Hótar að kæra manninn sem fylgist með einkaþotunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2024 13:16 Taylor Swift hefur í nógu að snúast þessa dagana á tónleikaferðalagi og kærir sig ekki um að láta fylgjast með ferðum þotunnar. Christopher Jue/TAS24/Getty Images Lögmenn bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift hafa sent háskólanemanum Jack Sweeney bréf þar sem honum er hótað því að verða kærður muni hann ekki láta af því að birta upplýsingar um ferðir einkaþotu söngkonunnar á samfélagsmiðlum. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að Sweeney hafi í áraraðir haldið úti síðum á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir upplýsingar um flugferðir einkaþota hinna ýmissa frægðarmenna. Þá reiknar hann að sama skapi kolefnislosun flugvéla þeirra. Elon Musk hefur áður hjólað í Sweeney vegna þessa. Í bréfi lögmanna söngkonunnar til Sweeney fullyrða þeir að um sé að ræða ógn gegn öryggi söngkonunnar. Þá saka þeir Sweeney um að hafa aðstoðað eltihrella með uppátæki sínu og fullyrða þeir að upplýsingar um flugferðir söngkonunnar eigi ekkert erindi við almenning. Rifjað er upp í umfjöllun Guardian að eltihrellar hafi ítrekað setið um söngkonuna. Meðal annars reyndi einn slíkur að brjótast inn á heimili hennar í New York í janúar síðastliðnum. Þá hefur talsmaður söngkonunnar áður sagt að gagnrýni umhverfisverndarsinna vegna flugferða einkaþotu hennar eigi ekki rétt á sér. Hún hafi keypt kolefniskvóta sem nemi margföldum útblæstri einkaþotu hennar. Þá hafi hún oft lánað einkaþotu sína annað. Sjálfur segir Jack Sweeney að allar upplýsingar sem hann hafi birt um ferðir einkaþotu söngkonunnar séu opinberar upplýsingar. Þær upplýsingar væru auk þess ekki nákvæmar um staðsetningu hennar og væru svipaðar og upplýsingar um tónleikaferðalög hennar. Þá segir Jack söngkonuna ekki hafa haft neina tiltekna skoðun á athæfi sínu þar til hún hafi verið gagnrýnd opinberlega fyrir mengun vegna flugferða hennar. Fram kemur í frétt Guardian að aðdáendur söngkonunnar hafi lýst yfir miklum vonbrigðum með söngkonuna vegna málsins. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að Sweeney hafi í áraraðir haldið úti síðum á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir upplýsingar um flugferðir einkaþota hinna ýmissa frægðarmenna. Þá reiknar hann að sama skapi kolefnislosun flugvéla þeirra. Elon Musk hefur áður hjólað í Sweeney vegna þessa. Í bréfi lögmanna söngkonunnar til Sweeney fullyrða þeir að um sé að ræða ógn gegn öryggi söngkonunnar. Þá saka þeir Sweeney um að hafa aðstoðað eltihrella með uppátæki sínu og fullyrða þeir að upplýsingar um flugferðir söngkonunnar eigi ekkert erindi við almenning. Rifjað er upp í umfjöllun Guardian að eltihrellar hafi ítrekað setið um söngkonuna. Meðal annars reyndi einn slíkur að brjótast inn á heimili hennar í New York í janúar síðastliðnum. Þá hefur talsmaður söngkonunnar áður sagt að gagnrýni umhverfisverndarsinna vegna flugferða einkaþotu hennar eigi ekki rétt á sér. Hún hafi keypt kolefniskvóta sem nemi margföldum útblæstri einkaþotu hennar. Þá hafi hún oft lánað einkaþotu sína annað. Sjálfur segir Jack Sweeney að allar upplýsingar sem hann hafi birt um ferðir einkaþotu söngkonunnar séu opinberar upplýsingar. Þær upplýsingar væru auk þess ekki nákvæmar um staðsetningu hennar og væru svipaðar og upplýsingar um tónleikaferðalög hennar. Þá segir Jack söngkonuna ekki hafa haft neina tiltekna skoðun á athæfi sínu þar til hún hafi verið gagnrýnd opinberlega fyrir mengun vegna flugferða hennar. Fram kemur í frétt Guardian að aðdáendur söngkonunnar hafi lýst yfir miklum vonbrigðum með söngkonuna vegna málsins.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira