Úkraínskir sérsveitarmenn sagðir berjast gegn Wagner í Súdan Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2024 17:01 Myndbandið á að sýna úkraínska sérsveitarmenn yfirheyra Wagner-liða í Súdan. Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa um nokkuð skeið barist gegn málaliðum Wagner-Group. Nýtt myndband sem úkraínskur fjölmiðill hefur birt er sagt sýna rússneskan málaliða og meðlimi sveita sem kallast RSF í haldi úkraínskra sérsveitarmanna á vegum leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR). Kyiv Post birti í morgun umrætt myndband. Fyrst má þar sjá hermenn sem sagðir eru vera úkraínskir skoða brynvarin farartæki, sem virðast hafa orðið fyrir skotum og sést eitt lík í farartæki. Sá á að vera málaliði Wagner, sem nú er stjórnað af varnarmálaráðuneyti Rússlands. Sjá einnig: Kreml tekur yfir stjórn Wagner í Mið-Afríkulýðveldinu Síðan sést hermaður yfirheyra meintan málaliða sem er bundinn við hlið tveggja annarra manna sem eiga að vera meðlimir sveita sem kallast Rapid Support Forces eða RSF. Við yfirheyrslu segir hinn meinti málaliði að hann og aðrir málaliðar hafi komið til Súdan gegnum Mið-Afríkulýðveldið, með því markmiði að hjálpa RSF að velta yfirvöldum úr sessi. Mannskæð átök í Súdan Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Talið er að nærri því helmingur 49 milljóna íbúa Súdan þurfi aðstoð og að rúmlega 7,5 milljónir hafi flúið heimili sín vegna átakanna. Það gerir krísuna í Súdan að þeirri umfangsmestu í heiminum, sé litið til fjölda fólks á vergangi. RSF hefur notið stuðnings yfirvalda í Rússlandi í gegnum Wagner Group. Auðjöfurinn Jevgení Prígósín, sem átti Wagner Group, hitti sendinefnd frá Dagalo í síðustu verð hans til Afríku, áður en hann dó í Rússlandi í sumar. Sú sendinefnd er sögð hafa borið kassa af gullstöngum til Prígósjíns sem var borgun fyrir hergögn og hernaðaraðstoð. Embed: Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman - Vísir https://www.visir.is/g/20232455397d/sidustu-dagar-prigosjins-kepptist-vid-ad-halda-veldi-sinu-saman Selenskí fundaði með Fattah al-Burhan Eins og fram kemur í frétt Guardian hefur ekki verið staðfest að nýjasta myndband Kyiv Post sé raunverulegt. Það fylgir þó á eftir þó nokkrum fregnum af úkraínskum hermönnum í Súdan og öðrum myndböndum sem eiga að sýna úkraínska hermenn í átökum við málaliða Wagner. Þá er talið að Úkraínumenn hafi gert drónaárásir á málaliða Wagner í Súdan. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði síðasta september með Fattah al-Burhan, á flugvelli í Írlandi. Þá sagði Selenskí að þeir hefðu meðal annars tala um sameiginlega erfiðleika þeirra og þá sérstaklega um ólöglega vígahópa sem fjármagnaðir eru af yfirvöldum í Rússlandi. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) er leidd af Kyríló Búdanóv. Hann er 38 ára gamall fyrrverandi sérsveitarmaður og hefur heitið því að herja á Rússa, hvar sem þá má finna í heiminum. GUR hefur notið mikils stuðnings frá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í formi þjálfunar og búnaðar. Þennan stuðning eru njósnarar og sérsveitarmenn GUR sagðir hafa notað til árása í Rússlandi og víðar. Í samtali við Kyiv Post vildi talsmaður GUR ekkert staðfesta um mögulegar aðgerðir leyniþjónustunnar í Súdan. Úkraína Súdan Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. 6. febrúar 2024 11:38 Ætlar að gera breytingar á ríkisstjórn og herstjórn Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður íhuga umfangsmiklar breytingar á bæði ríkisstjórn sinni og stjórn herafla Úkraínu. Markmiðið er að hleypa nýju lífi í varnir Úkraínumanna um tveimur árum eftir að innrás Rússa hófst. 5. febrúar 2024 12:35 Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. 1. febrúar 2024 22:01 Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Kyiv Post birti í morgun umrætt myndband. Fyrst má þar sjá hermenn sem sagðir eru vera úkraínskir skoða brynvarin farartæki, sem virðast hafa orðið fyrir skotum og sést eitt lík í farartæki. Sá á að vera málaliði Wagner, sem nú er stjórnað af varnarmálaráðuneyti Rússlands. Sjá einnig: Kreml tekur yfir stjórn Wagner í Mið-Afríkulýðveldinu Síðan sést hermaður yfirheyra meintan málaliða sem er bundinn við hlið tveggja annarra manna sem eiga að vera meðlimir sveita sem kallast Rapid Support Forces eða RSF. Við yfirheyrslu segir hinn meinti málaliði að hann og aðrir málaliðar hafi komið til Súdan gegnum Mið-Afríkulýðveldið, með því markmiði að hjálpa RSF að velta yfirvöldum úr sessi. Mannskæð átök í Súdan Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Talið er að nærri því helmingur 49 milljóna íbúa Súdan þurfi aðstoð og að rúmlega 7,5 milljónir hafi flúið heimili sín vegna átakanna. Það gerir krísuna í Súdan að þeirri umfangsmestu í heiminum, sé litið til fjölda fólks á vergangi. RSF hefur notið stuðnings yfirvalda í Rússlandi í gegnum Wagner Group. Auðjöfurinn Jevgení Prígósín, sem átti Wagner Group, hitti sendinefnd frá Dagalo í síðustu verð hans til Afríku, áður en hann dó í Rússlandi í sumar. Sú sendinefnd er sögð hafa borið kassa af gullstöngum til Prígósjíns sem var borgun fyrir hergögn og hernaðaraðstoð. Embed: Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman - Vísir https://www.visir.is/g/20232455397d/sidustu-dagar-prigosjins-kepptist-vid-ad-halda-veldi-sinu-saman Selenskí fundaði með Fattah al-Burhan Eins og fram kemur í frétt Guardian hefur ekki verið staðfest að nýjasta myndband Kyiv Post sé raunverulegt. Það fylgir þó á eftir þó nokkrum fregnum af úkraínskum hermönnum í Súdan og öðrum myndböndum sem eiga að sýna úkraínska hermenn í átökum við málaliða Wagner. Þá er talið að Úkraínumenn hafi gert drónaárásir á málaliða Wagner í Súdan. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði síðasta september með Fattah al-Burhan, á flugvelli í Írlandi. Þá sagði Selenskí að þeir hefðu meðal annars tala um sameiginlega erfiðleika þeirra og þá sérstaklega um ólöglega vígahópa sem fjármagnaðir eru af yfirvöldum í Rússlandi. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) er leidd af Kyríló Búdanóv. Hann er 38 ára gamall fyrrverandi sérsveitarmaður og hefur heitið því að herja á Rússa, hvar sem þá má finna í heiminum. GUR hefur notið mikils stuðnings frá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í formi þjálfunar og búnaðar. Þennan stuðning eru njósnarar og sérsveitarmenn GUR sagðir hafa notað til árása í Rússlandi og víðar. Í samtali við Kyiv Post vildi talsmaður GUR ekkert staðfesta um mögulegar aðgerðir leyniþjónustunnar í Súdan.
Úkraína Súdan Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. 6. febrúar 2024 11:38 Ætlar að gera breytingar á ríkisstjórn og herstjórn Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður íhuga umfangsmiklar breytingar á bæði ríkisstjórn sinni og stjórn herafla Úkraínu. Markmiðið er að hleypa nýju lífi í varnir Úkraínumanna um tveimur árum eftir að innrás Rússa hófst. 5. febrúar 2024 12:35 Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. 1. febrúar 2024 22:01 Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. 6. febrúar 2024 11:38
Ætlar að gera breytingar á ríkisstjórn og herstjórn Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður íhuga umfangsmiklar breytingar á bæði ríkisstjórn sinni og stjórn herafla Úkraínu. Markmiðið er að hleypa nýju lífi í varnir Úkraínumanna um tveimur árum eftir að innrás Rússa hófst. 5. febrúar 2024 12:35
Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. 1. febrúar 2024 22:01
Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30