Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Árni Sæberg skrifar 10. febrúar 2024 08:41 Faxe IPA og Witbier fá ekki inni í þessum kæli. Landsréttur segir það í himnalagi. Vísir/Vilhelm Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. Þetta er niðurstaða Landsréttar í máli áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. á hendur ÁTVR. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt ákvörðun ÁTVR ólögmæta. Málið snerist um ákvörðun ÁTVR um að taka bjórtegundirnar Faxe Witbier og Faxe IPA úr sölu vegna þess að þeir næðu ekki inn á lista yfir þá fimmtíu bjóra í flokknum annar bjór sem hafa mesta framlegð. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að ÁTVR hefði ekki verið heimilt að miða við framlegð við úthlutun á hilluplássi vegna skorts á lagaheimild til þess. Miða hefði átt við eftirspurn, líkt og segir í lögum. Dista vísaði meðal annars til þess að með því að meta verðleika vara út frá framlegð frekar en eftirspurn væri dýrari vörum haldið að neytendum. Allt í lagi að byggja á reglugerð Í niðurstöðu Landsréttar, sem kvað upp dóm í gær, segir að samkvæmt ákvæði laga um verslun með áfengi og tóbak skyldi ráðherra setja nánari reglur um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi, sem skyldu miða að því að tryggja vöruúrval, meðal annars með hliðsjón af eftirspurn kaupenda, jafnframt því að tryggja framleiðendum og birgjum áfengis möguleika á að koma vörum í sölu í áfengisverslunum. Að virtri breytingarsögu ákvæðisins hafi ekki verið ráðið að ætlun löggjafans hefði verið að hrófla við þeirri áralöngu tilhögun að miða árangursviðmið um vöruval við framlegð. Þá hafi verið fallist á með ÁTVR að viðmið um framlegð endurspeglaði eftirspurn og væri betur til þess fallið að tryggja vöruúrval í verslunum og sölumöguleika birgja. Einsýnt hafi verið að mati réttarins að þau sjónarmið sem lágu til grundvallar framlegðarviðmiði teldust málefnaleg og í samræmi við markmið áfengislaga um að ÁTVR skyldi starfa með samfélagslega ábyrgð og lýðheilsu að leiðarljósi. Því væri niðurstaða Landsréttar að framlegðarviðmiðið ætti sér fullnægjandi lagastoð. Þurftu ekki að veita andmælarétt vegna augljósrar afstöðu Þá hafi ekki verið fallist á með Dista að ÁTVR hefði brotið gegn andmælareglu stjórnsýsluréttar, en ljóst hafi þótt að Dista væri kunnugt um þau viðmið sem réðu vöruvali ÁTVR og að afstaða fyrirtækisins til þeirra lægi fyrir. Því hafi verið óþarft að gefa Dista kost á að tjá sig um efni málsins. Loks hafi málsástæðum Dista um valdþurrð þess starfsmanns ÁTVR sem tók hinar umþrættu ákvarðanir og um brot á öðrum meginreglum stjórnsýslulaga verið hafnað. Dista var gert að greiða ÁTVR 1,5 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Áfengi og tóbak Dómsmál Verslun Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar í máli áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. á hendur ÁTVR. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt ákvörðun ÁTVR ólögmæta. Málið snerist um ákvörðun ÁTVR um að taka bjórtegundirnar Faxe Witbier og Faxe IPA úr sölu vegna þess að þeir næðu ekki inn á lista yfir þá fimmtíu bjóra í flokknum annar bjór sem hafa mesta framlegð. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að ÁTVR hefði ekki verið heimilt að miða við framlegð við úthlutun á hilluplássi vegna skorts á lagaheimild til þess. Miða hefði átt við eftirspurn, líkt og segir í lögum. Dista vísaði meðal annars til þess að með því að meta verðleika vara út frá framlegð frekar en eftirspurn væri dýrari vörum haldið að neytendum. Allt í lagi að byggja á reglugerð Í niðurstöðu Landsréttar, sem kvað upp dóm í gær, segir að samkvæmt ákvæði laga um verslun með áfengi og tóbak skyldi ráðherra setja nánari reglur um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi, sem skyldu miða að því að tryggja vöruúrval, meðal annars með hliðsjón af eftirspurn kaupenda, jafnframt því að tryggja framleiðendum og birgjum áfengis möguleika á að koma vörum í sölu í áfengisverslunum. Að virtri breytingarsögu ákvæðisins hafi ekki verið ráðið að ætlun löggjafans hefði verið að hrófla við þeirri áralöngu tilhögun að miða árangursviðmið um vöruval við framlegð. Þá hafi verið fallist á með ÁTVR að viðmið um framlegð endurspeglaði eftirspurn og væri betur til þess fallið að tryggja vöruúrval í verslunum og sölumöguleika birgja. Einsýnt hafi verið að mati réttarins að þau sjónarmið sem lágu til grundvallar framlegðarviðmiði teldust málefnaleg og í samræmi við markmið áfengislaga um að ÁTVR skyldi starfa með samfélagslega ábyrgð og lýðheilsu að leiðarljósi. Því væri niðurstaða Landsréttar að framlegðarviðmiðið ætti sér fullnægjandi lagastoð. Þurftu ekki að veita andmælarétt vegna augljósrar afstöðu Þá hafi ekki verið fallist á með Dista að ÁTVR hefði brotið gegn andmælareglu stjórnsýsluréttar, en ljóst hafi þótt að Dista væri kunnugt um þau viðmið sem réðu vöruvali ÁTVR og að afstaða fyrirtækisins til þeirra lægi fyrir. Því hafi verið óþarft að gefa Dista kost á að tjá sig um efni málsins. Loks hafi málsástæðum Dista um valdþurrð þess starfsmanns ÁTVR sem tók hinar umþrættu ákvarðanir og um brot á öðrum meginreglum stjórnsýslulaga verið hafnað. Dista var gert að greiða ÁTVR 1,5 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Áfengi og tóbak Dómsmál Verslun Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira