Eggjum grýtt og unglingar handteknir á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 20:09 Krökkunum var heitt í hamsi á mótmælunum á Austurvelli í dag. Vísir/Arnar Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir. Hagskælingar gengu út úr tíma rétt fyrir hálf ellefu í morgun. Mótmælaskiltum var útdeilt og svo var haldið fylktu liði til mótmæla. „Nýja ríkisstjórn strax“ og „Burt með Bjarna Ben“ er á meðal þess sem stóð á skiltum krakkanna. Á sama tíma og krakkarnir gengu til mótmæla á Austurvelli mótmælti fámennur hópur fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu, þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var innt eftir stöðu á fjölskyldusameiningum að loknum ríkisstjórnarfundi. Hún segir framkvæmdina velta á því hvort hægt verði að senda fulltrúa íslenskra stjórnvalda til Egyptalands til að aðstoða fólk yfir landamærin. Samtal sé í gangi við Norðurlöndin um slíka aðgerð. Þarf þetta mál ekki að fá skjóta afgreiðslu? „Jú, og það hefur auðvitað verið til umræðu. Það hefur verið rætt hér á vettvangi ríkisstjórnar og ráðherranefnda en það er líka svo að framkvæmdin virðist vera flókin, þannig að það hefur tafið málið.“ Og upp úr klukkan ellefu höfðu Hagskælingar sameinast nemendum úr öðrum skólum fyrir framan Alþingishúsið. Viðtöl við unga mótmælendur og svipmyndir frá deginum má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík Tengdar fréttir Tveir drengir handteknir á mótmælum barna Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 6. febrúar 2024 14:33 Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hagskælingar gengu út úr tíma rétt fyrir hálf ellefu í morgun. Mótmælaskiltum var útdeilt og svo var haldið fylktu liði til mótmæla. „Nýja ríkisstjórn strax“ og „Burt með Bjarna Ben“ er á meðal þess sem stóð á skiltum krakkanna. Á sama tíma og krakkarnir gengu til mótmæla á Austurvelli mótmælti fámennur hópur fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu, þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var innt eftir stöðu á fjölskyldusameiningum að loknum ríkisstjórnarfundi. Hún segir framkvæmdina velta á því hvort hægt verði að senda fulltrúa íslenskra stjórnvalda til Egyptalands til að aðstoða fólk yfir landamærin. Samtal sé í gangi við Norðurlöndin um slíka aðgerð. Þarf þetta mál ekki að fá skjóta afgreiðslu? „Jú, og það hefur auðvitað verið til umræðu. Það hefur verið rætt hér á vettvangi ríkisstjórnar og ráðherranefnda en það er líka svo að framkvæmdin virðist vera flókin, þannig að það hefur tafið málið.“ Og upp úr klukkan ellefu höfðu Hagskælingar sameinast nemendum úr öðrum skólum fyrir framan Alþingishúsið. Viðtöl við unga mótmælendur og svipmyndir frá deginum má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík Tengdar fréttir Tveir drengir handteknir á mótmælum barna Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 6. febrúar 2024 14:33 Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Tveir drengir handteknir á mótmælum barna Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 6. febrúar 2024 14:33
Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10
Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02