Stólarnir hafa ekki fagnað sigri í Garðabænum í 62 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 15:01 Keyshawn Woods í leik með Tindastól í Garðabænum á síðasta tímabili. Vísir/Hulda Margrét Stólarnir eru í óvæntri stöðu í karlakörfunni og tap í kvöld gæti orðið Íslandsmeisturunum frá Sauðárkróki mjög dýrkeypt í titilvörninni. Eins og staðan er í dag þá eru þeir langt frá því að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Stjarnan tekur á móti Tindastól klukkan 19.15 í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í áttunda og níunda sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Tindastóls eru neðar vegna sex stiga taps í fyrri leik liðanna. Garðbæingar haft enn fremur haft góð tök á Stólunum síðustu ár. Stjarnan hefur unnið sjö af síðustu níu leikjum félaganna í deild og bikarkeppni þar á meðal báða leiki þeirra á árinu 2023. Staðan er enn verri þegar litið er á heimsóknir Tindastólsliðsins í Garðabæinn. Stjarnan hefur unnið alla heimaleiki sína á móti Tindastól á síðustu fimm árum eða alls fimm leiki í röð í deild (4) og bikar (1). Tindastóll vann síðast í Ásgarði 16. nóvember 2018 og síðan eru liðnir 62 mánuðir og 24 dagar að auki. Áttunda sæti gefur sæti í úrslitakeppninni en ekki það níunda. Vinni Stjarnan leikinn verða þeir í raun með fjögurra stiga forskot á Tindastólsliðið, tveimur stigum meira sem og betri árangur í innbyrðis leikjum. Síðustu leikir Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum: 9. febrúar 2023 (Deild): 11 stiga sigur Stjörnunnar (79-68) 18. nóvember 2021 (Deild): 14 stiga sigur Stjörnunnar(87-73) 16. september 2021 (Bikar): 5 stiga sigur Stjörnunnar (86-81) 1. mars 2021 (Deild): 5 stiga sigur Stjörnunnar (98-93) 17. janúar 2020 (Deild): 7 stiga tsigur Stjörnunnar (73-66) * Tindastóll vann síðast í Garðabænum 16. nóvember 2018, þá 9 stiga sigur (77-68) Stjarnan á líka reynda á brattan að sækja enda er liðið búið að tapa tveimur leikjum í röð og fjórum af fimm leikjum sínum eftir áramót. Liðið var í fimmta sæti um áramótin en er nú dottið niður í áttunda sætið. Stólarnir voru í fjórða sæti um jólin en hafa hrunið niður um fimm sæti. Fyrri leikurinn á Króknum fór í framlengingu. Stjarnan vann hana 14-8 og þar með leikinn 84-78. Tindastólsliðið var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn snéru leiknum á hvolf með því að vinna annan leikhlutann 23-10. James Ellisor tryggði Stjörnunni framlengingu þegar hann jafnaði metin í 70-70 en hann endaði leikinn með 34 stig og 64 prósent skotnýtingu. Stólarnir léku án Bandaríkjamanns og án Sigtryggs Arnars Björnssonar í leiknum og munaði auðvitað miklu um það. Það dugði þeim ekki að Þórir Þorbjarnarson var með þrennu (26 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar). Þórir skoraði sjö af átta stigum liðsins í framlengingunni og þurfti augljóslega á meiri hjálp að halda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00. Strax eftir leik verður síðan Subway Körfuboltakvöld á sömu rás. Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Stjarnan tekur á móti Tindastól klukkan 19.15 í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í áttunda og níunda sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Tindastóls eru neðar vegna sex stiga taps í fyrri leik liðanna. Garðbæingar haft enn fremur haft góð tök á Stólunum síðustu ár. Stjarnan hefur unnið sjö af síðustu níu leikjum félaganna í deild og bikarkeppni þar á meðal báða leiki þeirra á árinu 2023. Staðan er enn verri þegar litið er á heimsóknir Tindastólsliðsins í Garðabæinn. Stjarnan hefur unnið alla heimaleiki sína á móti Tindastól á síðustu fimm árum eða alls fimm leiki í röð í deild (4) og bikar (1). Tindastóll vann síðast í Ásgarði 16. nóvember 2018 og síðan eru liðnir 62 mánuðir og 24 dagar að auki. Áttunda sæti gefur sæti í úrslitakeppninni en ekki það níunda. Vinni Stjarnan leikinn verða þeir í raun með fjögurra stiga forskot á Tindastólsliðið, tveimur stigum meira sem og betri árangur í innbyrðis leikjum. Síðustu leikir Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum: 9. febrúar 2023 (Deild): 11 stiga sigur Stjörnunnar (79-68) 18. nóvember 2021 (Deild): 14 stiga sigur Stjörnunnar(87-73) 16. september 2021 (Bikar): 5 stiga sigur Stjörnunnar (86-81) 1. mars 2021 (Deild): 5 stiga sigur Stjörnunnar (98-93) 17. janúar 2020 (Deild): 7 stiga tsigur Stjörnunnar (73-66) * Tindastóll vann síðast í Garðabænum 16. nóvember 2018, þá 9 stiga sigur (77-68) Stjarnan á líka reynda á brattan að sækja enda er liðið búið að tapa tveimur leikjum í röð og fjórum af fimm leikjum sínum eftir áramót. Liðið var í fimmta sæti um áramótin en er nú dottið niður í áttunda sætið. Stólarnir voru í fjórða sæti um jólin en hafa hrunið niður um fimm sæti. Fyrri leikurinn á Króknum fór í framlengingu. Stjarnan vann hana 14-8 og þar með leikinn 84-78. Tindastólsliðið var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn snéru leiknum á hvolf með því að vinna annan leikhlutann 23-10. James Ellisor tryggði Stjörnunni framlengingu þegar hann jafnaði metin í 70-70 en hann endaði leikinn með 34 stig og 64 prósent skotnýtingu. Stólarnir léku án Bandaríkjamanns og án Sigtryggs Arnars Björnssonar í leiknum og munaði auðvitað miklu um það. Það dugði þeim ekki að Þórir Þorbjarnarson var með þrennu (26 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar). Þórir skoraði sjö af átta stigum liðsins í framlengingunni og þurfti augljóslega á meiri hjálp að halda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00. Strax eftir leik verður síðan Subway Körfuboltakvöld á sömu rás.
Síðustu leikir Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum: 9. febrúar 2023 (Deild): 11 stiga sigur Stjörnunnar (79-68) 18. nóvember 2021 (Deild): 14 stiga sigur Stjörnunnar(87-73) 16. september 2021 (Bikar): 5 stiga sigur Stjörnunnar (86-81) 1. mars 2021 (Deild): 5 stiga sigur Stjörnunnar (98-93) 17. janúar 2020 (Deild): 7 stiga tsigur Stjörnunnar (73-66) * Tindastóll vann síðast í Garðabænum 16. nóvember 2018, þá 9 stiga sigur (77-68)
Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira