Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 12:02 Ragnar og Birta skipulögðu mótmælin ásamt Atlasi Njálssyni. Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður náði tali af skipuleggjendum skólaverkfallsins, þeim Birtu og Ragnari, fyrir utan Hagaskóla eftir að þau gengu út úr tíma klukkan hálf ellefu. Að neðan má sjá viðtal Kristínar við nemendur Hagaskóla áður en þau lögðu af stað niður í bæ í morgun. „Við erum að fara í verkfall til að styðja Palestínu. Þetta er hræðilegt sem er að gerast í Palestínu og við viljum fjölskyldusameiningar og íslenska kennitölu fyrir palestínskt fólk,“ segja Birta Hall, Ragnar Eldur Jörundsson og Atlas Njálsson sem eru í hópi þeirra sem skipulögðu verkfallið. Og eruð það þið sem skipuleggið þetta? „Já við vorum að heimsækja tjaldið sem var á Austurvelli en svo tekið niður og við fengum hugmyndina að halda verkfall til að styðja fólkið sem er hérna á Íslandi,“ segir Ragnar. Atlas útskýrir að fluttar verði ræður á Austurvelli og svo verði hefðbundin mótmæli. Katla Hólm og Ingunn Brynja segja það hafa verið auðvelda ákvörðun að taka þátt. Að neðan má sjá myndir frá mótmælum Hagskælinga á Austurvelli. Og hvað viljið þið sjá að verði gert? Af hverju eruð þið að mæta? „Bara til að styðja, bara til að sýna samstöðu og vonumst eftir vopnahlé - já samstöðu.“ Fram kom í máli nemendanna að skiptar skoðanir væru í skólanum varðandi verkfallið. Sumum nemendum hefði þótt hreinlega of kalt að fara að mótmæla. Þá voru aðrir sem mótmældu sérstaklega einstökum stjórnmálamönnum og mátti sjá skilti sem kallaði eftir afsögn Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Einn nemandinn lýsti því að honum fyndist ekki mikið rætt um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs innan veggja skólans. Víðar var mótmælt í morgun en þegar krakkarnir héldu á Austurvöll mættu þau hópi sem var fyrir utan Ráðherrabústaðinn í reglulegum mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfund. Á Austurvelli bættust nemendur í Háteigsskóla meðal annars í hópinn. Grunnskólar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Krakkar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir fréttamaður náði tali af skipuleggjendum skólaverkfallsins, þeim Birtu og Ragnari, fyrir utan Hagaskóla eftir að þau gengu út úr tíma klukkan hálf ellefu. Að neðan má sjá viðtal Kristínar við nemendur Hagaskóla áður en þau lögðu af stað niður í bæ í morgun. „Við erum að fara í verkfall til að styðja Palestínu. Þetta er hræðilegt sem er að gerast í Palestínu og við viljum fjölskyldusameiningar og íslenska kennitölu fyrir palestínskt fólk,“ segja Birta Hall, Ragnar Eldur Jörundsson og Atlas Njálsson sem eru í hópi þeirra sem skipulögðu verkfallið. Og eruð það þið sem skipuleggið þetta? „Já við vorum að heimsækja tjaldið sem var á Austurvelli en svo tekið niður og við fengum hugmyndina að halda verkfall til að styðja fólkið sem er hérna á Íslandi,“ segir Ragnar. Atlas útskýrir að fluttar verði ræður á Austurvelli og svo verði hefðbundin mótmæli. Katla Hólm og Ingunn Brynja segja það hafa verið auðvelda ákvörðun að taka þátt. Að neðan má sjá myndir frá mótmælum Hagskælinga á Austurvelli. Og hvað viljið þið sjá að verði gert? Af hverju eruð þið að mæta? „Bara til að styðja, bara til að sýna samstöðu og vonumst eftir vopnahlé - já samstöðu.“ Fram kom í máli nemendanna að skiptar skoðanir væru í skólanum varðandi verkfallið. Sumum nemendum hefði þótt hreinlega of kalt að fara að mótmæla. Þá voru aðrir sem mótmældu sérstaklega einstökum stjórnmálamönnum og mátti sjá skilti sem kallaði eftir afsögn Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Einn nemandinn lýsti því að honum fyndist ekki mikið rætt um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs innan veggja skólans. Víðar var mótmælt í morgun en þegar krakkarnir héldu á Austurvöll mættu þau hópi sem var fyrir utan Ráðherrabústaðinn í reglulegum mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfund. Á Austurvelli bættust nemendur í Háteigsskóla meðal annars í hópinn.
Grunnskólar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Krakkar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira