Fótbolti

Fé­lag fyrir norðan heim­skauts­bauginn með yfir­burði í sölu leik­manna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðingsmaður Bodö/Glimt fyirr leik á móti Club Brugge í Sambandsdeild Evrópu.
Stuðingsmaður Bodö/Glimt fyirr leik á móti Club Brugge í Sambandsdeild Evrópu. Getty/Jan De Meuleneir

Bodö/Glimt er það norska fótboltafélag sem hefur selt leikmenn fyrir langmestan pening á síðustu árum.

Frá árinu 2020 hefur félagið, sem hefur heimili nyrst í Noregi, selt leikmenn fyrir meiri pening en Rosenborg og Molde til samans. Norska ríkisútvarpið tók þetta saman með tölum frá Transfermarkt vefnum.

Faris Pemi Moumbagna, Hugo Vetlesen, Victor Boniface, Joel Mvuka og Erik Botheim eru dæmi um leikmenn sem Bodö/Glimt hefur selt á þessum tíma.

Félagið náði þó ekki að selja íslenska landsliðsbakvörðinn Alfons Sampsted því hann fór á frjálsri sölu til hollenska félagsins Twente FC í janúar í fyrra.

Alls hefur Bodö/Glimt selt leikmenn fyrir 574 milljónir norskra króna eða meira en 7,4 milljarða íslenskra króna. Félagið hefur keypt leikmenn á móti fyrir 249 milljónir eða 3,2 milljarða. Það þýðir gróða upp á 325 milljónir norskra króna sem samsvarar 4,2 milljörðum í íslenskum krónum.

Molde (309 milljónir norskra króna) og Rosenborg (245 milljónir) hafa selt leikmenn fyrir mun minni upphæð en Bodö/Glimt.

Vålerenga er í fjórða sæti á listanum en Osló félagið hefur selt leikmenn fyrir 200 milljónir norskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×