Neitar að hafa reynt að drepa fólk í Silfratjörn Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2024 14:10 Shokri Keryo gekk inn í dómsal í fylgd lögreglumanns. Vísir/Arnar Shokri Keryo, tvítugur karlmaður, neitaði sök þegar ákæra á hendur honum fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal var þingfest í dag. Verjandi hans, Leó Daðason, tók afstöðu til sakargifta fyrir hans hönd en hann talar ekki íslensku. Móðurmál hans er sænska og hann tjáði sig að öðru leyti í gegnum dómtúlk. Shokri er ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 2. nóvember í fyrra, á gatnamótum Skyggnisbrautar og Silfratjarnar, skotið fjórum skotum í áttina að fjórum ónafngreindum einstaklingum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Shokri hafnaði sömuleiðis bótaskyldu í málinu. Sá sem varð fyrir skoti gerir hæstu bótakröfuna, upp á 3,5 milljónir króna. Hafi stofnað lífi og limum í augljósa hættu Sá sem varð fyrir skoti, Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár, hlaut sár á hægri sköflung. Þá brotnaði afturrúða og myndaðist dæld í afturhlera bíls. Rúða brotnaði í íbúð fjölskyldu og hafnaði skotið í vegg í íbúð þar sem fjögurra manna fjölskylda svaf, þar á meðal fjögurra og átta ára börn. Með háttsemi sinni er Shokri sagður hafa stofnað lífi og heilsu fólksins í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Önnur ákæra tekin upp í málinu Þegar málið var þingfest upp úr klukkan 14 í dag tilkynnti dómari að um tvær ákærur var að ræða. Seinni ákæran var gefin út þann 2. janúar síðastliðinn. Í henni er hann ákærður í sjö ákæruliðum fyrir umferðarlagabrot, með því að aka án ökuréttinda og í fimm tilfellum með kannabisefni í blóðinu. Keryo játaði sök í öllum sjö ákæruliðum þeirrar ákæru. Niðurstöðu rannsóknar beðið Í þinghaldinu kom fram að niðurstöðu rannsóknar á skothylkjum sé enn beðið og óljóst hvenær hún muni liggja fyrir. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, sagði það eina hluta rannsóknar málsins sem enn er útistandandi. Fréttin var uppfærð eftir að Vísir fékk seinni ákæruna afhenta. Dómsmál Skotárás á Silfratjörn Reykjavík Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Verjandi hans, Leó Daðason, tók afstöðu til sakargifta fyrir hans hönd en hann talar ekki íslensku. Móðurmál hans er sænska og hann tjáði sig að öðru leyti í gegnum dómtúlk. Shokri er ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 2. nóvember í fyrra, á gatnamótum Skyggnisbrautar og Silfratjarnar, skotið fjórum skotum í áttina að fjórum ónafngreindum einstaklingum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Shokri hafnaði sömuleiðis bótaskyldu í málinu. Sá sem varð fyrir skoti gerir hæstu bótakröfuna, upp á 3,5 milljónir króna. Hafi stofnað lífi og limum í augljósa hættu Sá sem varð fyrir skoti, Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár, hlaut sár á hægri sköflung. Þá brotnaði afturrúða og myndaðist dæld í afturhlera bíls. Rúða brotnaði í íbúð fjölskyldu og hafnaði skotið í vegg í íbúð þar sem fjögurra manna fjölskylda svaf, þar á meðal fjögurra og átta ára börn. Með háttsemi sinni er Shokri sagður hafa stofnað lífi og heilsu fólksins í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Önnur ákæra tekin upp í málinu Þegar málið var þingfest upp úr klukkan 14 í dag tilkynnti dómari að um tvær ákærur var að ræða. Seinni ákæran var gefin út þann 2. janúar síðastliðinn. Í henni er hann ákærður í sjö ákæruliðum fyrir umferðarlagabrot, með því að aka án ökuréttinda og í fimm tilfellum með kannabisefni í blóðinu. Keryo játaði sök í öllum sjö ákæruliðum þeirrar ákæru. Niðurstöðu rannsóknar beðið Í þinghaldinu kom fram að niðurstöðu rannsóknar á skothylkjum sé enn beðið og óljóst hvenær hún muni liggja fyrir. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, sagði það eina hluta rannsóknar málsins sem enn er útistandandi. Fréttin var uppfærð eftir að Vísir fékk seinni ákæruna afhenta.
Dómsmál Skotárás á Silfratjörn Reykjavík Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira