Við erum auðvitað ekki að tala um körfuboltamennina Michael Jordan og Scottie Pippen sem unnu sex meistaratitla saman með Chicago Bulls á tíunda áratugnum.
Nei þetta voru Larsa Pippen, fyrrum eiginkona Scottie og Marcus Jordan, sonur Michael Jordan. Pippen er 49 ára og sextán árum eldri en Marcus.
BREAKING: Larsa Pippen & Marcus Jordan have broken up after one year of dating. pic.twitter.com/1sLgXdLQB6
— NBA Buzz (@OfficialNBABuzz) February 12, 2024
Í nóvember voru fréttir um að parið ætlaði að fara að gifta sig og að Marcus vildi að pabbi sinn yrði svaramaður í brúðkaupinu. Nú nokkrum mánuðum síðar hafa þau bæði fjarlægt myndir af hvoru öðru af samfélagsmiðlum sínum.
Erlendir miðlar hafa nú grafið það upp að það hafi orðið sambandsslit hjá þeim Pippen og Jordan.
Það var haft eftir Michael Jordan á sínum tíma að hann væri ekki ánægður með samband þeirra en Marcus sagði þá föður sinn hafa verið að grínast.
Scottie Pippen hefur notað hvert tækifæri undanfarin ár til að koma höggi á Jordan og þá sérstaklega í ævisögu sinni Unguarded frá 2021. Hann og Larsa eignuðust fjögur börn saman.
Scottie gagnrýndi meðal annars heimildaþættina The Last Dance sem honum fannst gera allt of mikið úr Jordan en allt of lítið úr þætti sínum.