Giftist sinni heittelskuðu skömmu eftir að hafa staðið á stóra sviðinu Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2024 08:43 Usher stóð fyrir hálfleikssýningunni í leiknum um Ofurskálina á sunnudag þar sem Kansas City Chiefs höfðu betur gegn San Francisco 49ers. AP Bandaríski tónlistarmaðurinn Usher giftist unnustu sinni, Jennifer Goicoechea, fáeinum klukkutímum eftir að hann hafði staðið á stóra sviðinu í hálfleik Ofurskálarinnar í Las Vegas á sunnudagskvöld. TMZ og AP greina frá þessu og vísa þar í dómsskjöl. Þar segir að hinn 45 ára Usher og hin fertuga Goicoechea hafi gift sig í kapellunni Vegas Wedding í Las Vegas 11. febrúar síðastliðinn – sama dag og hann stóð fyrir hálfleikssýningu í leiknum um Ofurskálina. „Við getum staðfest að Usher og Jennifer Goicoechea tóku sambandið á næsta stig og giftu sig á sunnudagskvöldið í Las Vegas, í faðmi náinna vina og fjölskyldu,“ segir talsmaður tónlistarmannsins í samtali við People. Sjá má hálfleikssýninguna í spilaranum að neðan. Usher, sem er þekktur fyrir smelli á borð við Yeah og U Remind Me, hefur verið í sambandi með Jennifer Goicoechea frá árinu 2019. Þau eiga saman tvö börn – dótturina Sovereign, þriggja ára, og soninn Sire, tveggja ára. TMZ segir þau Usher og Jennifer Goicoechea mætt í eftirpartý Ofurskálarinnar í hvítum fatnaði og hafi þá sést til giftingarhrings á baugfingri Usher. Usher var áður giftur þeim Grace Harry og Tameka Foster, en hann á tvo syni á táningsaldri, þá Usher Cinco og Naviyd Ely, með þeirri síðarnefndu. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Goicoechea (@boogsneffect) Hollywood Ofurskálin Tengdar fréttir Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað Kansas City Chiefs vann Ofurskáina í annað sinn í röð í nótt. Leikurinn var æsispennandi og fór í framlengingu en í huga margra skipta auglýsingarnar meira máli en leikurinn, þar sem um er að ræða heimsins dýrustu auglýsingapláss. 12. febrúar 2024 11:30 Sjáðu glæsilega hálfleikssýningu Usher á Ofurskálinni Tónlistarmaðurinn Usher átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Atriði hans var um fimmtán mínútur og náði hann á þeim tíma að koma að um tólf lögum. Hann fékk með sér ýmsa óvænta gesti til að flytja nokkra af sínum helstu slögurum. 12. febrúar 2024 09:00 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
TMZ og AP greina frá þessu og vísa þar í dómsskjöl. Þar segir að hinn 45 ára Usher og hin fertuga Goicoechea hafi gift sig í kapellunni Vegas Wedding í Las Vegas 11. febrúar síðastliðinn – sama dag og hann stóð fyrir hálfleikssýningu í leiknum um Ofurskálina. „Við getum staðfest að Usher og Jennifer Goicoechea tóku sambandið á næsta stig og giftu sig á sunnudagskvöldið í Las Vegas, í faðmi náinna vina og fjölskyldu,“ segir talsmaður tónlistarmannsins í samtali við People. Sjá má hálfleikssýninguna í spilaranum að neðan. Usher, sem er þekktur fyrir smelli á borð við Yeah og U Remind Me, hefur verið í sambandi með Jennifer Goicoechea frá árinu 2019. Þau eiga saman tvö börn – dótturina Sovereign, þriggja ára, og soninn Sire, tveggja ára. TMZ segir þau Usher og Jennifer Goicoechea mætt í eftirpartý Ofurskálarinnar í hvítum fatnaði og hafi þá sést til giftingarhrings á baugfingri Usher. Usher var áður giftur þeim Grace Harry og Tameka Foster, en hann á tvo syni á táningsaldri, þá Usher Cinco og Naviyd Ely, með þeirri síðarnefndu. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Goicoechea (@boogsneffect)
Hollywood Ofurskálin Tengdar fréttir Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað Kansas City Chiefs vann Ofurskáina í annað sinn í röð í nótt. Leikurinn var æsispennandi og fór í framlengingu en í huga margra skipta auglýsingarnar meira máli en leikurinn, þar sem um er að ræða heimsins dýrustu auglýsingapláss. 12. febrúar 2024 11:30 Sjáðu glæsilega hálfleikssýningu Usher á Ofurskálinni Tónlistarmaðurinn Usher átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Atriði hans var um fimmtán mínútur og náði hann á þeim tíma að koma að um tólf lögum. Hann fékk með sér ýmsa óvænta gesti til að flytja nokkra af sínum helstu slögurum. 12. febrúar 2024 09:00 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað Kansas City Chiefs vann Ofurskáina í annað sinn í röð í nótt. Leikurinn var æsispennandi og fór í framlengingu en í huga margra skipta auglýsingarnar meira máli en leikurinn, þar sem um er að ræða heimsins dýrustu auglýsingapláss. 12. febrúar 2024 11:30
Sjáðu glæsilega hálfleikssýningu Usher á Ofurskálinni Tónlistarmaðurinn Usher átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Atriði hans var um fimmtán mínútur og náði hann á þeim tíma að koma að um tólf lögum. Hann fékk með sér ýmsa óvænta gesti til að flytja nokkra af sínum helstu slögurum. 12. febrúar 2024 09:00