Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku palestínska flóttamenn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 17:09 Mótmælendur eru við báða útganga lögreglustöðvarinnar. Fjöldi vopnaðra sérsveitamanna réðist inn á heimili Palestínumanna sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd hér á landi í morgun. Á heimilinu voru hjón og 23 ára gamall sonur þeirra. Þau voru handtekin og stendur til að senda þau til Grikklands. Fjölmenn mótmæli eru nú við lögreglustöðina við Hlemm vegna handtökunnar og tilætlaðrar brottvísunarinnar. Mótmælin voru skipulögð af No Borders samtökunum með stuttum fyrirvara. Stefnu samstöðugönga frá utanríkisráðuneytinu að Austurvelli var breytt og hélt hún á Hlemm til að ganga til liðs við mótmælendurna. Mótmælendur hyggja að byrgja útgang lögreglustöðvarinnar til að koma í veg fyrir að fjölskyldan sé flutt annað. Fleiri hundruð eru viðstödd. Sérsveitarmenn með alvæpni „Klukkan sjö í morgun ráðast fjórir, fimm sérsveitarmenn með byssur á fleygiferð, húsráðandi vaknar við að einhver hrópar: „Lögreglan!““ segir Margrét Kristín Blöndal aðgerðarsinni í samtali við fréttastofu. Margrét Kristín hefur það eftir einum hinna handteknu að sérsveitarmennirnir hafi brotist inn í húsið og æpt á þau sem þar sváfu. Þeim hafi verið skipað að halda kyrru og standa ekki upp. Þá hafi sonurinn verið handjárnaður, yfir hann fleygð peysa og hann borinn út. Mótmælendur við bílastæði lögreglustöðvarinnar við Hlemm. Móður hans hafi verið leyft að pakka saman einhverju af eignum sínum en henni og mjaðmagrindarbrotnum eiginmanni sínum síðan skipað að fylgja lögreglunni út. „Þetta er fólk sem hefur ekki gert neitt af sér nema bara að bjarga lífi sínu. Þau eru svo skelfingu lostin,“ segir Margrét Kristín í samtali við fréttastofu. Margrét vildi ekki upplýsa um staðsetningu atviksins þar sem fjölskyldan er viti sínu fjær úr hræðslu og vill ekki láta rekja málið til sín. Fjölskylduna eigi að senda til Grikklands í kvöld eða á morgun. Eigi að senda þau út á morgun verði þau látin verja nóttinni á Litla-Hrauni eða Hólmsheiði. Hinum handteknu var ekki leyft að taka myndir eða myndbönd af aðgerðinni og eiga lögreglumennirnir að hafa sagt að það sé vegna nýrra reglna. Lögreglan staðfestir handtökuna Upplýsingafulltrúi stoðdeildar lögreglunnar staðfestir að þrír palestínskir fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, hjón og fullorðinn sonur þeirra, hafi verið teknir höndum til að hægt væri að vísa þeim úr landi. „Þau hafa ekki sinnt tilkynningarskyldu til lögreglu né viljað yfirgefa landið sjálfviljug og verður þeim fylgt úr landi á morgun af Stoðdeild ríkislögreglustjóra,“ segir í svari við fyrirspurn fréttamanns um málið. Flóttafólk á Íslandi Palestína Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Fjölmenn mótmæli eru nú við lögreglustöðina við Hlemm vegna handtökunnar og tilætlaðrar brottvísunarinnar. Mótmælin voru skipulögð af No Borders samtökunum með stuttum fyrirvara. Stefnu samstöðugönga frá utanríkisráðuneytinu að Austurvelli var breytt og hélt hún á Hlemm til að ganga til liðs við mótmælendurna. Mótmælendur hyggja að byrgja útgang lögreglustöðvarinnar til að koma í veg fyrir að fjölskyldan sé flutt annað. Fleiri hundruð eru viðstödd. Sérsveitarmenn með alvæpni „Klukkan sjö í morgun ráðast fjórir, fimm sérsveitarmenn með byssur á fleygiferð, húsráðandi vaknar við að einhver hrópar: „Lögreglan!““ segir Margrét Kristín Blöndal aðgerðarsinni í samtali við fréttastofu. Margrét Kristín hefur það eftir einum hinna handteknu að sérsveitarmennirnir hafi brotist inn í húsið og æpt á þau sem þar sváfu. Þeim hafi verið skipað að halda kyrru og standa ekki upp. Þá hafi sonurinn verið handjárnaður, yfir hann fleygð peysa og hann borinn út. Mótmælendur við bílastæði lögreglustöðvarinnar við Hlemm. Móður hans hafi verið leyft að pakka saman einhverju af eignum sínum en henni og mjaðmagrindarbrotnum eiginmanni sínum síðan skipað að fylgja lögreglunni út. „Þetta er fólk sem hefur ekki gert neitt af sér nema bara að bjarga lífi sínu. Þau eru svo skelfingu lostin,“ segir Margrét Kristín í samtali við fréttastofu. Margrét vildi ekki upplýsa um staðsetningu atviksins þar sem fjölskyldan er viti sínu fjær úr hræðslu og vill ekki láta rekja málið til sín. Fjölskylduna eigi að senda til Grikklands í kvöld eða á morgun. Eigi að senda þau út á morgun verði þau látin verja nóttinni á Litla-Hrauni eða Hólmsheiði. Hinum handteknu var ekki leyft að taka myndir eða myndbönd af aðgerðinni og eiga lögreglumennirnir að hafa sagt að það sé vegna nýrra reglna. Lögreglan staðfestir handtökuna Upplýsingafulltrúi stoðdeildar lögreglunnar staðfestir að þrír palestínskir fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, hjón og fullorðinn sonur þeirra, hafi verið teknir höndum til að hægt væri að vísa þeim úr landi. „Þau hafa ekki sinnt tilkynningarskyldu til lögreglu né viljað yfirgefa landið sjálfviljug og verður þeim fylgt úr landi á morgun af Stoðdeild ríkislögreglustjóra,“ segir í svari við fyrirspurn fréttamanns um málið.
Flóttafólk á Íslandi Palestína Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira