Stöð 2 Sport
Klukkan 20:05 verður leikur Grindavíkur og Hauka í A-deild Subway-deildar kvenna sýndur beint. Grindavík tapaði í síðustu umferð fyrir Njarðvík en Haukar unnu sigur gegn Stjörnunni.
Stöð 2 Sport 2
Ítalski boltinn verður í aðalhlutverki fyrri hluta dags. Fiorentina tekur á móti Frosinone klukkan 11:20 og Bologna mætir Lecce í leik sem hefst 13:50. Klukkan 19:00 verður leikur Miami Heat og Boston Celtics síðan í beinni útsendingu.
Klukkan 22:00 er svo komið að NFL-deildinni. Þá hefst upphitun fyrir Superbowl þar sem Kansas City Chiefs og Sanfrancisco 49´ers mætast. Þeir Henry Birgir Gunnarsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Andri Ólafsson hita upp með áhorfendum og verður líf og fjör á þeim bænum.
Klukkan 23:30 er svo komið að stóru stundinni þegar leikurinn sjálfur verður flautaður á.
Stöð 2 Sport 3
Leikur Río Breogan og Real Madrid í spænsku ACB-deildinni í körfuknattleik verður í beinni frá 11:20 og klukkan 16:50 verður Albert Guðmundsson í eldlínunni en þá tekur lið hans Genoa á móti Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni.
Klukkan 19:35 er svo komið að stórleik í Serie A þegar AC Milan tekur á móti Ítalíumeisturum Napoli.
Stöð 2 Sport 4
Leikur BAXI og Barca í spænska körfuboltanum verður sýndur klukkan 17:20. Klukkan 19:35 tekur Nice síðan á móti Monaco í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Vodafone Sport
Coventry og Millwall mætast klukkan 11:55 í ensku Championship-deildinni og klukkan 14:00 er komið að Íslendingaslag í þýska handboltanum þegar Magdeburg tekur á móti Melsungen.
Úrslitaleikur Afríkukeppninnar verður sýndur beint frá klukkan 19:50 en þar mætast Nígería og Fílabeinsströndin.