Fékk þrjátíu mínútna sögukennslu í tveggja tíma viðtali Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2024 06:44 Carlson varð þess heiðurs aðnjótandi að fá persónulega sögukennslu frá Pútín. AP/Sputnik/Gavriil Grigorov Fyrstu þrjátíu mínútur tveggja klukkustunda langs viðtals sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladimir Pútín Rússlandsforseta fóru í yfirferð forsetans yfir sögu Rússlands, frá 9. öld og fram til valdatíma Leníns. Þegar Carlson, sem er nú sjálfsætt starfandi eftir að hafa verið látinn fjúka frá Fox News, tókst loksins að beina talinu að nútímanum ásakaði Pútín Bandaríkin og önnur Vesturlönd um að bera ábyrgð á því að átökin í Úkraínu hefðu dregist á langinn. Forsetinn sagði friðarviðræður hafa verið í gangi sem hefðu verið nærri því að skila niðurstöðu, þegar Úkraína hefði ákveðið að ganga frá samningaborðinu og fara að fyrirmælum vestrænna ríkja, Evrópuríkja og Bandaríkjanna um að berjast við Rússa þar til yfir lyki. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Pútín beindi spjótum sínum aðallega að Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í þessu samhengi og sagði hann hafa talað um fyrir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, þegar síðarnefndi var við það að undirrita friðarsamkomulag skömmu eftir að „hinar sérstöku hernaðaraðgerðir“ Rússa hófust. Ep. 73 The Vladimir Putin Interview pic.twitter.com/67YuZRkfLL— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) February 8, 2024 Stjórnvöld í Rússlandi sögðu síðast í desember að það væri óraunhæft að ganga til friðarviðræðna við Úkraínu en Úkraínumenn hafa ítrekað lýst því yfir að þeir muni ekki semja um frið fyrr en Rússar hafa alfarið hörfað úr landinu. „Nytsamlegur sakleysingi“ Pútín sagði hins vegar við Carlson að Rússar og Bandaríkjamenn ættu reglulega í samskiptum í gegnum ýsmar boðleiðir um leiðir til að binda enda á átökin. Skilaboð hans til Bandaríkjamanna væru að hætta að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum; þannig væri hægt að ljúka málum á nokkrum vikum. Forsetinn sagðist sjálfur hafa rætt síðast við Biden áður en innrásin hófst og að skilaboð hans til Bandaríkjaforseta hefðu verið að hann væri að gera söguleg mistök með því að styðja Úkraínumenn í að „ýta Rússlandi burt“. Viðtalsins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á miðvikudag að Carlson væri „nytsamlegur sakleysingi“ fyrir Pútín að nota. Carlson væri lygari. „Hann étur upp lygar Vladimir Pútín um Úkraínu, þannig að ég skil að Pútín veiti honum viðtal; í gegnum hann getur hann haldið áfram að ljúga um markmið sín í Úkraínu og hvað hann á von á að gerist,“ sagði Clinton í samtali við MSNBC. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Carlson er fyrsti fjölmiðlamaðurinn á Vesturlöndum sem fær áheyrn hjá Rússlandsforseta frá því að innrásin í Úkraínu hófst en sjálfur hefur hann haldið því fram að hann sé jafnframt sá eini sem hafi reynt. Þetta er þó alrangt, þar sem miðlar á borð við BBC og CNN hafa ítrekað freistað þess að fá að setjast niður með forsetanum. Þetta hefur verið staðfest af yfirvöldum í Kreml. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. 8. febrúar 2024 16:02 Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Úkraínskir sérsveitarmenn sagðir berjast gegn Wagner í Súdan Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa um nokkuð skeið barist gegn málaliðum Wagner-Group. Nýtt myndband sem úkraínskur fjölmiðill hefur birt er sagt sýna rússneskan málaliða og meðlimi sveita sem kallast RSF í haldi úkraínskra sérsveitarmanna á vegum leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR). 6. febrúar 2024 17:01 Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Þegar Carlson, sem er nú sjálfsætt starfandi eftir að hafa verið látinn fjúka frá Fox News, tókst loksins að beina talinu að nútímanum ásakaði Pútín Bandaríkin og önnur Vesturlönd um að bera ábyrgð á því að átökin í Úkraínu hefðu dregist á langinn. Forsetinn sagði friðarviðræður hafa verið í gangi sem hefðu verið nærri því að skila niðurstöðu, þegar Úkraína hefði ákveðið að ganga frá samningaborðinu og fara að fyrirmælum vestrænna ríkja, Evrópuríkja og Bandaríkjanna um að berjast við Rússa þar til yfir lyki. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Pútín beindi spjótum sínum aðallega að Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í þessu samhengi og sagði hann hafa talað um fyrir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, þegar síðarnefndi var við það að undirrita friðarsamkomulag skömmu eftir að „hinar sérstöku hernaðaraðgerðir“ Rússa hófust. Ep. 73 The Vladimir Putin Interview pic.twitter.com/67YuZRkfLL— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) February 8, 2024 Stjórnvöld í Rússlandi sögðu síðast í desember að það væri óraunhæft að ganga til friðarviðræðna við Úkraínu en Úkraínumenn hafa ítrekað lýst því yfir að þeir muni ekki semja um frið fyrr en Rússar hafa alfarið hörfað úr landinu. „Nytsamlegur sakleysingi“ Pútín sagði hins vegar við Carlson að Rússar og Bandaríkjamenn ættu reglulega í samskiptum í gegnum ýsmar boðleiðir um leiðir til að binda enda á átökin. Skilaboð hans til Bandaríkjamanna væru að hætta að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum; þannig væri hægt að ljúka málum á nokkrum vikum. Forsetinn sagðist sjálfur hafa rætt síðast við Biden áður en innrásin hófst og að skilaboð hans til Bandaríkjaforseta hefðu verið að hann væri að gera söguleg mistök með því að styðja Úkraínumenn í að „ýta Rússlandi burt“. Viðtalsins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á miðvikudag að Carlson væri „nytsamlegur sakleysingi“ fyrir Pútín að nota. Carlson væri lygari. „Hann étur upp lygar Vladimir Pútín um Úkraínu, þannig að ég skil að Pútín veiti honum viðtal; í gegnum hann getur hann haldið áfram að ljúga um markmið sín í Úkraínu og hvað hann á von á að gerist,“ sagði Clinton í samtali við MSNBC. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Carlson er fyrsti fjölmiðlamaðurinn á Vesturlöndum sem fær áheyrn hjá Rússlandsforseta frá því að innrásin í Úkraínu hófst en sjálfur hefur hann haldið því fram að hann sé jafnframt sá eini sem hafi reynt. Þetta er þó alrangt, þar sem miðlar á borð við BBC og CNN hafa ítrekað freistað þess að fá að setjast niður með forsetanum. Þetta hefur verið staðfest af yfirvöldum í Kreml. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. 8. febrúar 2024 16:02 Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Úkraínskir sérsveitarmenn sagðir berjast gegn Wagner í Súdan Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa um nokkuð skeið barist gegn málaliðum Wagner-Group. Nýtt myndband sem úkraínskur fjölmiðill hefur birt er sagt sýna rússneskan málaliða og meðlimi sveita sem kallast RSF í haldi úkraínskra sérsveitarmanna á vegum leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR). 6. febrúar 2024 17:01 Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. 8. febrúar 2024 16:02
Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06
Úkraínskir sérsveitarmenn sagðir berjast gegn Wagner í Súdan Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa um nokkuð skeið barist gegn málaliðum Wagner-Group. Nýtt myndband sem úkraínskur fjölmiðill hefur birt er sagt sýna rússneskan málaliða og meðlimi sveita sem kallast RSF í haldi úkraínskra sérsveitarmanna á vegum leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR). 6. febrúar 2024 17:01
Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30