Góð ráð gegn innbrotum fyrir vetrarfríið Ágúst Mogensen skrifar 14. febrúar 2024 07:30 Algengt er að þjófar nýti sér árstíðabundin frí fólks eins og vetrarfrí í skólum, páskafrí og sumarfrí til að brjótast inn á heimili fólks. Í ljósi þess að nú eru margir farnir að pakka í töskur fyrir skemmtilegt ferðalag í vetrarfríi skólanna er ekki úr vegi að kynna sér leiðir til að minnka líkur á að óprúttnir innbrotsþjófar brjótist inn í fjarveru fjölskyldunnar. Ærin ástæða er fyrir þessu því lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nú standi yfir innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu. Ítrekar lögreglan að ólæst hús bjóða hættunni heim og hvetur fólk að vera á varðbergi með eigur sínar. Margir eru á ferðalagi þessa dagana og innbrotsþjófar reyna að nýta þann tíma til að fara óáreittir inn í hús og bíla fólks. Nokkur ráð til að minnka líkurnar á innbroti Nágrannavarsla er ein besta forvörnin fyrir innbrotsþjófum og það að eiga nágranna sem hefur vökul augu í fjarveru þinni er ómetanlegt. Láttu því nágranna vita að þú sért á leið í fríið og biddu þau um að hafa augun opin fyrir ferðum ókunnugra við eign þína. Einnig er gott að biðja nágranna eða ættingja til að taka póstinn eða dagblöð. Þá getur verið gott að leggja aukabíl í stæðið þitt, það má svo auðvitað launa nágrannanum greiðann með því að lána honum bílastæðið. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skara skríða. Þess vegna er mikilvægt að sjálfsögðu að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. En einnig að skoða vandlega svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð því þær eru einnig inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Auk hreyfiskynjara til að varna innbrotum er hægt að tengja reykskynjara, vatnsnema og myndavélar við kerfin. Hægt er að hafa þau tengd stjórnstöð öryggisfyrirtækis eða fylgjast sjálfur með stöðu mála gegnum símann. Markmiðið með þessum forvörnum er að það sé ekki hægt að lesa úr aðstæðum, að heimilið sé yfirgefið. Séu þjófarnir ekki fullvissir um að heimilið sé mannlaust eru minni líkur á að brotist sé inn. Hvað ásælast þjófar? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að smærri hlutum sem auðvelt er að flytja úr eigninni svo lítið beri á og auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur, fatnaður, merkjavara, skartgripir og úr, peningar og listmunir. Skynsamlegt getur því verið að ganga vel frá slíkum verðmætum og færa í læstar hirslur ef hægt er. Reiðhjól Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Ef við göngum vel frá eigum okkur áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. En munum líka að njóta vetrarfrísins og komum endurnærð heim. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Lögreglumál Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Algengt er að þjófar nýti sér árstíðabundin frí fólks eins og vetrarfrí í skólum, páskafrí og sumarfrí til að brjótast inn á heimili fólks. Í ljósi þess að nú eru margir farnir að pakka í töskur fyrir skemmtilegt ferðalag í vetrarfríi skólanna er ekki úr vegi að kynna sér leiðir til að minnka líkur á að óprúttnir innbrotsþjófar brjótist inn í fjarveru fjölskyldunnar. Ærin ástæða er fyrir þessu því lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nú standi yfir innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu. Ítrekar lögreglan að ólæst hús bjóða hættunni heim og hvetur fólk að vera á varðbergi með eigur sínar. Margir eru á ferðalagi þessa dagana og innbrotsþjófar reyna að nýta þann tíma til að fara óáreittir inn í hús og bíla fólks. Nokkur ráð til að minnka líkurnar á innbroti Nágrannavarsla er ein besta forvörnin fyrir innbrotsþjófum og það að eiga nágranna sem hefur vökul augu í fjarveru þinni er ómetanlegt. Láttu því nágranna vita að þú sért á leið í fríið og biddu þau um að hafa augun opin fyrir ferðum ókunnugra við eign þína. Einnig er gott að biðja nágranna eða ættingja til að taka póstinn eða dagblöð. Þá getur verið gott að leggja aukabíl í stæðið þitt, það má svo auðvitað launa nágrannanum greiðann með því að lána honum bílastæðið. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skara skríða. Þess vegna er mikilvægt að sjálfsögðu að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. En einnig að skoða vandlega svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð því þær eru einnig inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Auk hreyfiskynjara til að varna innbrotum er hægt að tengja reykskynjara, vatnsnema og myndavélar við kerfin. Hægt er að hafa þau tengd stjórnstöð öryggisfyrirtækis eða fylgjast sjálfur með stöðu mála gegnum símann. Markmiðið með þessum forvörnum er að það sé ekki hægt að lesa úr aðstæðum, að heimilið sé yfirgefið. Séu þjófarnir ekki fullvissir um að heimilið sé mannlaust eru minni líkur á að brotist sé inn. Hvað ásælast þjófar? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að smærri hlutum sem auðvelt er að flytja úr eigninni svo lítið beri á og auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur, fatnaður, merkjavara, skartgripir og úr, peningar og listmunir. Skynsamlegt getur því verið að ganga vel frá slíkum verðmætum og færa í læstar hirslur ef hægt er. Reiðhjól Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Ef við göngum vel frá eigum okkur áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. En munum líka að njóta vetrarfrísins og komum endurnærð heim. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun