Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2024 06:00 Camembert og Brie eru á barmi útrýmingar vegna stöðlunar í ostaframleiðslu. David Silverman/Getty Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. Vísindastofnun franska ríkisins (CNRS) greinir frá þessum fréttum. Staða flestra mygluosta er nokkuð slæm vegna ósjálfbærra framleiðslustaðla en camembert og brie eru þeir einu sem eru á barmi útrýmingar. Yfirvofandi útrýmingu má rekja til ofuráhersla ostaframleiðenda á albínóastofn sveppsins Penicillium camemberti. Til að viðhalda hýði ostanna hvítu frekar en marglitu var albinóastofninn sá eini sem hefur verið notaður. Þessi einsleitni í stofnavali hefur leitt til þess að það hefur dregið verulega úr erfðafræðilegri fjölbreytni P. camemberti. Vegna þessa ósjálfbæra vals á albínóastofninum blasir núna við að stofn sveppsins gæti dáið út og þar með væru Camembert og Brie orðnir útdauðir. Hurfu frá öðrum en hvítum Sveppurinn P. camemberti sem myndast á Camembert og Brie, sem eru nokkuð sambærilegir ostar, er upprunalega talinn hafa orðið náttúrulega í Frakklandi til þegar ostar voru geymdir í rökum kjöllurum. Eftir því sem ostaframleiðsla óx varð hagkvæmara að nota gró ræktuð í rannsóknastofum. Frá sjötta áratug síðustu aldar voru sveppirnir einræktaðir svo þeir yxu hraðar og myndu samræmast iðnaðarstöðlum hvað varðaði bragð, lit og kröfur um matvælaöryggi. Ostarnir voru þá enn nokkuð fjölbreyttir að lit, gráir, grænir og jafnvel appelsínugulir. Franskir ostaframleiðendur hafa einsett sér að viðhalda hvítu hýði.Getty Ostaframleiðendur í Normandí voru fyrstir til að nota albínóastofn sveppsins til að framleiða osta með hvítu hýði. Vísindamenn segja það hafa verið upphafið að vandanum. „Það sem gerist, rétt eins og þegar hvaða lífvera, hvort sem hún er stór eða smá, er beitt óhóflega harkalegu vali, er að erfðafræðilegur fjölbreytileiki þeirra rýrnar verulega,“ sagði Jeanne Ropars, vísindamaður við rannsóknastofu Paris-Saclay-háskóla í viðtali við Times. „Ostaframleiðendurnir gerður sér ekki grein fyrir að þeir hefðu valið staka lífveru, sem er ekki sjálfbært,“ sagði hún einnig. Aukin fjölbreytni eina leiðin til björgunar CNRS segir að þrátt fyrir að sveppurinn hafi upprunalega getað fjölgað sér bæði með kynæxlun og kynlausri æxlun hafi framleiðendur „notað kynlausu aðferðina og þannig framleitt einræktaða ættleggi til að viðhalda myglunni“. Sú aðferð skili samræmdari niðurstöðum en með tímanum feli það líka í sér rýrnun P. camemberti. Staðan er nú þannig að sveppurinn hefur bæði glatað hæfninni til kynæxlunar og hæfninni til að framleiða gró með kynlausri æxlun. Það hefur gert það að verkum að ostaframleiðendur eru í veruleg vandræðum með að finna nægilega mikið af gróum til að framleiða meiri ost. Eina leiðin til að bjarga ostinum, að sögn rannsóknarmannsins Tatiönu Giraud, er með því að auka erfðafræðilegan fjölbreytileikann með „kynæxlun milli ólíkra lífvera með mismunandi erfðamengi“. Það þýðir að unnendur brie og camembert myndu þurfa að sætta sig við töluvert meiri fjölbreytni í bragði, lit og áferð. Frakkland Matur Matvælaframleiðsla Sveppir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Vísindastofnun franska ríkisins (CNRS) greinir frá þessum fréttum. Staða flestra mygluosta er nokkuð slæm vegna ósjálfbærra framleiðslustaðla en camembert og brie eru þeir einu sem eru á barmi útrýmingar. Yfirvofandi útrýmingu má rekja til ofuráhersla ostaframleiðenda á albínóastofn sveppsins Penicillium camemberti. Til að viðhalda hýði ostanna hvítu frekar en marglitu var albinóastofninn sá eini sem hefur verið notaður. Þessi einsleitni í stofnavali hefur leitt til þess að það hefur dregið verulega úr erfðafræðilegri fjölbreytni P. camemberti. Vegna þessa ósjálfbæra vals á albínóastofninum blasir núna við að stofn sveppsins gæti dáið út og þar með væru Camembert og Brie orðnir útdauðir. Hurfu frá öðrum en hvítum Sveppurinn P. camemberti sem myndast á Camembert og Brie, sem eru nokkuð sambærilegir ostar, er upprunalega talinn hafa orðið náttúrulega í Frakklandi til þegar ostar voru geymdir í rökum kjöllurum. Eftir því sem ostaframleiðsla óx varð hagkvæmara að nota gró ræktuð í rannsóknastofum. Frá sjötta áratug síðustu aldar voru sveppirnir einræktaðir svo þeir yxu hraðar og myndu samræmast iðnaðarstöðlum hvað varðaði bragð, lit og kröfur um matvælaöryggi. Ostarnir voru þá enn nokkuð fjölbreyttir að lit, gráir, grænir og jafnvel appelsínugulir. Franskir ostaframleiðendur hafa einsett sér að viðhalda hvítu hýði.Getty Ostaframleiðendur í Normandí voru fyrstir til að nota albínóastofn sveppsins til að framleiða osta með hvítu hýði. Vísindamenn segja það hafa verið upphafið að vandanum. „Það sem gerist, rétt eins og þegar hvaða lífvera, hvort sem hún er stór eða smá, er beitt óhóflega harkalegu vali, er að erfðafræðilegur fjölbreytileiki þeirra rýrnar verulega,“ sagði Jeanne Ropars, vísindamaður við rannsóknastofu Paris-Saclay-háskóla í viðtali við Times. „Ostaframleiðendurnir gerður sér ekki grein fyrir að þeir hefðu valið staka lífveru, sem er ekki sjálfbært,“ sagði hún einnig. Aukin fjölbreytni eina leiðin til björgunar CNRS segir að þrátt fyrir að sveppurinn hafi upprunalega getað fjölgað sér bæði með kynæxlun og kynlausri æxlun hafi framleiðendur „notað kynlausu aðferðina og þannig framleitt einræktaða ættleggi til að viðhalda myglunni“. Sú aðferð skili samræmdari niðurstöðum en með tímanum feli það líka í sér rýrnun P. camemberti. Staðan er nú þannig að sveppurinn hefur bæði glatað hæfninni til kynæxlunar og hæfninni til að framleiða gró með kynlausri æxlun. Það hefur gert það að verkum að ostaframleiðendur eru í veruleg vandræðum með að finna nægilega mikið af gróum til að framleiða meiri ost. Eina leiðin til að bjarga ostinum, að sögn rannsóknarmannsins Tatiönu Giraud, er með því að auka erfðafræðilegan fjölbreytileikann með „kynæxlun milli ólíkra lífvera með mismunandi erfðamengi“. Það þýðir að unnendur brie og camembert myndu þurfa að sætta sig við töluvert meiri fjölbreytni í bragði, lit og áferð.
Frakkland Matur Matvælaframleiðsla Sveppir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira