„Hvert getum við farið?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2024 23:34 Loftmyndin til vinstri af Rafah borg var tekin þann 13. október síðastliðinn. Myndin til hægri, af sama svæði var tekin 14. janúar. 1,5 milljón manns hafast nú við í borginni. Planet Labs PBC/AP Palestínskir flóttamenn og aðrir íbúar í Rafah á suðurhluta Gasa eru gríðarlega óttaslegnir í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Harðar loftárásir hersins hafa dunið á borginni síðustu daga. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að meira en helmingur íbúa Gasa hafist nú við í tjöldum í borginni. Áður bjuggu 250 þúsund manns í borginni en loftmyndir þaðan sýna hvernig hver einasti auði blettur er nú þakinn tjöldum flóttafólks. Ísraelsmenn lýstu því yfir í síðustu viku að þeir hygðust gera innrás inn í borgina. „Algengasta spurningin sem maður heyrir einfaldlega er, hvert getum við farið?“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Ahmed Abuibaid, lækni og íbúa í Rafa borg. Hann segir íbúa og flóttamenn í borginni gríðarlega óttaslegna, þá hafi loftárásir Ísraela verið þær verstu sem hann man eftir. Vinni að sex vikna vopnahléi Áður hefur Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fullyrt að verið sé að vinna áætlun um það hvernig almennum borgurum verði hleypt á svæði norður af Rafah. Hann segir ekki koma til greina að láta staðar numið. „Sigur er innan seilingar. Þeir sem segja að við ættum ekki að fara inn í Rafah eru í raun að segja, „tapið stríðinu, skiljið Hamas þar eftir.“ Alþjóðasamfélagið hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni inn í Rafah borg. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni nema öryggi almennra borgara verði tryggt. Þá hefur BBC eftir Biden að bandarísk stjórnvöld vinni að því að fá deiluaðila til að samþykkja vopnahlé sem hann voni að muni vara í hið minnsta sex vikur. Hamas samtökin verði fengin til að sleppa gíslum sem samtökin tóku í mannskæðri árás í suðurhluta Ísrael þann 7. október og tímabundnu vopnahléi þar með vonandi komið á. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að meira en helmingur íbúa Gasa hafist nú við í tjöldum í borginni. Áður bjuggu 250 þúsund manns í borginni en loftmyndir þaðan sýna hvernig hver einasti auði blettur er nú þakinn tjöldum flóttafólks. Ísraelsmenn lýstu því yfir í síðustu viku að þeir hygðust gera innrás inn í borgina. „Algengasta spurningin sem maður heyrir einfaldlega er, hvert getum við farið?“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Ahmed Abuibaid, lækni og íbúa í Rafa borg. Hann segir íbúa og flóttamenn í borginni gríðarlega óttaslegna, þá hafi loftárásir Ísraela verið þær verstu sem hann man eftir. Vinni að sex vikna vopnahléi Áður hefur Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fullyrt að verið sé að vinna áætlun um það hvernig almennum borgurum verði hleypt á svæði norður af Rafah. Hann segir ekki koma til greina að láta staðar numið. „Sigur er innan seilingar. Þeir sem segja að við ættum ekki að fara inn í Rafah eru í raun að segja, „tapið stríðinu, skiljið Hamas þar eftir.“ Alþjóðasamfélagið hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni inn í Rafah borg. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni nema öryggi almennra borgara verði tryggt. Þá hefur BBC eftir Biden að bandarísk stjórnvöld vinni að því að fá deiluaðila til að samþykkja vopnahlé sem hann voni að muni vara í hið minnsta sex vikur. Hamas samtökin verði fengin til að sleppa gíslum sem samtökin tóku í mannskæðri árás í suðurhluta Ísrael þann 7. október og tímabundnu vopnahléi þar með vonandi komið á.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira