þjóðfélaginu en áður fyrr. en þýðir það að gamlir íslenskir siðir hafi minna vægi en áður fyrr? „Við Íslendingar eru mjög nýjungargjarnir þannig að hvort sem það eru nýjar hefðir eða nýjasti farsíminn á markaðnum þá viljum við fá þetta allt saman en það þýðir ekki að við séum tilbúin að sleppa takinu af þessu gamla.“ Eva segist undanfarin ár hafa numið ákveðinn kynslóðamun í tengslum við nýja og gamla siði. Eldri kynslóðir séu fastheldnari á rótgrónar hefðir á meðan yngri kynslóðir séu duglegri við að tileinka sér nýjungar. „Mér hefur stundum fundist svolítið gaman að sjá að unga fólkið hoppar frekar á það sem er orðið meira alþjóðlegt eða alþjóðlegra í vestrænu samhengi þangað til það verður aðeins eldra og er kannski komið með fjölskyldu og þá allt í einu dunka þessir eldri íslensku siðir upp og jafnvel taka svolítið yfir.“ Eva hefur til dæmis engar áhyggjur af því að hin brosmilda Ebba Ragnheiður, þriggja mánaða dóttir sín, muni ekki halda öskudaginn hátíðlegan þrátt fyrir að hrekkjavakan sé sennilega komin til að vera. „Við erum íhaldssöm á hefðirnar okkar en líka nýjungagjörn þannig að við viljum bara einhvern veginn gera þetta allt saman og fá þetta allt saman og fagna þessu öllu saman.“
Ástin og lífið Valentínusardagurinn Blóm Tímamót Tengdar fréttir Valentínusardagurinn ekki búinn að skáka konudeginum Konudagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Eins og á hverju ári er mikið að gera hjá blómasölum enda er um stærsta blómasöludag ársins að ræða. 19. febrúar 2023 13:58 Hugmyndir fyrir Valentínusarsófakúrið Í dag er Valentínusardagurinn, dagur ástarinnar og eru eflaust einhverjir sem ætla að taka stefnumót með ástinni sinni sem endar jafnvel upp í sófa að kúra yfir mynd. Færðin í dag er ekki upp á marga fiska svo það er upplagt að hafa stefnumótið heima, elda góðan mat eða jafnvel sækja veitingar af uppáhalds staðnum og velja svo ástarmynd af þessum lista. 14. febrúar 2022 16:01 10 staðreyndir í tilefni Valentínusardagsins Vissir þú að einstaklingar eyða að meðaltali 20.160 mínútum ævi sinnar í kossa? 14. febrúar 2020 15:15 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Valentínusardagurinn ekki búinn að skáka konudeginum Konudagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Eins og á hverju ári er mikið að gera hjá blómasölum enda er um stærsta blómasöludag ársins að ræða. 19. febrúar 2023 13:58
Hugmyndir fyrir Valentínusarsófakúrið Í dag er Valentínusardagurinn, dagur ástarinnar og eru eflaust einhverjir sem ætla að taka stefnumót með ástinni sinni sem endar jafnvel upp í sófa að kúra yfir mynd. Færðin í dag er ekki upp á marga fiska svo það er upplagt að hafa stefnumótið heima, elda góðan mat eða jafnvel sækja veitingar af uppáhalds staðnum og velja svo ástarmynd af þessum lista. 14. febrúar 2022 16:01
10 staðreyndir í tilefni Valentínusardagsins Vissir þú að einstaklingar eyða að meðaltali 20.160 mínútum ævi sinnar í kossa? 14. febrúar 2020 15:15
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu