Þetta kemur fram í grein Þórdísar í sérblaði Viðskiptablaðsins um Viðskiptaþing í morgun. Hún segir umsvif hins opinbera á Íslandi, bæði ríkis og sveitarfélaga, með því mesta í heiminum.
Hún vill selja Íslandspóst, ljúka sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka og nýta andvirði sölunnar til að bregðast við eldsumbrotum nálægt byggð, til lengri og skemmri tíma.
Brjóta eigi upp ÁTVR og selja eignir ríkisfyrirtækisins til að tyrggja samkeppni.
„Það er fullkomin tímaskekkja að ríkisvaldið standi í rekstri á einokunarverslun,“ skrifar Þórdís.
Sameina þurfi margar af þeim 164 ríkisstofnunum sem starfi í dag. Þar megi ekki gleyma markmiði með sameiningu sem sé hagræðing.
„Hvers vegna er það þá þannig að nánast alltaf, hefur það fylgt sameiningum stofnana hjá hinu opinbera að það sé sjálfstætt markmið að starfsmannafjöldi haldi sér. Hvaða hagsmunir hafa orðið ofan á? Af þessari ástæðu hefur hagræðing verið takmörkuð og samruni einungis orðið að forminu til. Þetta er mjög óskynsamlegt og vonandi liðin tíð.“