Stólarnir hafa ekki fagnað sigri í Garðabænum í 62 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 15:01 Keyshawn Woods í leik með Tindastól í Garðabænum á síðasta tímabili. Vísir/Hulda Margrét Stólarnir eru í óvæntri stöðu í karlakörfunni og tap í kvöld gæti orðið Íslandsmeisturunum frá Sauðárkróki mjög dýrkeypt í titilvörninni. Eins og staðan er í dag þá eru þeir langt frá því að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Stjarnan tekur á móti Tindastól klukkan 19.15 í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í áttunda og níunda sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Tindastóls eru neðar vegna sex stiga taps í fyrri leik liðanna. Garðbæingar haft enn fremur haft góð tök á Stólunum síðustu ár. Stjarnan hefur unnið sjö af síðustu níu leikjum félaganna í deild og bikarkeppni þar á meðal báða leiki þeirra á árinu 2023. Staðan er enn verri þegar litið er á heimsóknir Tindastólsliðsins í Garðabæinn. Stjarnan hefur unnið alla heimaleiki sína á móti Tindastól á síðustu fimm árum eða alls fimm leiki í röð í deild (4) og bikar (1). Tindastóll vann síðast í Ásgarði 16. nóvember 2018 og síðan eru liðnir 62 mánuðir og 24 dagar að auki. Áttunda sæti gefur sæti í úrslitakeppninni en ekki það níunda. Vinni Stjarnan leikinn verða þeir í raun með fjögurra stiga forskot á Tindastólsliðið, tveimur stigum meira sem og betri árangur í innbyrðis leikjum. Síðustu leikir Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum: 9. febrúar 2023 (Deild): 11 stiga sigur Stjörnunnar (79-68) 18. nóvember 2021 (Deild): 14 stiga sigur Stjörnunnar(87-73) 16. september 2021 (Bikar): 5 stiga sigur Stjörnunnar (86-81) 1. mars 2021 (Deild): 5 stiga sigur Stjörnunnar (98-93) 17. janúar 2020 (Deild): 7 stiga tsigur Stjörnunnar (73-66) * Tindastóll vann síðast í Garðabænum 16. nóvember 2018, þá 9 stiga sigur (77-68) Stjarnan á líka reynda á brattan að sækja enda er liðið búið að tapa tveimur leikjum í röð og fjórum af fimm leikjum sínum eftir áramót. Liðið var í fimmta sæti um áramótin en er nú dottið niður í áttunda sætið. Stólarnir voru í fjórða sæti um jólin en hafa hrunið niður um fimm sæti. Fyrri leikurinn á Króknum fór í framlengingu. Stjarnan vann hana 14-8 og þar með leikinn 84-78. Tindastólsliðið var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn snéru leiknum á hvolf með því að vinna annan leikhlutann 23-10. James Ellisor tryggði Stjörnunni framlengingu þegar hann jafnaði metin í 70-70 en hann endaði leikinn með 34 stig og 64 prósent skotnýtingu. Stólarnir léku án Bandaríkjamanns og án Sigtryggs Arnars Björnssonar í leiknum og munaði auðvitað miklu um það. Það dugði þeim ekki að Þórir Þorbjarnarson var með þrennu (26 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar). Þórir skoraði sjö af átta stigum liðsins í framlengingunni og þurfti augljóslega á meiri hjálp að halda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00. Strax eftir leik verður síðan Subway Körfuboltakvöld á sömu rás. Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Stjarnan tekur á móti Tindastól klukkan 19.15 í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í áttunda og níunda sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Tindastóls eru neðar vegna sex stiga taps í fyrri leik liðanna. Garðbæingar haft enn fremur haft góð tök á Stólunum síðustu ár. Stjarnan hefur unnið sjö af síðustu níu leikjum félaganna í deild og bikarkeppni þar á meðal báða leiki þeirra á árinu 2023. Staðan er enn verri þegar litið er á heimsóknir Tindastólsliðsins í Garðabæinn. Stjarnan hefur unnið alla heimaleiki sína á móti Tindastól á síðustu fimm árum eða alls fimm leiki í röð í deild (4) og bikar (1). Tindastóll vann síðast í Ásgarði 16. nóvember 2018 og síðan eru liðnir 62 mánuðir og 24 dagar að auki. Áttunda sæti gefur sæti í úrslitakeppninni en ekki það níunda. Vinni Stjarnan leikinn verða þeir í raun með fjögurra stiga forskot á Tindastólsliðið, tveimur stigum meira sem og betri árangur í innbyrðis leikjum. Síðustu leikir Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum: 9. febrúar 2023 (Deild): 11 stiga sigur Stjörnunnar (79-68) 18. nóvember 2021 (Deild): 14 stiga sigur Stjörnunnar(87-73) 16. september 2021 (Bikar): 5 stiga sigur Stjörnunnar (86-81) 1. mars 2021 (Deild): 5 stiga sigur Stjörnunnar (98-93) 17. janúar 2020 (Deild): 7 stiga tsigur Stjörnunnar (73-66) * Tindastóll vann síðast í Garðabænum 16. nóvember 2018, þá 9 stiga sigur (77-68) Stjarnan á líka reynda á brattan að sækja enda er liðið búið að tapa tveimur leikjum í röð og fjórum af fimm leikjum sínum eftir áramót. Liðið var í fimmta sæti um áramótin en er nú dottið niður í áttunda sætið. Stólarnir voru í fjórða sæti um jólin en hafa hrunið niður um fimm sæti. Fyrri leikurinn á Króknum fór í framlengingu. Stjarnan vann hana 14-8 og þar með leikinn 84-78. Tindastólsliðið var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn snéru leiknum á hvolf með því að vinna annan leikhlutann 23-10. James Ellisor tryggði Stjörnunni framlengingu þegar hann jafnaði metin í 70-70 en hann endaði leikinn með 34 stig og 64 prósent skotnýtingu. Stólarnir léku án Bandaríkjamanns og án Sigtryggs Arnars Björnssonar í leiknum og munaði auðvitað miklu um það. Það dugði þeim ekki að Þórir Þorbjarnarson var með þrennu (26 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar). Þórir skoraði sjö af átta stigum liðsins í framlengingunni og þurfti augljóslega á meiri hjálp að halda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00. Strax eftir leik verður síðan Subway Körfuboltakvöld á sömu rás.
Síðustu leikir Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum: 9. febrúar 2023 (Deild): 11 stiga sigur Stjörnunnar (79-68) 18. nóvember 2021 (Deild): 14 stiga sigur Stjörnunnar(87-73) 16. september 2021 (Bikar): 5 stiga sigur Stjörnunnar (86-81) 1. mars 2021 (Deild): 5 stiga sigur Stjörnunnar (98-93) 17. janúar 2020 (Deild): 7 stiga tsigur Stjörnunnar (73-66) * Tindastóll vann síðast í Garðabænum 16. nóvember 2018, þá 9 stiga sigur (77-68)
Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira